Sérstakar lausnir eru reglan en ekki undantekning

Folk_0114Miðjarðarhafið í heild, Eystrasalt, Skagerak, Kattegat, eyja Portúgala Madeira, eyjur Spánverja á Atlantshafi Kanarýeyjar og Assoreyjar, Hjaltlandseyjar norður af Skotlandi, ríkið Malta á miðju Miðjarðarhafi, eyjur og lendur Breta og Frakka í Karabískahafinu, Franska - Gínea, jafnvel Færeyjar og Grænland sem eru utan ESB eru með þeim sérstaka hætti sérlausnir Danmerkur sem er aðildarríki ESB. Um öll þessi hafsvæði sem eru vistfræðilega aðskilin Norðursjó eru sniðnar sérstakar lausnir til fiskveiðistjórnunar sem eru sem næst vettvangi í samræmi við nálægðarregluna í höndum heimamanna. Þannig fer t.d. Miðjarðarhafsráð með stjórn fiskveiða í Miðjarðarhafinu.

Um slíkt segir ESB einfaldlega að ef kerfið uppfyllir skilyrði um sjálfbærar veiðar og vernd fiskistofna og er það í samræmi við fiskveiðistefnu ESB. Þetta eru ekki kallaðar „varanlegar undanþágur“ eins og menn kalla á hér, heldur telst einfaldlega vera hluti fiskveiðistefnu ESB, sem vel að merkja er miklu meira en bara fiskveiðistjórnun. Þar er líka styrkja og stuðningskerfi, úreldingarkerfi og markaðsstuðningur, sem og kerfi sem greiðir sjómönnum lágmarksþóknun í þeirra vasa ef afli lendir í gúanói þ.e. minna en lágmarksverð fæst fyrir aflann. Hvert ríki sér um gæslu og eftirlit sinnar lögsögu sem undirstrikar að ríkið en ekki ESB á fiskveiðilögsöguna.


mbl.is Höfum sérstakra hagsmuna að gæta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með daginn

Valsól (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 15:16

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sömuleiðis

Helgi Jóhann Hauksson, 16.7.2009 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband