Hér má finna kjarnann í hruninu og spillingunni

Þetta er virkilega krípý birtingamynd hins spillta Íslands og tengsla æðstu embættismanna við þöggunina og aðförina að þeim sem reyna að draga huluna frá.

Ríkisskattstjóri sjálfur ásakar þann sem dregur fram mynd sem við eigum öll kröfu á að þekkja um upplýsingastuld - og blandar inn í málið alls óskyldum ávirðingum í hans garð um skil ársreikninga og fleira. Eins og FME gekk fyrr fram gagnvart blaðamönnum sem afhjúpa er hér sett fram alvarleg hótun  ríkisskattstjóra gagnvart öllum sem reyna að draga huluna frá.

Víst má telja að ef menn rekja sig til þess hver kippir hér í spotta þá finna þeir kjarnann í hinu gegnspillta Íslandi, hverjir eru þar gerendur og hverjir skósveinar.

Nákvæmlega sama gilti um aðför FME (Fjármálaeftirlitsins) að blaðamönnum og aðförinni að Kompás og að Kristni Hrafnssyni og rót þess að FME gerði það mál að sínu fyrsta forgangsmáli til beggja sérstöku saksóknaranna og að lögfræðingur FME vildi sérstaklega kosta kapps að láta á það reyna til hins ýtrasta, með allt hrunið enn órannsakað og óuppgert á sínum borðum.

Víst má telja að hér toga sömu öfl í þræðina og sá sem gæti rakið sig eftir þeim til upprunans finnur fyrir kjarnann í hruninu og hinu gegnspillta Íslandi


mbl.is Grunaður um upplýsingastuld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er þjóðinni nauðsyn að sem mest verði upplýst af því sem orsakaði hrunið og lögum verði komið yfir þá sem brutu þau. En í þeirri vegferð er það ekki í boði að brotin verði lög til að ná þeim tilgangi. Í því Íslandi sem nú skal byggja upp skal farið að lögum en ekki ”auga fyrir auga” eða að tilgangurinn helgi meðalið. Þeir sem líta svo á og jafnvel hvetja til þess að sneiða megi hjá lögum og stjórnarskrá til að ná ”heilögum rétti” þeim sem þeir telja sig og þjóðina eiga rétt á, verða ekkert betri en þeir sem verið er að reyna að koma lögum yfir. Spillingin sem talað er um skiptir þá bara um lið. Hverfur ekki.

Þetta sjónarhorn heyrist samt oft og það finnst mér ekki síður ”krípý”.

Að brjóta lög til að koma á lögum er ekki í boði. Þannig miðar okkur ekki áfram í átt að nýju Íslandi

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 07:47

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ekki hefur verið sýnt fram á hvorki með rökum eða naglföstum staðreyndum að nein lög hafi verið brotin við að upplýsa opinber og skráð viðskiptatengsl helstu gerenda viðskiptalífsins.

Persónuverndarlög áttu og eiga að vernda borgaranna fyrir afli þeirra voldugu og afli ríkisins til að höggva til þeirra með samtvinnunn viðkvæmra persónuupplýsinga. - Samt leyfir persónuvernd svarta lista og sölu á þeim viðkvæmu upplýsingum sem og öryggismyndavélar um allt samtengdar í aðalstöðvum lögreglu. - En nú er jarðaður listi yfir stjórnir og eigendur fyrirtækja hrunsins og hvernig þær stjórnir og eignir tengja þá saman.

- Hér er augljóslega búið að snúa persónuverndarsjónarmiðum á hvolf, gera þau að tæki í þága þeirra voldugu gegn almenningi.

Helgi Jóhann Hauksson, 18.9.2009 kl. 13:35

3 identicon

Þegar velt er við steinum þá flýtur skíturinn upp.

Málflutningur ríkisskattstjóra eru ósjálfráð viðbrögð glæpaklíkunnar við því þegar stigið er á aumar tær einhverra hagsmunaaðila sem ekki þola dagsljósið.

Ríkisskattstjóri er búinn að afhjúpa sig sem talsmaður glæpaklíkunnar, er rúinn öllu trausti og á að segja af sér án tafar.

Jónsi (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 15:33

4 identicon

Það er alþekkt íslensk ”rök”ræðuaðferð að menn búa sér til einhvern óskilgreindan rétt í nafni þjóðarinnar að upplýst verði um þetta og hitt, byggt á einhverri jafn loftkenndri kröfu sem við öll eigum að eiga sjálfsagðan rétt á. Og þegar / ef í ljós kemur að þessi sjálfsagði réttur þjóðarinnar var nú ekki fyrir hendi þá stendur Íslandingurinn Ragnar Reykás, íslenskastur allra Íslendinga, eftir í öllu sínu veldi berskjaldaður og bla.... bla.... blaðrar sig út úr bobbanum af sinni alkunnu snilld, enda margreyndur. Nú - eða bara þegir þunnu hljóði þar til næsta þjóþrifamál verður tekið fyrir og gamla bullið vonandi gleymt öllum.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband