Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Verðtrygging lána og verðtrygging launa - bæði eða hvorugt

Það er ekki hægt að slíta réttmæti verðtryggingar lána-skuldbindingu úr samhengi við sögu verðtryggingar launa-skuldbindinga.  Þess vegna ætti nú að láta lán almennings fylgja launaþróun. Lífreyrssjóðir þurfa heldur ekki annað en það, það tryggir þeirra fé í takt við skuldbindingar sjóðanna.

mynd_2007-06-23_16-31-34.jpgÍ umræðunni um verðtryggingu hef ég varið verðtrygginguna fram til þessa. Ég hef heldur reynt að benda á að ákvæði í lánum um breytilega vexti  auk verðtryggingar  ætti að taka út.


Nú finnst mér vera nýtt ástand hvað varðar verðtrygginguna sjálfa  sem kalli á algera endurskoðun málsins.

Verðtrygging var fyrst tekin upp á laun svo umsamin laun héldu verðmæti sínu, en ríkið hafði það orðið fyrir sið eftir hverja kararsamninga að fella gengið til þess eins eins og Hannes Hólmsteinn orðar það að lækka launin fyrir vinnuveitendur „án blóðsúthellinga“.

Víxlverkunin launa og verðlags varð allsráðandi vegna verðtryggingarinnar og verðbólgan varð 40-99%. Af þeirri ástæðu var loks verðtrygging sparifjár heimiluð með Ólafslögum 1979.

mynd_2007-09-30_15-38-22.jpgMeð þjóðarsáttinni 1986 var verðtrygging launa afnumin með loforðum um aðrar leiðir til að viðhalda kaupmætti.

Það var líka sagt að þegar verðbólgan hefði verið eins stafs tala í 12 mánuði myndi ákvæði um breytilega vexti verða bannað á verðtryggðum lánum.  Enn lifa þó bæði, breytilegir vextir og verðtrygging á lánum - trúlega vegna viðvarandi vantrausts á krónuna

Í ljósi sögu tengsla verðtryggingar lána við verðtryggingu launa er ótækt að nú skuli verðtrygging lána og gengistrygging lána meira en tvöfalda greiðslubyrði þeirra á sama tíma og laun standa í stað og þúsundir missa vinnuna.

- Það er ekki hægt að slíta réttmæti verðtryggingar lánaskuldbindingu úr samhengi við sögu verðtryggingar launaskuldbindinga.

Þess vegna á nú að láta lán almennings fylgja launaþróun, í raun var það fyrirheitið sem gefið var þegar verðtrygging launa var afnumin, það er samt íþyngjandi fyrir launafólk í heild því margir eru að missa vinnuna.


Fullvalda með útlenskan kóng og utanríkismál hjá Dönum

Íslenskir þjóðernissinnar rangfæra ótrúlega margt til réttlætingar útlendingafordómum sínum í garð Evrópubúa.

-sigurgledi_i_paris_1273.jpgMegin þema þjóðernissinnaðra andstæðinga ESB er tvö, það fyrra að útlendingar/Evrópubúar hafi illan ásetning í garð Íslands; og hitt er að Íslendingar sem vilji föst samskipti við Evrópu hafi í raun ásetning um að selja landið sitt ef ekki að gefa það (vondum) útlendingum. Margskonar tilbrigði við þessi einföldu áróðursstef útlendingahaturs og þjóðernishyggju eru svo sungin í hvert sinn sem orðað er að Ísland ætti að eigi samskonar tengsl við fullvalda og sjálfstæðar þjóðir Evrópu og Danir, Svíar og Finnar hafa, þ.e. ganga í ESB.

Þetta eru einnig nákvæmlega sömu stefin og voru sungin fyrrum. Hvort sem er við inngöngu í EFTA, EES eða í þeim miklu deilum þegar lagður var símastreng yfir hafið frá Íslandi til Evrópu 1904 (ef ég man árið rétt). - Þessi söngur hefur alltaf mikil áhrif því enginn vill jú vera talinn ætla að svíkja land sitt í hendur ræningjum.

city0115.jpgMest ber á staðhæfingum um að með ESB-aðild værum við að afsala okkur „fullveldinu“ og sjálfu sjálfstæði þjóðarinnar (eins og áður). Foringjar þjóðernissinna til hægri og vinstri þ.e. bæði þess hóps sem fylgir Davíð Oddssyni og þjóðernissinnans Steingrími J Sigfússonar eru þó vel upplýstir og menntaðir menn og vita best hve röng og villandi þessi staðhæfing er. Þeir vita vel að ESB er samtök sjálfstæðra og fullvalda Evrópuríka og að öll aðildarríki ESB eru óvefengjanlega fullvalda og sjálfstæð bæði að þjóðarrétti og í augum umheimsins og þjóðanna sem ríkin byggja. Þeir vita líka vel að enginn getur átt samfélag við aðra án þess að deila með því samfélagi einhverjum ákvörðunum og um leið að fá hlutdeild í miklu fleiri ákvörðunum. Og að enginn í mannheimum er neitt einn, hvorki þjóð eða einstaklingur.

Þeir vita líka að þrátt fyrir allt er umfang ESB ekki meira en svo að það veltir um 1% af þjóðarframleiðslu ríkjanna og skilar þar af strax 50% til niðurgreiðslum landbúnaðarvara og svo stórum upphæðum til byggða-, vísinda og mennta.

1918: „Fullvalda“ með útlenskan kóng og utanríkismál í höndum annarar þjóðar

Folk_0114Þessir upplýstu en öfgafullu(1) þjóðernissinnar vita manna best að íslensk þjóð taldist „fullvalda“ frá og með 1. desember 1918 ...  - en réð þá samt engu um utanríkismál sín sem voru í höndum Dana og höfðu útlenskan kóng sem að stjórnarskrá skyldi staðfesta eða hafna lögum Alþingis.

Þ.e. óumdeilt er að við urðum fullvalda þennan dag en langur vegur var að við teldumst þátttakendur á skákborði heimsins eða sjálfstæð og fullvalda í þeirri merkingu sem við nú teldum hæfa.

Önnur mjög alvarleg skröksaga þjóðernissinna er að eignaréttur á orkuauðlindum Íslands sé í hættu með ESB-aðild þó vita þessir menn vel að ESB hefur almennt ekkert með auðlindir ríkjanna að gera hvað þá að bandalagið hafi nokkru sinni ásælst eignarétt eða nýtingarétt orkuauðlinda ríkjanna eða arðinn af þeim eða annarra auðlinda þeirra

Um fiskveiðar vita þjóðernissinnarnir líka vel að stjórn fiskveiða var og er umhverfisverndarmál í þeim skilningi að frá 1906 hafði verið reynt að koma á sameignlegri stjórn fiskveiða úr sameiginlegum fiskistofnum ríkjanna við Norðursjó. Fiskistofnar virða ekki landamæri og lögsögumörk sama hvað predikað er yfir þeim, en þörf fyrir vernd þeirra var og er rík svo til varð „sameiginlega fiskveiðistefnan“ CFP undir þemanu: „sameiginlegt vandamál krefst sameinilegra lausna“. Hluti af lausninni er að mismundandi reglur og stjórnkerfi gilda á ólíkum hafsvæðum til að ná þessu verndarmarkmiði. Þannig gildir annað stjórnkerfi á Miðjarðarhafinu og í Eystrasalti en á Norðursjó. Þ.e. „sérstakar aðstæður krefjast sérstakra lausna“ og að „hverja ákvörðun skal taka eins nærri vettvangi og unnt er“. Þessa vegna hafa þar lengst af stjórnað fiskveiðum Eystrasaltsráð í Eystrasalti og Miðjarðhafsráð í Miðjarðarhafi. OG  eyjur Frakka í Karabískahafinu sem teljast aðilar að ESB annast sína fiskveiðistjórnun án afskipta ESB. Stífni um fiskveiðistefnuna og meginreglur er stífni um verndarmarkmið hennar, ótrúlega margir aðilar í hverju landi vilja á hverju ári fá undanþágu fyrir sig til að veiða meira og vernda minna. Þeir félagar Davíð Oddsson, Steingrímur J Sigfússon og Styrmir Gunnarsson vita vel að það þarf ekki undanþágur fyrir Ísland til að semja um fiskveiðar fyrir Ísland eða að allar veiðar á Íslandsmiðum verði á höndum Íslendinga, heldur þekkingu og góða röksemdarfærslu til að draga fram eigin reglur ESB og rétt fordæmi sem best henta Íslenskum aðstæðum og hagsmunum, auk þess er ekki ágreiningur við ESB um verndarmarkmið - er það nokkuð?  Mantran: „engar undanþágur fást“ er því í senn villandi og merkingarlaus, fyrir utan að hún er röng.

Í tilefni fullveldisdagsins og ástandsins ættu allir að byrja segja satt, í það minnsta eins satt og þeir geta - líka öfgafullir þjóðernissinnar sem berjast gegn aðild að ESB. 

(1) Ég kalla þá öfgafulla þjóðernissinna sem endurtekið rangfæra um grundvallaratriði í þágu þjóðernishyggjunnar þó ljóst megi vera að þeir vita betur.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband