Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Mál hafa þróast þannig í Bandaríkjunum við val forsetaframbjóðenda að allar mögulegar niðurstöður við kjör forseta úr þessu tel ég mikil og góð tíðindi og stórkostlega framför frá því ástandi sem verið hefur. John McCain, Hillary Clinton og Barach Obama eru allt slíkir úrvals kostir að ég yrði fullsáttur við hvert þeirra sem er og það þó þau keppi ekki öll fyrir sama flokk.
Fyrir utan að John McCain er einstakur mannvinur á mælikvarða Republicana og alger andstæða núverandi forseta þó hann tilheyri sama flokki. Þá er ekki verra að McCain er einn þeirra sem hafa heimsótt okkur íslendinga heim og látið hlý orð falla í okkar garð. Reyndar kom hann hér líka á sínum tíma einmitt í fylgd Hillary Clinton vegna loftslagsnefndar sem þau sitja í saman en þau lýsa sér sem góðum vinum, og það var reyndar þá sem maður Hillary hann Bill kom til móts við þau hingað til Reykjavíkur og keypti sér pulsu á Bæjarins bestu og lenti í hjartaáfalli nokkrum dögum eftir pulsuna. Þannig að Hillary er líka Íslands-vinur.
Mikið ævintýri er í uppsiglingu ef annað þeirra og þá hvort sem er Hillary Clinton eða Barach Obama yrði kosið forseti fyrir Demókrata -eða jafnvel þau saman sem forseti og varaforseti.
Svo þannig stefnir um prófkjör í Bandaríkjunum að mér lýst sérlega vel á öll líklegustu forsetaefnin hjá báðum flokkum.
![]() |
Spennandi forkosningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Þriðjudagur, 5. febrúar 2008 (breytt 10.2.2008 kl. 17:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef séð það gerast nokkrum sinnum í gegnum tíðina að ef ungir menn ná of bröttum frama og athygli í stjórnmálum þá er eins og gefið sé opinbert veiðileyfi á þá í samfélaginu, í fjölmiðlum og í þeirra eigin flokkum og bókastaflega ráðist á þá úr öllum áttum og loks klipptir fæturnir undan þeim úr návígi innan þeirra eigin flokks.
Það er að sönnu sagt að nýir vendir sópi best og á vel við um unga stjórnmálamenn - en það fylgir því að vera ungur að skorta reynslu. Þegar víða er stígið niður fæti er óhjákvæmilegt að ungir óreyndir menn misstígi sig af og til - nóg til að úlfar og hýenur sem elta í slóðina geta með eljuseminni og einbeittum vilja fundið veikleika ungu mannanna og ráðist til heiftúðugra árása. - Fáir þola margar slíkar atlögur. - Ég held að Björn Ingi hafi verið mjög efnilegur stjórnmálamaður og ekki haft aðra galla en þá sem eldast af honum þ.e. ungan aldur og reynsluleysi. Hann stóð sig ótrúlega vel undir mjög hörðum árásum en ég skil líka vel að hann sitji ekki undir þeim endalaust.
Ég held t.d. að Björn Ingi hafi ekki tamið sér að talað illa um aðra í fjölmiðlum.
Þá kalla ég það heldur ekki að tala illa um aðra að tjá þá skoðun sína innanbúðar við aðra flokksmenn að einhverjir hafi ekki kjörþokka, það er ekki margt sem flokksmenn mega spekúlera ef þeir geta ekki velta því fyrir sér.
Stjórnmál og samfélag | Fimmtudagur, 24. janúar 2008 (breytt kl. 02:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Æi! Sigursteinn þetta var óþarfi. Fáir menn búa yfir jafn snarpri greind og Sigursteinn Másson en fáa menn skortir eins félagsfærni og Sigurstein Másson. Sigursteinn er stórbrotinn og býr yfir stórum kostum en líka stórum göllum t.d. þeim sem hér birtist, að rjúka á dyr þegar hann fær ekki sjálfur að handvelja alla, hvern og einn einasta í stjórn Brynju. Hann var ófáanlegur um að einn einasti frá fyrri stjórn sæti áfram. Samt var bæði verið að skipta um framkvæmdastjóra og fulltrúa félagsmálaráðuneytisins í stjórn Brynju og svo einnig þessa 4 fulltrúa ÖBÍ. Og hann var einnig ófáanlegur til að leyfa kosningu á milli nafna eins og tíðkast hjá ÖBÍ Heldur aðeins allan pakkann. Það var því óhjákvæmilegt að annar yrði settur saman og boðinn fram.
Þannig vill til að ég er einn þeirra 16 á aðalstjórnarfundi ÖBÍ sem greiddi atkvæði með nú nýrri stjórn Brynju og studdi því ekki þann lista/pakka sem Sigursteinn vildi. En Sigursteinn Másson var ekki í kjöri hér.
Vel að merkja þá rekur Brynja tvöfalt fleiri leiguíbúðir en t.d. Kópavogsbær.
Frá minni hálfu hefur þetta mál eða önnur sem ég hef komið nálægt hjá ÖBÍ á engan hátt snúist um nafnið Sigursteinn Másson heldur um grundvallaratriði, málefni, upplýsingar og rök.
Sigursetinn Másson vildi einn ráða öllum mönnum í stjórn Brynju húsfélags sem stofnað var af frumkvöðlum ÖBÍ við lítil eða engin efni þar sem frumkvöðlarnir tóku sjálfir persónulega ábyrgð, og til að þjóna sem flestum með sem lægst leigugjald voru íbúðir hafðar smáar. Þó nú sé verkefnið að færa Brynju til nútímans þá verða ekki til jafn margar en miklu stærri og betur búnar íbúðir nema með miklu nýju fé, hinn kosturinn væri að selja margar litlar og lélegar íbúðir en kaupa miklu færri, stærri og betri íbúðir sem þá þörfnuðust hærri leigu til samræmis.
Aðalstjórn ÖBÍ velur fjóra menn í stjórn Brynju en ráðherra velur einn. Sigursteinn sætti sig á þessum fundi ekki við neitt annað en að ráða sjálfur öllum 4 fulltrúum ÖBÍ allt eða ekkert ekkert minna en það kom til greina frá hans hálfu og öllum málamiðlunum var hafnað þar á meðal að kjósa á milli nafna eins og tíðkast hjá ÖBÍ en ekki bara allan pakkann/listann. Fyrst engar málamiðlanir voru í boði valdi aðalstjórn því stjórn sem saman stóð af tveimur síðustu formönnum ÖBÍ á undan Sigursteini og tveimur vel menntuðum og mætum konum.
Skýrar og ítrekaðar óskir höfðu komið fram í aðalstjórn um að bætt yrði við nöfnum og kosið milli nafna en ekki lista en listakosning hefur ekki tíðkast hjá bandalaginu. Einnig að innri reynsla og þekking yrði varðveitt milli stjórnartímabila með því a.m.k. einn úr gömlu stjórninni sæti áfram. Ekki síst þar sem þegar var væntanlegur nýr framkvæmdastjóri og nýr fulltrúi ráðherra. En öllu slíku var alfarið hafnað af Sigursteini. Því var óhjákvæmilegt að annar listi yrði settur saman sem svo var kosinn.
![]() |
Sigursteinn segir af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Sunnudagur, 13. janúar 2008 (breytt kl. 21:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Krían er skyndilega hætt að verpa á Sv horninu. En nú finnst mér Það ekki síður merkilegt að finna vart þresti á reyniberjatrjám borgarinnar í haust til að ljósmynda. Í október undanfarin ár hef ég ár skimað eftir fallegum
þröstum við berjaát á reyniberjatrjánum fyrir myndefni - en viti menn þrestir sjást varla á höfuðborgar- svæðinu þetta haust - og heldur ekki starrar, vart lóur og jafnvel gæsir eru miklu færri en venjulega.
Hvað spörfuglana varðar er vart hægt að kenna um ætisskorti þar sem berjatré eins og reynitrén eru hlaðin berjum sem aldrei fyrr. Mér tekst hinsvegar vart að finna þresti í berjatrjám í haust - og reyndar heldur ekki aðra fugla.
Auðnutittlingar eru í grenitrjám í Fossvogskirkjugarði og éta fræin innan úr gernikönglum og þar er svo sem eitthvað líka af öðrum spörfuglum svo sem þröstum en ótrúlega lítið miðað við það sem þar er venjulega á haustin.
Jafnvel mávar
sem venjulega sitja á hverjum staur í mínu hverfi á haustin sjást ekki í haust, og
gæsirnar koma ekki á túnin hér eins og venjulega. - Hvað ætli sé að gerast?
Hefur verið gripið til of harkalegra aðgerða til að fæla mávana frá svo aðrir fuglar hafi fælist líka? -eða er eitthvað að gerast í náttúrunni sem við áttum okkur ekki á? - Hver veit svo sem? Gaman væri að fá skoðanir annarra um þetta.
Stjórnmál og samfélag | Laugardagur, 20. október 2007 (breytt kl. 22:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)

Ekki vegna þess að ekki hafi birt af degi vikurnar sem sólar naut ekki við því vissulega birti af degi þá daga líka - en þorpið féll í skugga fjallanna og það sá ekki til sólar. Vart getur yndislegri dag en þann þegar sólar nýtur á ný í skammdeginu þó aðeins sé nokkrar mínútur.
Nú segja byggingameistarar og skipulagsyfirvöld í Kópavogi að skuggar skipti ekki máli þann helming ársins sem sól er lægst á lofti, að sólin sé einskis virði á haustin og veturna. Þeir ættu kannski að spyrja þá sem ekki njóta sólar vikum og mánuðum saman hvers virði þeim finnst sólin þegar hún birtis á ný.
Við Kópavogsbúar verðum að spyrja okkur í haust og vetur þegar sólar nýtur milli langra skugga fagra daga hvort okkur finnst þær stundir einskis virði.

Ef byggingayfirvöld í Kópavogi taka að heimila breytingar á skipulagi gróinna íbúðasvæða og jafnvel taka áður frátekna græna reiti undir háhýsabyggð þá getur hver sem er átt von á því sama í sinn bakgarð yfir sitt heimili.
Samkvæmt svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins er gert ráð fyrir að Kópavogsbúar verði 28 þúsund árið 2012 en aðeins 27 þúsund árið 2024, þ.e. að Kópavogur sé nú að verða full byggður. Bæjarstjóri okkar lýsti því hinsvegar nýlega að hann stefndi að því að Kópavogsbúar yrðu 50 þúsund innan 10 ára eða nær tvöfalt fleiri.
Þar sem byggingaland Kópavogs er að verða full nýtt verða Kópavogsbúar að spyrja sig hvar bæjarstjórinn ætlar að koma fyrir nærri tvöföldum þeim íbúafjölda sem svæðisskipulag gerir ráð fyrir. Það er aðeins hægt með því að nema land innan um gróna byggð undir þétta háhýsakjarna. Öðruvísi getur bæjarstjórinn vart séð slíka fjölgun fyrir sér. Þá er ekki öll sagan sögð því það á að byggja enn örar upp atvinnuhúsnæði en íbúðarhúsnæði.
Það er því aðeins kímsproti af þessari stórbrotnu sýn bæjarstjórans sem birtist okkur nú í 20 hæða húsi við Smáratorg og öðru viðlíka við Smáralind og fram komnum tillögum um 30 hæðir og 40 hæðir í næsta nágreni í Kópavogsdal.
Þeir Kópavogsbúar sem háð hafa sína baráttu undanfarið víðsvegar um bæinn gegn yfirgangi lóðabraskara og byggingaverktaka hafa gefið okkur innsýn í það á hverju við eigum von næstu ár.
Það verður að teljast ósennilegt að bæjarbúar hvar í flokki sem þeir standa láti þetta yfir sig ganga nú þegar þeir sjá að þeirra heimili getur fallið í skuggann næst. Það er því spurning hvort bæjarfulltrúar ætli að standi í lappirnar hér og nú eða hvort þeir séu að bíða eftir einskonar uppreisn íbúanna?
Ef fer sem horfir verður ekki aðeins á Vestfjörðum haldin hátíð þegar sólar nýtur á ný eftir dimmasta skammdegið heldur verður ekki síður sólarhátíð í Kópavogsdal þegar sólin loks gægist aftur upp fyrir háhýsafjöllin eftir sólarlausan vetur.
Stjórnmál og samfélag | Föstudagur, 19. október 2007 (breytt kl. 23:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Það eru því fullar forsendur fyrir hvaða Kópavogsbúa sem er til að senda inn andmæli á skipulag@kopavogur.is Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum er allstaðar bæði á Íslandi og Evrópu verið að færa hafnarstarfsemi fyrir skip út fyrir byggð ef hægt er - nema í Kópavogi þar sem verið er að byggja hana upp inní byggð. Stækkun hafnarsvæðisins skerðir því lífsgæði í Kópavogi. Meira má sjá um efnið á www.karsnes.is
Þetta þarf ekki að vera flókið ein setning gerir gagn. Munið að taka fram að verið sé að mótmæla stækkun hafnarsvæðisins á Kársnesi og setjið undir fullt nafn heimili og kennitölu.
Stjórnmál og samfélag | Föstudagur, 31. ágúst 2007 (breytt 20.10.2011 kl. 03:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um hádegisbilið gengu fulltrúar íbúasamtakanna Betri Nónhæð á fund bæjaryfirvalda í Kópavogi til að afhenda þeim undirskrifuð mótmæli um 600 íbúa auk velunnara leiksskólans Arnarsmára, alls 650. Því miður sá Gunnar I Birgisson sér ekki fært að veita þeim viðtöku en vísaði á skipulagsstjóra Smára Smárason.
Auk undirskrifta kosningabærra íbúa hverfisins voru færð hugnæm skilaboð frá börnum á leikskólanum Arnarsmára.
Texti undirskriftalistanna var svohljóðandi:
Mótmæli vegna breytinga á skipulagi
Nónhæðar og Arnarsmára 32
Við undirrituð, íbúar Smárahverfis ofan Fífuhvammsvegar, mótmælum eindregið fyrirætlunum um breytt aðalskipulag fyrir Arnarsmára 32 og Nónhæð (Arnarsmára 36). Við krefjumst þess að áfram verði gert ráð fyrir að svæðin þjóni fyrst og fremst íbúunum m.a. með görðum og grænum svæðum í anda þess sem heitið var þegar hverfið var skipulagt í upphafi.
Stjórnmál og samfélag | Mánudagur, 20. ágúst 2007 (breytt kl. 20:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Íbúar á Nónhæð vilja að bæjaryfirvöld standi við fyrirheit sín úr staðfestu aðalskipulagi og staðfestu deiliskipulagi (nóv 1991) um grænt opið svæði á Nónhæð í framhaldi af "græna geiranum", gönguleiðinni upp hverfið, og gangi frá útivistarsvæðum og görðum eins og ráð var fyrir gert. Hvort húsið á miðjum reitnum verður kirkja, náttúrufræðisetur, einfaldur útsýnisturn eða eitthvað annað viðeigandi og fagurt er aukaatriði.
Það á enginn rétt á að kaupa slíkan reit til þess eins að heimta að fá að breyta skipulagi hans og setja ofaní hann 18.000 fermetra 2ja hæða bílakjallara og uppúr honum 230 íbúðir í háhýsum upp í loftið. - Og svipta þannig hverfið lífsgæðum sem heitið var og ráð var fyrir gert frá því fyrstu frumbyggjar hverfisins keyptu þar sínar lóðir, og svipta jafnframt Kópavogsbúa möguleika á samfellu í keðju útivistarsvæða sinna og gönguleiðum (sbr skýringar á korti).
Stjórnmál og samfélag | Föstudagur, 17. ágúst 2007 (breytt 19.8.2007 kl. 03:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mörgum til mikillar undrunar auglýstu KS-verktakar með hálfsíðu auglýsingu í Morgunblaðinu í gær með mynd af bákninu á Nónhæð, "þitt álit skiptir máli" sem auðvitað er alveg rétt hjá þeim, en engan grunaði að þeir væru beinlínis hreyknir af steypubákninu sem þeir vilja setja á og ofaní Nónhæð, auk þess sem það eru í það minnsta að nafninu til bæjaryfirvöld sem eru að kynna íbúum skipulagshugmyndir "sínar" og leita eftir áliti íbúanna. Í auglýsingunni segir að "réttar upplýsingar" sé að finna á heimasíðu verktakanna www.ksverktakar.is.
Fyrir það fyrsta verður að taka fram að íbúar taka nú afstöðu til tveggja reita sem liggja saman á Nónhæð þar sem bara annar er á vegum KS-verktaka, þ.e. Arnarsmári 36 en hinn er hugmynd um 8-9 hæða hús á Arnarsmára 32. - KS-verktakar sýna ekki það hús á sínum líkönum þó því hafi verið lofað á fundi með íbúum í Smáraskóla í lok júni að fella saman þessi tvö líkön og sýna heildar útkomuna.
Þá um "réttar upplýsingar". Það virðist vera orðið sérstakt fag hjá einhverjum verkfræðingum að fela hús á tölvulíkönum sem felld eru að ljósmyndum og videomyndum. Það er t.d áberandi hve þeir nota vítt sjónarhorn með nýbyggingarnar/tölvulíkanði fjærst og smæst. Þá var það t.d. sláandi þegar upplýsingar voru lagðar Kársnesbúa að hærri hús voru jafnan sýnd bera bak við há tré og tölvugerði hlutinn er hafður gráblár svo hann skeri sig lítt frá hafinu þó húsin klippti sjávarsýnina í burtu (sjá myndina).
Það eru örugglega mætustu menn sem standa á bak við KS-verktaka, ég kann engin deili á þeim, en ég kannast við skakkar upplýsingar þegar ég sé þær. Og vídeóin þeirra á heimasíðunni (hér) eru skakkar upplýsingar - og vart upplýsandi.
Vítt sjónarhorn og mikil fjarlægð frá húsunum gerir myndirnar strax marklausar. Vínkillinn er svo víður að ómögulegt er að sjá hvort raunhæft sé að t.d. 6 hæða tölvugert hús sé sýnt minna en raunverulegt 3ja hæða hús sem stendur þó beint á móti (Nónhæð Gbæ). - Svona upplýsingar eru marklausar og villandi ef ekki rangar.
Geta þessi hlutföll staðist?
Hér að neðan er svo smá greining á "upplýsingum" í vídeói KS-verktaka, (vídeóið sjálft er hér) .
Geta þessi hlutföll staðist?...
... annað dæmi úr sama vídeói KS-verktaka ... þau eru reyndar öll sama marki brennd:
Þrívíddin er notuð til að blekkja
Þrívíddin er notuð til að láta húsin nánast hverfa. Á skjá eða á prenti er hlutfallslegur samanburður nauðsynlegur og miklu meira upplýsandi. Til þess þurfa hlutfallslegar fjarlægðir að vera augljósar og best að geta haft sömu fjarlægð til samanburðarhæfra stærða.
Því fann ég sjálfur mynd sem ég á af hverfinu og tók þar blokk sem er til staðar fyrst óbreytt og fjölfaldaði svo hæðirnar þannig að hver hæð er eftir sem áður jafn stór og fyrr svo hlutfallsega réttur samanburður fengist á sama hús mis hátt og við önnur hús í hverfinu. Hver hæð er jafn stór og fyrr en þeim er bara staflað upp.
Auðsjáanleg hlutföll eru nauðsynleg
Smellið á myndir og svo aftur til að stækka og skoða betur.
Stjórnmál og samfélag | Föstudagur, 17. ágúst 2007 (breytt 19.8.2007 kl. 03:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bæjarstjórinn gerir ekkert einn. Þeir bæjarfulltrúar sem samþykkja eða sitja hjá gera honum það kleift og bera ábyrgðina - sendið þeim tölvpóst og bréf og bendið á að betur verði fylgst með hverjir samþykkja og sitja hjá við afgreiðslu illa ígrundaðra og vafasamra mála sem "braskarar" en ekki bæjaryfirvöld bera fram. Þeir hljóta að vakna og ræða málin í sínum hópi ef nægilega er ýtt við þeim.
Gunnar Birgisson er sjálfum sér samkvæmur - hann vill byggja og vill byggja mikið og hratt. Það er það sem Gunnar stendur fyrir og kann vel og allir hafa vitað lengi. -Og hann hefur komið mörgum mikilvægum hlutum í verk.
Þegar honum hinsvegar sést ekki fyrir og lítur ekki upp og sér því ekki heildarmyndina og hagsmuni núverandi Kópavogsbúa í ákafanum við að byggja undir nýja Kópavogsbúa, þá ber hver og einn fulltrúi í bæjarstjórn sem ekki hefur tekið skýra afstöðu gegn málinu og greitt atkvæði í samræmi við það fulla ábyrgð.
Þó Kópavogsbúar hafi kosið að virkja aflið í Gunnari þá verða bæjarfulltrúarnir og félagar hans að hemja það þegar það fer úr böndum og stýra því í réttan farveg. E.t.v. var það mikilvægasta hlutverk Sigurðar heitins Geirdal að hemja náttúraflið Gunnar I Birgisson svo best nýttist í þágu Kópavogsbúa, en íbúarnir þurfa að minna bæjarfulltrúana á að þeir bera ábyrgðina og geta ekki lengur falið sig bak við bæjarstjórann.
![]() |
Kópavogshöfn verður ekki stækkuð gegn vilja íbúanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Fimmtudagur, 16. ágúst 2007 (breytt kl. 22:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)