Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

... trúir þú á álfa- og Huldu- sögur?

Efst á Nónhæð er í aðalskipulagi bæjarins merkt álfabyggð, nú á að grafa þar niður 18.000 fermetra bílakjallara þ.e. nærri jafnstór og Kringlan var upphaflega, og uppúr henni eiga rísa 14 og 12 hæða turnar. Er hægt að fara verr með byggð álfa og huldufólks en það?

 

Folk_Fj_17Juni_0148Efst á Nónhæð í Kópavogi hefur verið gert ráð fyrir opnu grænu svæði til útivistar og bænahúsi frá því þetta svæði kom fyrst í alvöru inn á aðalskipulag Kópavogsbæjar. Þegar skipulag annarrar íbúðabyggðar á Nónhæða var kynnt með bæklingi til að selja þar lóðir uppúr 1990 var sérstaklega mikið gert úr undurfögru  tilbeiðslu- og bænahúsi sem ætti að vera þar og græna svæðinu þar í kring, í litprentuðum bæklingi Kópavogs um útivistarsvæði sem má nálgast á heimasíðu skipulagsdeildar bæjarins er enn mynd af þessu húsi og áréttað um útivistarsvæðið. Þar kemur einnig fram að langmestur meirihluti Kópavogsbúa notar útivistarsvæði bæjarins oftar en vikulega og helst þau sem eru næst heimili þeirra.

Þettni byggdarÞessi úrklippa hér til hliðar er úr skýrslu Kópavogsbæjar með aðalskipulagi 2000-2012.
Við gerð aðalskipulags Kópavogs 2000-2012 eru merktar inn hvar eru álfa- og vættabyggð í Kópavogi og þar er ein merkt á opna svæðinu á Nónhæð, þar er einnig áréttað að þessi reitur sé frátekinn fyrir opið svæði, einnig kemur fram með greinagerð um íbúðabyggðir að Nónhæð er þá þéttbýlasta svæði Kópavogs. Nónhæð var árið 2000 meira en þrefalt þéttbýlli en Kársnesið og tvöfalt þéttari en Fossvogurinn (sjá textamynd úr aðalskipulagi Kópavogs) Þó eru öll opin svæði meðtalin í Nónhæð en undanskilin í meðaltali hinn svæðanna. Þá kemur fram í skýrslunni að 2/3 hlutar Kópavogsbúa stunduðu atvinnu utan Kópavogs og því þyrfti að byggja upp athafnsvæði fremur en íbúðasvæði. Samt er íbúum Nónhæðar nú selt það sem rök fyrir blokkamassa á græna svæðinu að svæðið sé ekki nógu þéttbýlt og einnig að eftir svo mikla uppbyggingu athafnasvæða í nágrenninu verði að byggja meira íbúðarhúsnæði á móti. Þ.e. í aðalskipulagi voru það rök fyrir mikilli uppbyggingu athafnsvæða að atvinnusvæði skorti á móti íbúðabyggð en nú eru það rök að atvinnuhúsnæði sé orðið svo mikið á svæðinu að það verði aftur að auka íbúðabyggð á móti - þó svo taka þurfi undir hana úr aðalskipulagi grænt opið svæði og moka í burtu álfabyggð Shocking

Mynd_2007-07-02_17-51-41- Kópavogsbær hefur kosið að gera ekkert fyrir opna svæðið á Nónhæð árum saman og láta það liggja í fullkominni órækt, og nú notar skipulagsstjóri Kóp óræktina sem Kópavogsbær hefur stofnað til sem rök fyrir því að leyfa allt aðra notkun en var þar fyrirhuguð og merkt á skipulagi þegar verktakinn sem nú vill byggja keypti lóðina. Það er engin ný uppgötvun að eitthvað þurfi að gera fyrir svæði svo það verði vel nýtt útivistarsvæði, þannig er um öll útivistarsvæði.

Þarna er einnig afar eftirsóknavert útsýni sem annað hvort er hægt að opna öllum eða selja fáum, en skipulagsstjóri sagði um útsýni á fundinum með okkur að hann ætlaði ekki að segja hvað sagt væri um þá sem keyptu útsýni (sbr hljóðskrána hér til hliðar) en um þá sem seldu útsýni væri sagt að þeir væru snillingar Woundering.

Sá sem keypti land skipulagt sem opið svæði með bænahúsi í annars grónu hverfi á ekki kröfu á að gera þar neitt annað en það að byggja bænahús og sjá til þess að gengið sé frá opna svæðinu. Bæjaryfirvöld halda því fram að réttur lóðaeiganda sé mikill í Kópavogi (-meiri en lífsgæði íbúanna sem búa fyrir?) og þessvegna sé ekki hægt að neita þeim sem keypti opið svæði að byggja þar íbúðamassa.  Samt vita allir að venjulegir íbúar sem ekki eru stórverktakar þurfa að sæta ótrúlegustu skorðum við minniháttar breytingum, t.d. er í Mogganum sl. sunnudag undir "Ummæli vikunnar" á bls 20 er vitnað í lögfræðing Ríkeyjar Pétursdóttur sem í 4 ár hefur barist fyrir því að fá að hafa einn hárgreiðslustól heima hjá sér án breytinga á húsi eða lóð, en fær alltaf synjun. "Aldrei séð annað eins á ævi minni" segir lögfræðingurinn um framkomu Kópavogsbæjar og þrjósku.
Mynd_2007-07-02_17-06-28Réttur lóðareiganda til breytinga er auðvitað ekki meiri en bærinn veitir - og sá sem tekur þá áhættu að kaupa grænt svæði og vill byggja þar dýr íbúðarhús í stað útivistarsæðis íbúa og moka í burtu heilli Kringlu af jarðvegi fyrir bílakjallara, á engan rétt til annars en bænahússins og útivistarsvæðisins sem skipulagið gerði ráð fyrir. - Það er reyndar útaf fyrir sig rannsóknarefni hvers vegna menn taka yfir höfðu slíka áhættu og leyfa sér svo að gera kröfu á íbúa Kópavogs um að þeir uppfylli fyrir þá gróðavonina á kostnað lífsgæða sinna. Mynd_2007-07-02_15-53-18

 NonhaedBaenahus2


mbl.is Vilja ekki að háhýsi rísi á Nónhæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skelfileg skipulagsmistök yfirvofandi á Nónhæð í Kópavogi


Setja á massa af allt að 14 hæða húsum uppá Nónhæð í stað lítils bænahúss og opins svæðis. (Smellið á myndir til að stækka og svo enn til að stækka meira)NonhaedBaenahus2

 

 

Nónhæð_ljósmG7B

 

Í dag kl 17.30 þann 28. júní 2007 verður haldinn opinn fundir í Smáraskóla í Kópavogi vegna kynningar á nýju deiliskipulagi fyrir efsta hluta Nónhæðar. Á reit sem Baháar áttu og ætluðu að reisa þar tilbeiðsluhús með opnu svæði í kring. Þannig hefur þessi reitur verið á skipulagi Kópavogs frá því skipulag Nónhæðar var fyrst kynnt fyrir nær 20 árum.  Nú á að kynna nýtt skipulag  fyrir Arnarsmári 32 (bensísntöðin) og nýja götu sem fær nafnið Nónhæð með  allt að 14 hæða íbúðarhúsum og alls um 220 íbúðum á þessum litla reit og undir allri lóðinni verður tvöfaldur bílastæðakjallari, þ.e. hvergi verður stígið á náttúrulega jörð innan lóðarinnar nema með tvær steinsteypuhæðir undir fótum sér.

Nónhæð_ljósmG7BcSvo þétt og hátt á að byggja þarna að samkvæmt skuggalíkönum skín sólin nær aldrei á þau svæði þar sem börn gætu mögulega leikið sér við húsin og umferð og átroðningur um þetta kyrrláta hverfi í heild mun margfaldast.
Öll lóðin verður ofaná steinsteyptu neðanjarðarbílastæðahúsi eins og Kópavogur eigi svo góða reynslu af slíku. Í samanburði við Hamraborgina á hæðinni hinum megin við Kópavogsdalinn mun hún þó vera safn smáhýsa miðað við þetta. Öll þök eiga að vera flöt og þar með er stærsta húsið hærra en hæsta Gullsmárablokkin niðr í Kópavogsdalnum sem 13 hæðir með efstu hæðir innundir hallandi þaki.

Mynd_2007-06-23_16-35-26Ekki er haft fyrir því að senda upplýsingar til íbúanna með fundarboðinu og göng komu fyrst á vef Kópavogsbæjar í gær. Þar má sjá að þó þessi hús séu sett efst á hæðina og myndir úr þrívíddar tölvulíkönum settar inn í töllöguna er hvergi sýnt hvernig þetta mun bera við himinn heldur alltaf sýnt úr lofti með aðra byggð í bakgrunni - auðvitað til að vekja ekki athygli á hvernig þetta mun gnæfa upp úr byggðinni, því eftir að svona efni hefur verið sett í þrívíddarlíkan er fátt einfaldara en að snú því á alla kannta þar á meðal að sjá hvernig það lítur út frá sjónarhóli venjulegra manna með báða fætur á jörðinni.

Nónhæð_ljósm6Eitthvað alvarlegt er að afgreiðslu í skipulagsnefnd og bæjarstjórn í þessu máli. Ekki er að sjá að Samfylkingin hreyfi neinum andmælum við þessu og bókað er að fulltrúi Samfylkingar í skipulagsnefnd víkur hvert sinn af fundi þegar þessi reitur er til meðferðar án þess að fram komi að annar taki sæti hans. Af því er ekki annað að skilja en hann eigi þar hagsmuna að gæta án þess að sjá til að annar komi í hans stað. Má vera að það sé misskilningur minn. Allstaðar er þó verið að hrúga niður háhýsum í Kópavogi og hver gætir hagsmuna bæjarbúa gagnvart verktökunum og háhýsaplágunni ef fulltrúi Samfylkingar í skipulagsnefnd á þar líka verktakahagsmuna að gæta eins og bæjarstjóri Sjálfstæðismanna?Mynd_2007-06-17_16-18-03

Skipulag ræður miklu um hvernig hverfi þróast. Hér er mynd úr Nónhæðarhverfinu núna og hinsvegar neðar mynd úr undirgöngum í Hamraborginni.  Kópavogur ætti að þekkja vel hvernig háhýsi með tvöföldum bílastæðakjöllurum undir öllum massanum þróast til lengdar.Mynd_2007-06-21_14-55-42

. AdalskipulagKóp2000-2012NónH
Hluti af aðalskipulagi Kópavogs 2000-2012 þar sem eins og allt frá 1990 er gert ráð fyrir grænu svæði efst á Nónhæð  með  bæna- og tilbeiðsluhúsi og opnu svæði allt í kring.SkuggarSeptKl12

Samkvæmt nýju tillögunum hvílir skuggi stöðugt yfir öllu  útivistarsvæðum húsanna sjálfra og þar með lögboðnum leiksvæðum fyrir börn sem eiga að vera við hvert hús í ákveðnu reiknihlutfalli við fjölda íbúða. Þessi skuggamynd miðar við kl 12 í september.

Slóðin að kynningarefni Kópavogsbæjar er hér - smella 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband