Stríðsvélin verður ekki stöðvuð svo glatt

bloodied_iraqichildÞað er nú málið að þegar önnur eins stríðsmaskína hefur verið ræst eins Bandaríkin eru nú að meðtöldum öllum "föðurlands"-áróðrinum verður hún ekki svo auðveldlega stöðvuð. Þegar það jafnast á við föðurlandssvik hjá stórum hluta bandríkjamanna að spyrja spurninga um stríðið og allt það sem hefur gerst síðan 11. september 2001 verður afar erfitt að stöðva þessa miklu maskínu, og jafnvel meiri hætta á að hún færist í aukana og snúi sér að nýjum "óvinum" en að takist að stöðva hana.

Athugið þessa mynd sem kom upp á efstu síðu þegar ég "Gúgglaði" myndir og Íraksstríðið saman og svo hvernig hún er birt á vef BBC hér, þ.e. BBC birtir myndina en sýnir ekki að fóturinn er farinn.


mbl.is Hvíta húsið ítrekar fyrirheit um að beita neitunarvaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann hefur frétt af gjörð Óla Grís hér um árið!

Varðandi myndina, þá verð ég bara að spyrja "Og hvað með það"?  Er ekki nóg að sjá írakst barn myrt af sjálfsmorðsvitleysingjum? 

Guðmundur (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 05:19

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Til Guðmundar:

Það er svo frábært hjá okkur þegar forseti neitar að undirrita lög að þá fer málið fyrir þjóðina sjálfa sem skal þannig eiga síðasta orðið og þar með viðurkennd sem endanlegur eigandi lagasetningavaldsins.

Varaðndi myndina þá er punkturinn sá að við hér á vesturlöndum fáum afar fægða mynd af stríðinu og þessi mynd er ágætt dæmi um það annarsvegar hvernig AP fréttastofan sendir hana í fullri stærð til fréttamiðlanna og svo hvernig hún er snyrt til hjá þeim hverjum um sig áður en hún kemur fyrir okkar augu. - Það að klippa svona mynd með þessum hætti eins og BBC gerir jaðrar við fölsun.

Helgi Jóhann Hauksson, 28.3.2007 kl. 12:13

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þessi mynd er tekin eftir loftárásir USA 2003

Helgi Jóhann Hauksson, 28.3.2007 kl. 12:23

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það er með hreinum ólíkindum hvað allur fréttaflutningur er einhæfur sem okkur er boðið uppá af þessu ömurlega stríði. Ekki nema von þegar allt er apað beint upp úr miðlum erlendis sem tengjast þjóðunum sem hófu stríðið. Þessi mynd er einmitt gott dæmi um þetta. Þetta er ekkert annað en fölsun og afskræming á því sem er raunverulega að gerast. 

Halldór Egill Guðnason, 29.3.2007 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband