Ég á létt með að skrifa undir draumsýn um lága skatta, -en þó ekki fyrr en tryggt er að við sjáum vel fyrir samfélagslegum skyldum okkar við hvert annað, börnin, komandi kynslóðir, sjúka og aldraða, og byggjum upp sameiginlega grunnþætti svo sem samgöngur þannig að komi öllu samfélaginu sem best til áframhaldandi velfarnaðar. - Ekkert sérstakt bendir til að nú sé tími eða tækifæri til að lækka skatta. Í öllu falli væri skárra að borga niður skuldir og eftir það að safna og koma upp sjóðum en að lækka frekar skatta því skattalækkun nú ýtir undir þenslu sem er stóri vandinn sem við glímum við.
Örorkumatsályktunina, sem annað, verður því að lesa með formerkjum niðurskurðar.
Ríkisstjórnin samþykkti nýlega álit nefndar forsætisráðherra um nýtt örorkumat og endurhæfingu - án þess að því fylgdi neitt fyrirheit um fé. Þær ályktanir er reyndar mjög auðvelt að lesa þannig að tilgangurinn sé sá einn að skerða bætur og svelta öryrkja til vinnu sem þeir "þykist" ekki geta unnið, þó svo forystu öryrkja langi til að skilja það öðruvísi og forsætisráðherra langi líka til að öryrkjar skiji það öðruvísi framyfir kosningar.
Álitið er í raun um tvennt, ný og mikil endurhæfingarkerfi sem kosta mikið og langan tíma tekur að koma á ef þeim verður nokkru sinni komið á og svo nýtt örorkumat og bótakerfi sem tæki gildi strax og felur m.a. í sér að 75% öryrki sem nú nýtur 100% bóta fær bara 75% bætur óháð því hvort einhver vill ráða hann í 25% vinnu eða ekki, auk þess sem fram að þessu hefur verið litið þannig á að 75% öryrki þurfi 25% orku til að annast um sjálfan sig, orka hans sé í öllu falli ekki til skiptanna með þeim hætti að hann geti beitt 100% orku 25% af tímanum (til fjórðungs vinnu) og því látið sér duga 0% orku 75% af tímanum.
Hvað um það, loforð um skattalækkun núna segir okkur hvað raunverulega er á bak við önnur loforð og fyrirheit, þar á meðal hverju á að hrinda í framkvæmd af ályktun örorkumatsnefndar og hverju ekki þ.e. ekkert bendir til annars en að aðeins sé stefnt að niðurskurði útgjalda í þeim málaflokki í reynd.
Sjálfstæðisflokkur stefnir að frekari skattalækkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Mánudagur, 9. apríl 2007 (breytt kl. 17:34) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.