Það er nú þegar búið að mynda nýja ríkisstjórn. Með tilvísun í blogg mitt hér aðeins neðar um formennina þar sem ég held því fram að Geir muni ekki sleppa Jóni Sigurðssyni nema vera algerlega viss um að ná landi með Samfylkingunni í staðin tel ég næsta víst með tilvísun í frétt Mbl.is um viðræður Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks að þegar sé í raun búið að ganga frá því að slík stjórn verði mynduð í það minnsta 99% örugglega. - Það er frábært og vísar á það besta sem íslenskt samfélag hefur uppá að bjóða í stöðunni.
Enginn alvöru möguleiki var eftir kosningaúrslitin á neinni breytingu nema þessari þar sem Geir hafði þetta í hendi sér. Það merkir auðvitað líka að Björn Bjarnason verður ekki ráðherra í næstu ríkisstjórn þar sem Geir myndi aldrei hafa Ingibjörgu Sólrúnu og Björn í sömu ríkisstjórn eftir síðasta áfall Björns. Og þá einnig að Geir Haarde treystir stöðu sína og tök á flokknum verulega og Þorgerður Katrín þó einnig og ekki síður sem ljósmóðir nýrrar ríkisstjórnar og þau saman sem foringjateymi.
Ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Fimmtudagur, 17. maí 2007 (breytt kl. 15:38) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.