Verslum aðeins þar sem bensínið er ódýrast hverju sinni

Nú er kominn tími á að t.d. FÍB, Neytendasamtökin, ASÍ og aðrir sem láta sig hag almennings varða komi á vöktun á bensínverði með síuppfærslu á netinu með innhringimöguleika fyrr allan almenning svo ökumenn geti alltaf vitað hvar er ódýrasta bensínið hverju sinni og gætt þess að versla þá aðeins þar.

Olíufélögin lækka ekki verðið ótilneydd.

Komum á virkri sívöktun á bensínverði og verslum aðeins það ódýrasta hverju sinni.


mbl.is Olíuverð niður fyrir 112 dali tunnan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innskráningin virkar ekki, einhverra hluta vegna.

Svona síða er búin að vera til í allnokkurn tíma.

http://www.gsmbensin.is/gsmbensin_web.php

Hún virkar samt illa, verðin eru oft ekki rétt, t.d. vantar alltaf 2 kr. afsláttinn hjá AO (sem er einversstaðar í hverri viku), 2 króna afsláttinn hjá ÓB við Nýju Sendibílastöðina Knarrarvogi sem og 1,5 kr afsláttinn hjá Egó Fellsmúla

Unnar (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 12:03

2 identicon

Merkilegt að hún virki ekki - en gæti þó hangði saman við það að ég hafði t.d. ekki hugmynd um að hún væri til og því líklega fáir aðrir heldur. Það þarf fjölmiðla með í átak um að kynna hugmyndina og tryggja að hún virki rétt.

- En hvað virkar ekki að nota símann á hana? - Slóðin virðist virka.

http://www.gsmbensin.is/gsmbensin_web.php

Siggi (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 12:43

3 identicon

Siggi (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 12:44

4 Smámynd: Jón Ragnarsson

Heyr, heyr. Nú var ég að heyra að Atlantsolía flytur ekki lengur inn eigið eldsneyti, heldur er kominn með hinum... :|

Jón Ragnarsson, 20.8.2008 kl. 12:49

5 identicon

Nei, það sem ég áti við með að hún virki ekki er það að hún sýnir ekki alla afslætti sem í boði eru. Það er orðið algengt í dag að "afskekktar"* stöðvar í Reykjavík eru með lægra verð en gefið er upp á þessari síðu. T.d. ÓB við Knarrarvog og Egó Fellsmúla (eins og ég minntist á áðan), ÓB Arnarsmára, Orkan Eiðistorgi og Orkan niðri í Hafnarfjarðarhöfn.

*Stöðvar sem fáir eiga leið um og eru úr alfaraleið.

Unnar (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 14:33

6 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Það á að skikka olíufélögin til að standa fyrir svona löguðu, þannig þvingum við þá í samkeppni, svo má banna félögunum að reka stöðvarnar sjálfir, bara fransæs á allt klabbið, aftur þvingun til samkeppni.

Haraldur Davíðsson, 20.8.2008 kl. 21:43

7 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Samkeppni eða samráð? Eða er þetta kannski samkeppnisráð?

Emil Hannes Valgeirsson, 20.8.2008 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband