Þorgerður höndlar krísuástand vel - en ekki allir

Landsfundur Sjálfstæðisflokks 09Við krísuástand birtist oft algerlega ný hlið á fólki. Sumir lyppast niður og vita ekki sitt rjúkandi ráð þegar ósköp dynja yfir. - Ingibjörg Sólrún er dæmi um hið gangstæða og hefur oft staðið sig best þegar mest á reynir og er því mikill missir af því að hún er ekki heil heilsu og til staðar núna.

- En á móti birtist nú Þorgerður Katrín í sínu besta formi og sýnir að hún er þeirrar gerðar sem nýtir allt sitt besta þegar mest á reynir. Svör hennar undanfarið og skýrt sjálfstæði og sjálfsöryggi vitna um að hún fókusi extra vel í krísu og greini aðalatriði frá aukaatriðum og þori að vita hvenær þarf að taka ákvörðun og hvenær ekki. - Það er helsta huggunin í augnablikinu.


mbl.is Biðlað til helstu vinaþjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

Alveg sammála þér. Þorgerður Katrín er bara flott og stendur sig með prýði.

Jón Ragnar Björnsson, 5.10.2008 kl. 17:31

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Það væri nú allt í lagi að sýna smá sanngirni. Ingibjörg Sólrún fór í aðgerð. Það getur komið fyrir besta fólk.

Brynjar Jóhannsson, 5.10.2008 kl. 18:37

3 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Þetta fólk er nú fullseint að ybba sig...er ekki Þorgerður hluti af þessari stjórn sem er búin að sofa á verðinum.....og bæði þegja og ljúga um stöðuna...eru Þorgerður og ISG ekki búnar að hafa nógan tíma til að tjá sig...þetta er mjög ótrúverðugt að mínu viti.

Haraldur Davíðsson, 5.10.2008 kl. 19:36

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Brynjar þú hefur eitthvað misskilið það sem ég segi um ISG, ég segi hana dæmi um hið gagnstæða við þá sem lippast niður.

Helgi Jóhann Hauksson, 5.10.2008 kl. 22:42

5 identicon

Mig minnir einmitt að þegar kennarakrísan kom upp, þá bókstaflega hvarf Þorgerður af sjónarsviðinu í tvær vikur eða svo þar til málið var leyst, og ekki var hún á fundum vegna málsins.

JBJ (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 12:47

6 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Já ég skrifa upp á þetta.

Mjög hæfur pólitíkus.

Jón Gunnar Bjarkan, 6.10.2008 kl. 14:56

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er nú létt í vasa fyrir okkur þó einhverjir pólitíkusar séu keikir eða réttara sagt viti ekki af vandanum. Heldur  vil ég hokin stjórnmálamann sem talar af skynsemi en einhvern atvinnugasprara sem segir okkur að allt reddist.

Sigurður Þórðarson, 6.10.2008 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband