Hér bregður við nýjan tón þegar sagt er að Icesave-krafa Breta gæti riðið okkur að fullu, þar sem viðskiptaráðherra fullvissaði okkur um það í upphafi þessa máls að eignir Landsbankans í London myndu vel duga eða duga að mestu fyrir skuldum Icesave. Það sama réttlætti undirritun samninga við Hollendinga um 350 milljarða króna lán þeirra til okkar til að standa straum að Icesave í Hollandi, -hvar stendur sú skuldbinding nú?
Það er eitthvað sem enn á eftir að gera okkur grein fyrir ef ljóst er orðið nú að litlar eða engar eignir komi uppí þessa hrikalegu skuld Icesave-reikninganna.
Bretar mega ekki reka reikninga fyrir fólk búsett utan UK
Einnig er mikilvægt að hafa í huga þegar forsætisráðherra segir að breyta verði evrópskum reglum um banka svo þetta geti ekki endurtekið sig, að breskum bönkum er bannað að reka reikninga eins og við leyfðum Landsbankanum, þ.e. fyrir fólk búsett utan landsins í gegnum útibú bankanna, á þeim forsendum að Bretar hefðu ekki bolmagn til að tryggja innistæður íbúa annarra landa en þeirra sem eru heimilisfastir á Bretlandi. Hversu miklu fremur hefðum við ekki getað gert það sama því Bretar eins og við eru líka í EES.
Efnahagur myndi hrynja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Fimmtudagur, 30. október 2008 (breytt kl. 02:55) | Facebook
Athugasemdir
Hvað ætla þessir ráðamenn lengi að kenna öllum öðrum um en sjálfum sér, regluverkinu, falli Lehman, sólinni vegna þess að hún skein og ég veit ekki hvað?
Ef EES-samningurinn girti ekki fyrir að hægt væri að setja reglur um stærð bankanna er hann ekki sökudólgurinn.
Theódór Norðkvist, 30.10.2008 kl. 12:39
EES virðist alls ekki hafa gert okkur skylt að leyfa Icesave enda t.d. breskum bönkum bönnuð slík starfsemi í útlöndum, - en væri svo áttu stjórnvöld okkar að taka það mál upp á vettvangi EFTA og EES og áskilja okkur rétt til varúðar um þjóðarhag hvað þetta varðar. - Það er útilokað að ef okkar menn hefðu haft fyrirhyggju til að ræða þessi mál hjá EFTA og EES þegar og ef þeir kveiktu á perunni að við hefðum verið skylduð til að gefa út óútfyllta ávísun til einkafyrirtækja/-banka og jafnvel fyrir meiru en öllum tekjum ríkisins. - Það er fráleitt og hefði ekki þurft nema senda inn tilkynningu um að við gæt ekki gert slíkt um leið og Landsbankanum væri bannað að opna reikning á okkar ábyrgð, - þá hefðum við haft allan rétt okkar megin.
Þess utan eru Bretar líka í EES og í ESB og þeir banna sínum bönkum svona starfsemi á þeirri forsendu að þeir hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til að ábyrgjast innstæður fólks sem ekki er búsett í Bretlandi. - Svo fyrst Bretar gátu það gátum við það vel líka, en vorum bara of gráðug, vildum að landið okkar græddi á þessu eins og hægt væri en hugsuðum ekkert útí að því fylgdi mikil áhætt og mikil ábyrgð.
Helgi Jóhann Hauksson, 30.10.2008 kl. 13:03
- Prenta
- Senda
- Þín skoðun
- RSS
Innlent - fimmtudagur, 30. október, 2008 - 10:43Upprifjun í T24: Dómnefnd hálærðra álitsgjafa sagði Icesave bestu viðskipti ársins 2007
Dómnefnd þekktra íslenskra hagfræðinga, háskólakennara, starfsmanna greiningardeilda, embættismanna og hagsmunavarða valdi um síðustu áramót Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi og aukið hlutafé Baugs í FL-Group sem bestu viðskipti Íslendinga árið 2007. Tilkynnt var um þetta val í áramótaútgáfu Markaðarins, viðskiptafylgirits Fréttablaðsins. Samtímis var Jón Ásgeir Jóhannesson, aðaleigandi blaðsins, valinn viðskiptamaður ársins.
Vefritið T24 rifjar þetta upp og upplýsir hverjir álitsgjafarnir voru sem voru svona hrifnir af Icesave og FL-Group fyrir nokkrum mánuðum.
Dómnefndina skipuðu: Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Glitnis, Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, Halla Tómasdóttir, stjórnarformaður Auður Capital, Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, Ágúst Einarsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, Ólafur Ísleifsson, lektor við HR, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital, Jafet Ólafsson hjá VBS fjárfestingabanka, Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis, Ásta Dís Óladóttir, dósent á Bifröst, Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, Hafliði Helgason, fyrrverandi ritstjóri Markaðarins, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Gunnar Ólafur Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, Friðrik Már Baldursson, prófessor í HR, Hrund Rudólfsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Milestone og formaður stjórnar SVÞ, Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, og Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.
Auk Icesave og hlutafjáraukningar FL-Group valdi dómnefndin sölu Novators á búlgarska símanum BTC sem ein af þremur bestu viðskiptum ársins 2007.
Bjarni Kjartansson, 30.10.2008 kl. 14:44
Þetta vekur eðlilega réttmætar spurningar Bjarni um hvað lá að baki þessara verðlauna og viðurkenninga.
En þannig er það nú samt að t.d. bygging getur fengið með réttu æðstu viðurkenningar fyrir form og fegurð þó svo komi í ljós við jarðskjálfta að verkfræðilegar undirstöður þess voru ekki sem skyldi og það hrynur. - Það er bara sitthvort málið, annað var formhönnun arkitekta en hitt burðarhönnun verkfræðinga.
Fagurt hús getur haft rotinn grunn - og vart við þá að sakast sem dáðst höfðu að fegurð þess þegar svo að því kemur að grunnurinn lætur undan.
Helgi Jóhann Hauksson, 30.10.2008 kl. 15:07
Þ.e. punkturinn er sá að Icesave skaffaði vissulega Landsbankanum vel og treysti rekstur bankans. Það var svo ekki fyrr en bankinn hrundi af annarri ástæðu að í ljós kom að Icesave var á okkar ábyrgð þjóðarinnar.
Helgi Jóhann Hauksson, 30.10.2008 kl. 15:09
Finnst mikilvægt ef einhver heimti svör um hvort og hvernig okkar lög og reglur og eftirlit hafi ekki verið eins og annarstaðar.
Tók eftir að IMF krefst þess að við setjum reglur og eftirlit um banka eins og tíðkast á vesturlöndum. það hlýtur að merkja að svo sé ekki nú.
SJS (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.