Steingrímur J Sigfússon ber ekki minni ábyrgð á vanda okkar nú en en margir aðrir stjórnmálamenn þó augljóslega helstu stuðningsmenn stefnu valdherrans Davíðs Oddssonar og hugmyndafræðings hans Hannesar Hólmsteins beri langtum mesta ábyrgð.
Björgun krónunnar kostar okkur nú allan pakkann frá IMF, allt sem Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn er að gera á íslandi er bara til að koma krónunni á flot að nýju og styrkja hana svo hún verði (kannski) nothæf. Stýrivextirnir og öll skilyrðin sem þeir setja, risalánið og vextirnir af því og þær fórnir sem þetta kostar okkur eru aðeins til að koma krónunni á flot, - sem svo er ekki víst að takist. Ef við værum ekki með krónu heldur evru væri engin króna til að bjarga og það allt því óþarft hvernig svo sem allt annað hefði farið. Svigrúm okkar og bjargir gætum við því notað beint í uppbyggingu.
Ábyrgð Steingríms er mest fyrir að hafa árum saman beitt hugmyndaflugi sínu og skynsemi til að finna sífellt upp nýjar hindranir gegn því að Íslendingar kanni hvað þeim byðist hjá Evrópusambandinu og hvað aðild myndi kosta okkur með aðildarviðræðum í stað þess að leita lausna og samninga, bera á fyrirhyggjusamt fólk ávirðingar um óþjóðhollustu og jafnvel landráð og hæðast að rökum upplýstra og vel menntaðra einstaklinga um að illa gæti farið fyrir okkur ef við gengjum ekki til þessa samstarfs fullvalda Evrópuþjóða og hræða þannig aðra frá að tjá hug sinn um efnið.
Steingrímur beitir enn öllu sínu hugmyndaflugi í sama tilgangi og tapar alltaf öllum okkar aðildarviðræðum við ESB fyrirfram.
Nú hafa viðvarnir þeirra sem vildu að við tryggðum efnahagslegt öryggi okkar og stöðugleika með ESB-aðild og evru allar sannast réttar - og vel það. Samt heldur Steingrímur áfram að finna tylliástæður til að ganga ekki til samstarfs Evrópuþjóða, sem við yrðum þó beinir aðilar að, en vill nú fela norska konungsríkinu, sem við eigum enga aðild að, stjórn peningamála á Íslandi.
Vitnað er til Maastricht-skilyrðanna fyrir upptöku evru um að hún yrði ekki möguleg hér í mörg ár. Það má vera að það reynist rétt en er alls ekki sjálfgefið. Skilyrðin hafa markmið og tilgang og ef hægt er að sýna fram á að tilganginum sé náð með öðrum hætti opnast alltaf möguleiki til að ræða hlutina. Maastricht-skilyrðin um stöðugleika þeirra landa sem ganga til liðs við evruna eru sett til að óstöðugleiki eins efnahagssvæðis eða ríkis ruggi ekki öllu evrusvæðinu með aðild sinni. Þar sem Ísland er jafn lítið og raun ber vitni er fyrirfram engin hætta á því að Ísland setji evrusvæðið á hvolf. Tilgangi markmiðanna er því náð fyrirfram. Það merkir þó ekki að víst sé að sú glufa dygði til að opna okkur dyr en beiti menn hugmyndaflugi sínu og skynsemi til að finna upp lausnir en ekki hindranir er aldrei fyrirfram vitað hvað ekki er hægt.
Ég sagði stundum við börnin mín þegar þau voru í þeim gírnum eins og börn gera að sjá ekkert nema hindranir fyrir að gera eitt eða annað:
Notaðu nú skynsemina til að finna lausnir en ekki til að upphugsa hindranir. Skynsamt fólk sem notar gáfur sínar til að finna hindranir finnur risa-hindranir en ef það notar gáfur sínar til að leysa vandmál sér það bara lausnir og viðfangsefni.
Steingrímur, notaðu nú þína miklu skynsemi til að finna lausnir og bestu leiðir fyrr okkur að samstarfi fullvalda Evrópuþjóða - ESB og evru eins fljótt og hægt er og til að tryggja hagsmuni okkar þar. - Hættu að nota skynsemi þína til að upphugsa hindranir, þú ert svo skynsamur að það eru þá heldur engar smáræðis hindranir sem þú finnur upp á. - Ábyrgð þín er mikil því það er hlustað á þig.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Sunnudagur, 2. nóvember 2008 (breytt kl. 16:47) | Facebook
Athugasemdir
Erlingur, vinsamlega rök takk, sem byggjast á þekkingu og réttum og haldgóðum upplýsingum - plís. - Við höfum ekki lengur efni á upphrópunum og bullu-lygi um þetta mál.
Helgi Jóhann Hauksson, 2.11.2008 kl. 16:40
Sammála. Það sem er merkilegt með nútima socialista að þeir virðist halda fast í einhverja þjóðernishyggju varðandi gjaldmiðla. Ég held að það sér rétt mat að Steingrímur hafi verið og virðist vera stuðningsmaður krónustefnunnar. Ljóst er að sú stefna er hrunin. En hvað gerist þá ? Fá hjálp frá skyldu landi og taka up gjaldmiðið þess. Er þetta einhverskonar áframhald af þjóðernishyggjuni? Ég hélt að öreigar allra landa sameinist hafi einu sinni verið markmið hreyfingarinnar. Stengrímur er að skjóta sig í fótinn. 'i stað þess að breyta rétt þegar hann hefur tækifæri þá righeldur hann i sína gömlu stefnu. Vonbrigði!
Steingrímur ber að athuga að markmið ESB er að mörgu leyti að varðveita félagshyggju sem honum er svo annt um.
harry (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 21:08
VG verða að skipta um skoðun á ESB. Flestir sem vilja kjósa þá styðja ESB-aðild og það eru bara kostir fyrir verkamenn og neytendur að vera í ESB, ég get ekki skilað af hverju VG er á móti því. Ímyndaður þjóðernisrembingur einn og sér dugir mér ekki til skilja Steingrím J.
Hann styður að við skuldbindum okkur með Kyoto og aðild að Sameinuðu þjóðunum sem kostar okkur hluta af fullveldi okkar því við megum t.d. ekki reisa verksmiðjur og menga eins og vil viljum, en svo allt í einu er allt ómögulegt við aðild að ESB.
Solla (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 23:32
ESB er gróði fyrir námsmenn, verkamenn, neytendur, ungar fjölskyldur, umhverfismál, sveitarfélögin og allskonar öryggi Íslands. Meira að segja eru sjávarútvegsfyrirtækin sjálf betur sett í ESB t.d. fá þau styrki þar - það eina sem er er ótti útgerðarmanna við að aðild raski gjafa-kvóta-braskinu þeirra. Reyndar ætti svo ekki að vera þar sem kvótar ESB eru ríkjakvótar sem svo ríkin sjálf sjá um að skipta til sinna þegna - eins og við gerum í dag.
Gunnar (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 03:29
Steingrímur var nú uppvís af því þegar hann var ráðherra fyrir alþýðubandalagið að hafa skráð lögheimili hja foreldrum sínum þó hann héldi aðeins eitt í breiðholti og fékk borgað vel fyrir.
sjá her
þetta er allt eins þetta lið
Johann Trast Palmason, 3.11.2008 kl. 04:25
Til þess að það væri á einhvern hátt vitrænt að kenna Steingrími um stöðuna núna þá þyrftu ESB sinnar að hafa sagt á sínum tíma að núverandi ástand gæti komið upp ef við færum ekki inn í sambandið. Enginn gerði það. Við þurfum líka að hunsa að Íslendingar hefðu aldrei verið komnir með Evru þó að við hefðum verið meðlimir. Síðan eru allar líkur á að Bretland hefði getað beitt Seðlabanka Evrópu betur gegn okkur ef við værum í ESB.
Óli Gneisti (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 06:26
Það er nú málið Óli Gneisti að ég sjálfur hef marg oft nefnt það sem rök fyrir ESB aðild að við værum berskjaldaðri fyrir margskonar alvarlegum áföllum en nokkur önnur Evrópuþjóð, bæði vegna náttúruhamfara, aflabrests og vegna litlu krónunnar okkar og aðild að ESB væri okkur bráðnauðsynlegt skjól fyrir þeim margvíslegu hamförum og áföllum sem við gætum orðið fyrir.
Þann punkt tók ég fyrst upp í ritgerð í stjórnmálafræði á árunum 1994-97. Fiskveiðihliðina af því var ég með í lokaritgerðinni minni 1997 sem var um „Ísland við samningaborðið andspænis fiskveiðistefnu ESB“ þar sem ég færði efnisleg rök fyrir því að við alvarlegan aflabrest ætti Ísland rétt til aukins aðgangs að ýmsum ESB-fiskveiðiréttindum, því yrði ESB sem böffer eða tryggingafélagvið alvarlega áföll okkar - og ekkert land þyrfti frekar á því að halda en við.
All nokkrum sinnum síðan hef ég fært rök fyrir ESB-aðild undir orðunum „Þú tryggir ekki eftirá“ Það eru reyndar líka megin rök allra samáríkjakenninga og hér á landi er meira að segja sérstök rannsóknastofnun við HÍ í smáríkjafræðum. Grunnkenning allra þeirra fræða er að smáríki verði að leita sér skjóls í bandalagi við önnur ríki - stundum skjól hjá einu stóru en helst í bandalagi við mörg til að ekkert eitt ríki nái tangarhadli á smáríkinu.
23. mars sl segi ég hér á bloggi mínu í millifyrirsögn „Maður tryggir ekki eftir á“. Líklega fór ég þó í efnistextanum ekki nægilega ofaní það og í Athugasemdum er ég spurður hvað ég á við og þar segi ég neðangreint á blogginu þann 23. mars sl.:
Helgi Jóhann Hauksson, 3.11.2008 kl. 12:47
"Síðan eru allar líkur á að Bretland hefði getað beitt Seðlabanka Evrópu betur gegn okkur ef við værum í ESB." Bretar eru ekki með Evru og hafa engin völd innan Seðlabanka Evrópu.
Jafnvel þó við hefðum kannski ekki verið komnir með evru þá hefðum við getað verið byrjað að stilla krónunni við evruna og undirbúa skiptingu, í því tilfelli þá hefði Seðlabanki Evrópu komið okkur til hjálpar, eins og t.d nú þegar Seðlabanki Evrópu lýsti því yfir fyrir stuttu að þeir myndu verja dönsku krónuna framm í rauðan dauðann.
Bretum hefði síðan aldrei verið þolað að halda okkur í þessar fjármagnsprísund eins og þegar þeir komu í veg fyrir millifærslur til okkar, við hefðum notið mun meiri skilnings í Evrópu þar sem við gætum hamrað á þessu máli allstaðar innan ESB kerfisins, en í staðinn fyrir að geta það þá verðum við að láta okkur nægja að lýsa okkar hlið málsins í EFTA, sem er stofnun sem hefur enga þýðingu lengur í Evrópusamvinnu að því er virðist.
Við hefðum aðgang að Evrópudómstólnum og gætum því farið framm á að þetta Icesave máli væri einfaldlega leyst þar, og er ég viss um að niðurstaðan þar yrði okkur í hag vegna þessarra fáránlegu viðbragða Breskra stjórnvalda.
Hvað varðar samskipti seðlabanka Evrópu og seðlabanka íslands þá virðist heldur ekki Bretar hafa þurft neitt að skipta sér af þeim málum því fjölmiðlar hafa varla undan að fletta ofan af öllu klúðrinu hjá Davíð undanfarna mánuði, nú síðast heyrði ég að verið var víst að ræða á útvarpi sögu að Davíð hefði sent lánsbeiðni til Þýska Seðlabankans uppfullt af hroka og dónaskap, heimtandi 500 milljarða og voru þýskir svo hneykslaðir á þessu bréfi að það var látið ganga til annarra seðlabanka í Evrópu. Þar er því örugglega kominn skýringin á því að Seðlabankar Evrópu neituðu að lána Íslenska Seðlabankanum.
Jón Gunnar Bjarkan, 12.11.2008 kl. 15:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.