Ekta íslenkst partý á Austurvelli - Harkan sex

Mynd 2009 01 21 00 18 26Set hér inn slatta af myndum frá í gær  en vísa á Nei. um umfjöllun þar til mér vinnst betri tími til.

Ég get þó sagt að ég kynntist því strax í upphafi dags í gær að sumir lögreglumenn vissu ekki hvert þeir ættu að beina dagskipun Björns Bjarnasonar og Ara Edwald um aukna hörku annað en af handahófi á hvern sem fyrir var enda ekki aðrir til að verða fyrir henni. Því kynntist ég á eigin beinum, án slysa þó, en greini betur frá því seinna með meiru. Nefndi líka við ýmsa að mér virtust þeir sérstaklega önugir við myndvélar og þá sem bæru þær.

- Ég var reiður allan daginn eftir þá reynslu og fann á sjálfum mér hvernig ruddaskapur sumra lögreglumanna hlýtur að æsa fólk, ég hélt mér þó við myndvélina en lét eftir mér að skammast yfir þessu í nokkrum lögreglumönnum sem virtust af alvöru vera tilbúnir að hlusta.

- En tuttugu handteknir eftir klukkutíma hávær en friðsamleg mótmæli og tugir urðu fyrir piparúða strax í upphafi - það var ekki glóra í þessu sem sést best á því að þegar einhverjir voru orðnir virkilega óþekkir um nóttina voru ekki „nema“ 4 handteknir.

Þeir handteknu eru áberandi í þessum myndapakka sem ég set inn en það er m.a. vegna þess að ég var spurður hvort ég ætti myndir sem sýndu tímasetningar atburða varðandi þá. Nafn myndanna er tímasetningin og allir sem eru að vinna þessu fólki vel mega notast við myndirnar til þess, - eins ef það þyrfti stærra frumrit má hafa samband á netfangi hehau@internet.is. Margir þeirra handteknu fengu á sig piparúða en nutu engrar aðlynningar heldur eru með hendur bundnar aftur fyrir bak og gátu því ekki einu sinni sjálfir nuddað framan úr sér. - Það hefur marg oft reynst mjög hættulegt. (Sjá eldri færslu: Engar nornaveiðar segir Björn og pikkar upp mótmælendur)

- Munum það að mótmælendur eru ekki einn massi heldur þúsundir einstaklinga þar sem hver ber ábyrgð á sér einum og sínum gerðum, lögregla getur ekki hrint eða barið aðra fyrir óhlýðni eða vanvirðingu einhverra mótmælenda.

 Slatti af myndum frá í gær  ATH! -tvísmella á mynd í albúmi til að stækka


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta eru frábærar myndir hjá þér Helgi Takk fyrir þær og þessa góðu færslu.

Samkvæmt mínum heimildum sem ég tel mjög áreiðanlegar er stjórnarsamstarfið að liðast í sundur og einungis á eftir að tilkynna það opinberlega..

Sigurður Þórðarson, 21.1.2009 kl. 13:59

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

p.s. Má ég nota eina mynd á bloggfærslu hjá mér?

Sigurður Þórðarson, 21.1.2009 kl. 14:01

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þó það nú væri félagi Sigurður

Helgi Jóhann Hauksson, 21.1.2009 kl. 16:03

4 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Leyfði mér að setja tengingu inn á þessa grein og þá nýjustu hjá mér

Ævar Rafn Kjartansson, 22.1.2009 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband