Versta illvirki Flokksins er að standa í vegi ESB aðildar

bebediktjohannessonmbl16april2009.jpgEkki eru allir auðugir menn ágjarnir og sérgóðir, en eigingjarnir, auðugir og sérgóðir menn og skeytingalausir um hag heildarinnar vilja ekki neinar breytingar sem gætu valdið þeim persónulegri óvissu. Á móti vilja aftur sannir hugsjónamenn fyrst og fremst samfélaginu vel og víkja til hliðar persónulegri óvissu um persónulega stöðu auðs síns og valda en líta til heildarhagsmuna þjóðarinnar.
Ljóst er af grein Benedikts Jóhannessonar að hann er slíkur hugsjónamaður sem lítur til hagsmuna þjóðarheildarinnar og öryggis okkar allra fremur en persónulegra sérhagsmuna. Hann fellur heldur ekki í þá þægilegu freistni að skora persónuleg prik hjá and-Evrópu-genginu sem frændi hans Björn Bjarnason ásamt Styrmi leidarimbl17april2009.jpgGunnarssyni eru nú helstu talsmenn fyrir, Kristján Loftsson í Hval hf kostar og Davíð Oddsson límir saman og stýrir, en Ragnar Arnalds og Hjörleifur Guttormsson eru klappstýrur fyrir.

IMF ætti hingað ekkert erindi ef hér væri evra

Ljóst er að ef þessum hópi hefði ekki síðustu 15 ár tekist að hindra að ESB málið væri af alvöru tekið á dagskrá og við þess í stað gerst aðilar að ESB og tekið upp evru, ætti t.d. gjaldeyrissjóðurinn IMF, risalán hans og skilmálar þess og yfirstjórn hans á fjármálum okkar, ekkert erindi hingað þar sem þá væri hann ekki hér til að bjarga íslensku krónunni. IMF og rislánið er aðeins og eingöngu til að bjarga krónunni okkar og er því hreinn og beinn kostnaður af stefnu and-Evrópu-sérhagsmunagengisins.

Engir ISESAVE-reikningar hefðu verið stofnaðir ef hér væri evra

Ljóst er að hér hefðu ekki verið nein Jöklabréf og engir ICESAVE-hávaxtareikningar hefðu verið boðnir til að freista útlendingum ef ekki hefði verið krónan, vaxtamunurinn og ofurvextirnir sem voru til að halda krónunni lifandi.icesave_6_30_trongt_832174.jpg
Útrás bankanna og erlendir innlánsvextir þeirra sem buðu hæstu almennu innlánsvexti í Evrópu voru reknir á þeirri forsendu að íslensku krónunni var haldið uppi með hæstu stýrivöxtum í heimi að undaskyldu aðeins Zimbabwe.

Verðtryggingin er líka til að gera krónuna nothæfa

Verðtryggingin með vístölubótum á lánum auk breytilegra vaxta var og er líka aðeins til að gera krónuna nothæfan gjaldmiðil.  Með evru án krónu væri hér heldur engin verðtrygging og auðvitað heldur ekki stórhækkun erlendra lána við gengishrun og reyndar ekki gengissveiflur eða hrun af þeim toga sem við höfum búið við í áratugi.

Íslenskir námsmenn þyrftu ekki að greiða milljónir í skólagjöld

Íslenskir námsmenn borga nú margföld skólagjöld við evrópska skóla og svo nemur milljónum króna hærri en áður voru, ekki síst við breska háskóla, vegna þess að við teljumst nú utan Evrópu-/ESB-þjóð.

Við gætu gætt hagsmuna okkar í stað áskriftar að reglum án áhrifa

Við erum áskrifendur af ESB-reglum en höfum engin áhrif á þær, við sitjum enga þá reglulegu ráðherrafundi sem ráðherrar Evrópuþjóða sitja saman í hverjum mánuði til að undirbúa mál og koma á framfæri sínum sjónarmiðum og hagsmunum.

- Og verst er þó það sem Benedikts Jóhannesson bendir á í ofangreindri grein sinni og Morgunblaðið tekur upp í leiðara að framundan er næsta örugglega enn alvarlegra hrun Íslands ef við göngum ekki til fullrar þátttöku og samstarfs við Evrópu strax og til samninga á næstu mánuðum svo við getum notið þar forystu Svía, og orðið á ný gjaldgeng þjóð og fullvalda ríki sem við erum ekki nú eins og Sjálfstæðisflokkur hefur spilað úr málum okkar.
Það er mjög alvarlegt að Samfylking hafi látið það yfir sig ganga nú að ekki væru gerðar þær lágmarksbreytingar á stjórnarskrá að hægt væri að ganga til ESB-viðræðna án nýrra þingkosninga áður.

Hvað notum við sem ekki er útlenskt?

Við erum ekkert ein, enginn hlutur sem við notum dagsdaglega er al-íslenskur, jafnvel fiskurinn er veiddur og flakaður með útlendum tækjum og áhöldum, útlendu snæri í netin, útlendu girni og útlendum önglum, jafnvel hnífarnir til að flaka hann svo ekki sé talað um málmana í vélar báta og áhöld, og jafnvel timbrið og smíðaáhöldin eru útlensk, - og svo seljum við fiskinn til útlanda í útlenskum umbúðapappír og notum útlenskar tölvur, prentum reikningana á útlenskan prent-pappír í útlenskum prenturum, flytjum fiskinn í útlenskum kæligámum og á útlenskum skipum.

Það er hámark sjálfsblekkingarinnar að láta sem við Íslendingar séum merkilegri en aðrar þjóðir og getum frekar en aðrar þjóðir verið án náinna samskipta við umheiminn.

Versta illvirki Sjálfstæðisflokksins er að standa í vegi ESB aðildar okkar, það illvirki olli því hve hrun okkar var alvarlegt og ógnar nú alverlega framtíð okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Er þetta nú ekki heldur mikið af hástemmdum lýsingarorðum Helgi Jóhann. Ég minni þig hér á nokkra fleiri talsmenn ESB aðildar en Benedikt Jóhannesson, og eldheita ESB sinna: Jón Ásgeir í Bónus, Vilhjálmur Egilsson, ritstjórar og eigendur helstu fjölmiðla, eigendur smásölukeðja, fjármálafyrirtæki o.fl. Bíddu við.. Getur verið að þetta séu sömu aðilar og töluðu mest fyrir einkavæðingu, gegn dreifðri eignaraðild og afnámi alls regluverks og eftirlits hins opinbera?

Það skyldi þó aldrei vera en að það sé verið að teyma okkur almenning í enn eina sneypuförina!

Jón Baldur Lorange, 17.4.2009 kl. 21:42

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sjálstæðisflokkurinn á hrós skilið að hafa varið stjórnarskrána  fyrir
áformum ESB-sinna að troða Íslandi inn í hið deyjandi miðstyrða sovétska
ríkjasamband. Erum komin upp í kok með mistökin að hafa nokkurn tímann
gert þennan mislukkaða EES-samning, en einmitt hið stórgallaða regluverk
ESB leiddi til bankahruns og efnahagshrunsins í dag. Hið ÖRSMÁA íslenzka
hagkerfi á EKKERT heima í slíku rísavöxnu regluverki ESB sem er að leika
efnahag fjölmargra ESB-ríka mjög grátt um þessar mundir, einkum þau
sem hafa tekið upp evru, gjaldmiðil sem EKKERT tillit tekur til efnahags-
ástands viðkomandi evru-ríkis.  Já sem betur fer er Ísland enn frjálst og
fullvalda, en þarf augsjáanlega að endurskoða hinn stórgallaða EES-
samning..

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.4.2009 kl. 21:55

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Reyndar hef ég misst af greinum Jóns Ásgeirs um málið ef þær eru til Jón - þú mátt vísa mér á þær.

- Ég tel hinsvegar engan vafa leika á að þeir sem hindruðu alvöru ESB umræðu bera ábyrgð á stöðu okkar nú. Skýrasta og ótvíræðasta vitni þess er einfaldlega aðkoma IMF sem hingað ætti ekkert erindi þó allt annað væri eins en við hefðum ekki heft krónuna heldur borið gæfa til að taka upp evru. - Risalánið er bara til að vera björgunarhringur um krónuna okkar. - Fyrir utan svo Jöklabréfin og hávaxtareikningana (Isesave og Edge) sem grundvölluðust á vaxtamuninum, gengisbraskinu og svo auðvitað hið tilbúna góðæri sem reyndist í heild tekið að láni og langt rúmlega það.

Þeir sem nú hindra ESB-aðild og umræðu eru að stærstum hluta þeir sömu og gerðu það fyrr og bera alla hina pólitísku ábyrgð á stöðu okkar.

Helgi Jóhann Hauksson, 17.4.2009 kl. 21:58

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Guðmundur, við erum í regluverki ESB og heimsins - en höfum engin áhrif á það.

Þið viljið að við skilgreinum okkur sem örþjóð eins og Andorra og Mónakó - áhriflalaus um örlög okkar og stöðu, hvort sem það er af hugleysi að þið þorið ekki að taka sæti við hlið alvöru þátttakenda - alvöru þjóða eða af minnimáttarkenndinni einni saman, þá vil ég að við séum alvöru þjóð.  - Ég vil að við lítum á okkur sem alvöru þátttakendur sem geti borið fram mál sitt og haft áhrif með málflutningi sínum en séum ekki bara áhrifalausir og hlýðnir þolendur umheimsins og áskrifendur að reglum og tilskipunum.

Helgi Jóhann Hauksson, 17.4.2009 kl. 22:05

5 Smámynd: Atli Hermannsson.

"Íslenskir námsmenn borga nú margföld skólagjöld við evrópska skóla og svo nemur milljónum króna hærri en áður voru, ekki síst við breska háskóla, vegna þess að við teljumst nú utan Evrópu-/ESB-þjóð."

Eldri sonur minn er með fimm ára gamalt BA próf frá breskum háskóla. Þar var töluvert af nemendum frá Skandinaviu, þýslalandi og annars staðar úr Evrópu á sama tíma. En aðeins hann og nokkrir Norðmenn þurftu að greiða himinhá skólagjöld. Upphæðin var samtals 2.4 milljónir að námstíma loknum... takk fyrir.   

Atli Hermannsson., 18.4.2009 kl. 11:53

6 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Wikipedia grein um örþjóðir: http://en.wikipedia.org/wiki/Micronation

Síðast þegar ég vissi voru Ísland (íb.300þ), Andorra(íb.70þ) og Mónakó(íb.32þ) skilgreindar sem smáþjóðir, ekki örþjóðir.

Axel Þór Kolbeinsson, 18.4.2009 kl. 12:07

7 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Ljóst er af grein Benedikts Jóhannessonar að hann er slíkur hugsjónamaður sem lítur til hagsmuna þjóðarheildarinnar og öryggis okkar allra fremur en persónulegra sérhagsmuna.

Þessi málsgrein hjá þér Helgi Jóhann finnst mér gullkorn. Trúir þú því virkilega að Benedikt sé ,,að hugsa um hagsmuni þjóðarheildarinnar og öryggis okkar allra"? Mikil er trú þín. Síðan spyr ég eins og á blogginu mínu áðan: Trúir þú á álfasögur?

Jón Baldur Lorange, 18.4.2009 kl. 12:27

8 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Monaco, San Marino, Andorra og Vatikanið, eru skilgreind „örríki“. Fyrir utan þá almennu skilgreiningu sem felst í því að þau reka ekki sjálfstæða utanríkistefnu, og hafa alltaf notða mynt nágranaríkis síns og eru hvert undir vernd einnar stórþjóðar sem leggur þeim til efnahagslegar forsendur fyrir tilveru þeirra eins og mynt og tryggir varnir þeirra og annast landmæragæslu, og sér þeim fyrir alvöru framhalds-skólakerfi, námsbókum og mörgum þátttum samfélgsþjónustu þeirra.

Þetta eru evrópsk örríki sem Björn Bjarnason og félagar hans í and-Evrópu-genginu vilja að Ísland flokkist með í framtíðinni fremur en að hafa kjark til að setjast til borðs með alvöru þátttakendum.

Björn hefur beinlínis tekið þau sem dæmi sem hann vill að séu okkar fyrirmyndir í gjaldeyrismálum þar sem þau hafa aldrei haft raunverulega burði sem fullvalda ríki heldur falið stórum nágrana sínum umsjón með efnahgsmálum og gjaldmiðil og því einfaldlega notast við mynt hins volduga náganna síns.

Þegar nágraninn tók upp evru fylgdu því hin óburðugu og áhriflalausu örríkin með líka og gerðu hið sama enda myntin þeirra horfin.  - Björn hefur kosið að leita fyrrimynda hjá þeim fremur en t.d. Lúxemborg, Finnum eða Möltu eða hinum 27 -ESB ríkjunum. Það sýnir vel hvaða hug þessir menn raunverulega bera til Íslands sem fullburðugs þátttakanda við borð ákvarðananna og til raunverulegs fullveldis okkar og sjálfstæðis sem þeir augljóslega ætla ekki að sé raunverulegt heldur fremur eins og hjá örríkjunum en hjá öðrum alvöru Evrópuþjóðum sem óhræddar sitja til borðs þar sem ákvarðanir eru teknar með öðrum Evrópuþjóðum í ESB.

 

Helgi Jóhann Hauksson, 19.4.2009 kl. 06:15

9 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Jón Baldur ég trúi því að Benedikt sé hugsjónamaður frekar en sérhagsmunapotari þó ég sé honum oft ósammála. - Það eru í raun ekki margir augljósir sérhagsmunir sem reka menn til stuðnings við ESB - menn ganga ekki að sínum persónulegum gróða vísum um það eins og nokkuð augljóst er að t.d. „Hvalur hf“ mun tapa á aðild.

- Það er miklu fremur að mönnum finnist breytingar hruggi og ógni sérhagsmunum sínum og hræði þá því til ómálenalegrar og ástæðulausrar andstöðu til að verja óbreytta stöðu fremur en að taka „áhættuna“ um breytingar með ESB-aðild. Þannig upplifa menn persónulega áhættu sína verulega og beita sér gegn aðild þó heildarávinningurinn sé óyggjandi og umtalsverður, - og í okkar tilviki þjóðarnausðsyn.

Helgi Jóhann Hauksson, 19.4.2009 kl. 06:33

10 identicon

Það er sorglegt að ekki skuli fleiri sjá alvöruna í þessu máli, að menn séu tilbúnir að leggja ísland að veði fyrir skoðanir vitfirrts manns. Hugsið ykkur að ef Davíð hefði verið á þeirri skoðun að við ættum að fara í ESB þá væri stór hluti af þeim sem eru á móti, einnig á sömu skoðun og Davíð. Þarna elta menn skoðanir mannsins sem hélt því fram að krónan væri frábær gjaldmiðill. Það er þetta með það að vera í liði, sem er alveg ótrúlega þreytt. Ég skora á víðsýna menn að skoða þetta myndband, og ekki vera að gefa sér eitthvað fyrirfram um ESB => http://vimeo.com/4189836

Valsól (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 07:37

11 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Góð samantekt hjá þér Helgi. Höldum dampi í málinu. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 21.4.2009 kl. 01:06

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Helgi það er alltaf jafn gaman að líta við hjá þér og lesa fróðlega og skemmtilega pistla, sem ég hef ekki gert lengi vegna anna. Ég bætti mér það upp í morgun og las aftur í tímann því ég vaknaði snemma. Ég er merkilegt nokk sammála þér í flestu t.d. líst mér afar vel á utanflokksráðherrana og ekki síst hana Rögnu sem þú bloggar um. Pistilinn þinn er vel skrifaður eins og þú átt venju til en í þessu máli erum við ósammála.  Kær kveðja.

Sigurður Þórðarson, 22.4.2009 kl. 05:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband