Færsluflokkur: Evrópumál

Án krónu væri engin verðtrygging, jöklabréf eða Icesave

busahaldabylt syning hugmyndahus

Þó allt annað hefði farið eins væri Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn IMF ekki að ráðskast með Ísland ef hér hefði ekki verið króna heldur evra. Hlutverk risalánsins og tengdra lána, afskipti gjaldeyrissjóðsins og skilyrðin sem fólk óttast svo mjög er eingöngu að bjarga íslensku krónunni. IMF er björgunarsjóður gjaldmiðla - gjaldeyrissjóður og rislánið þar sem við fullnýtum einnig lánamöguleika okkar hjá frænd- og vinaþjóðum er eingöngu til að vera björgunarhringur um íslensku krónuna. Án hennar ætti IMF ekkert erindi hingað. – Þeir sem völdu að halda í krónuna í stað evru og ESB, þeir völdu líka IMF. Það verður bara að segja það eins og það er.

- Án krónu væru engin Jöklabréf sem myllusteinn um háls okkar

Án krónunnar með evru og aðild að ESB hefði heldur ekki skapast markaður fyrir jöklabréfin, þ.e. skuldabréf í íslenskum krónum seld útlendingum til að græða á íslensku krónuvöxtunum, sem nú eru sem myllusteinn um háls okkar þar sem þau byggja á vaxtamuninum sem var milli kónusvæðisins okkar og stærri myntsvæða heimsins. – Þeir sem völdu að halda í krónuna í stað evru og ESB,  þeir völdu jöklabréfin.

- Án krónu hefðu ekki verið forsendur fyrir ICESAVE og EDGE

Það hefðu heldur ekki verð forsendur fyrir markaðssókn hávaxtareikninga íslensku bankanna í Evrópu án krónunnar. ICESAVE bauð hæstu almennu innlánsvexti Evrópu og það skapaði hinn öra vöxt reikninganna og bjó þannig til enn einn myllusteininn um háls okkar og kallaði yfir okkur hryðjuverkalög Breta sem við sitjum enn undir. Þegar erlendir menn viðskiptavinir bankanna, eftirlitsaðilar og erlendir fjölmiðlamenn könnuðu hvort það væri raunhæft að ICESAVE reikningarnir gætu greitt svo háa vexti, hærri en allir aðrir, var vísað til vaxtastigsins á íslenska krónusvæðinu sem svo aftur grundvallaðist á að Seðlabanki Íslands hafðu hæstu stýrivexti í hinum vestræna heimi og þó víðar væri leitað. Svo ICESAVE var öðru fremur að markaðssetja vaxtamuninn sem krónan kostaði okkur. – Þeir sem völdu að halda í krónuna í stað evru og ESB,  þeir völdu ICESAVE

- Án krónu hefði ekki verið gerð regluleg áhlaup á krónuna

Bæði vogunarsjóðir útí heimi og spákaupmenn af ýmsum toga auk bankanna okkar reyndu vísvitandi að rugga litlu krónunni okkar til að selja krónur þegar hún fór niður og kostaði margar evrur og kaupa krónur þegar hún fór upp og kostaði fáar evrur í þeim sveiflum sem þeir sjálfir sköpuðu og græða þannig mikla peninga. En eins og alltaf er ekki hægt að græða á engu án þess að einhverjir tapi og þeir sem töpuðu voru auðvitað við, allur íslenskur almenningur. – Þeir sem völdu að halda í krónuna í stað evru og ESB,  þeir völdu gengismuninn og vald spákaupmennskunnar og vogunarsjóðanna.

- Verðtryggingin er fyrir krónuna - án krónu væri ekki verðtrygging.

Við fundum uppá því á mestu verðbólgutímunum að verðtryggja laun til að ekki væri hægt að taka af okkur launahækkanir jafnóðum með gengisfellingum. Það hinsvegar skapaði óðverðbólgu með víxlverkun hækkana launa og verðlags. Á sama tíma voru vextir föst lág prósenta - án verðlagstengingar, sem svo aftur gerði það að verkum að þeir sem fengu lán fyrir t.d. togara eða húsi greiddu upphæðina einfalda til baka á löngum tíma á sama tíma og húsið eða togarinn tuttugufaldaðist eða hundraðfaldaðist að verðgildi. Þá tóku menn að krefjast vísitölutengingu lána.

Þ.e. krónan varð þá þegar ónýtur gjaldmiðill sem kostaði þá sem áttu krónur ómældan skaða en færði þeim sem skulduðu krónur ómældan auð og gróða. Flestir sem eignuðust t.d. skuttogarana okkar sem síðar kvótinn var gefinn á þeim til eignar og sölu, þeir borguð aldrei meira en 1%-10% af verði sjálfra skipanna sem þeir þó eignuðust líka. Hitt borguðum við þjóðin og gáfum þeim, því sjóðir okkar útveguðu þeim lán sem við öfluðum erlendis og við urðum greiða að fullu.

Við sitjum hinsvegar enn uppi með vístölutengingu lánaskuldbindinga bara til að halda lífi í krónunni. – Þeir sem völdu að halda í krónuna í stað evru og ESB,  þeir völdu áframhaldandi vísitölutryggingu lánaskuldbindinga.

- Ísland var eitt ríkasta og best stæða land heims, hversvegna skyldi það hafa fallið fyrst og verst?

Hrunið eins og það gekk yfir Ísland sem var í hálfa öld ein ríkasta þjóð heims, en varð þrátt fyrir það  fyrst, verst og alvarlegast fyrir heimskreppunni. Það var val þeirra stjórnmálaafla og auðvaldsafla sem hafa haldið uppi hræðsluáróðri gegn ESB, evru og Evrópu, til að verja sérhagsmuni sína, því við vissum að þetta var hættuspil.

ESB og evra er ekki töfralausn, en ESB og evra er traustur grunnur í stað kviksyndis krónnunnar. Við sjálf sjáum svo um að hanna og að byggja á þeim grunni. Við verðum að byggja á ESB og evru ef við ætlum ekki að endurtaka vitleysuna og trappa okkur niður til varanlegrar fátæktar. Samskiptin við umheiminn gerðu okkur rík og færðu okkur raunverulegt vald yfir okar málum, einangrun hélt okkur áður fátækum um aldir og valdalausum um allt sem okkur snerti.  - Nú vitum við þetta og höfum enga afsökun.


Versta illvirki Flokksins er að standa í vegi ESB aðildar

bebediktjohannessonmbl16april2009.jpgEkki eru allir auðugir menn ágjarnir og sérgóðir, en eigingjarnir, auðugir og sérgóðir menn og skeytingalausir um hag heildarinnar vilja ekki neinar breytingar sem gætu valdið þeim persónulegri óvissu. Á móti vilja aftur sannir hugsjónamenn fyrst og fremst samfélaginu vel og víkja til hliðar persónulegri óvissu um persónulega stöðu auðs síns og valda en líta til heildarhagsmuna þjóðarinnar.
Ljóst er af grein Benedikts Jóhannessonar að hann er slíkur hugsjónamaður sem lítur til hagsmuna þjóðarheildarinnar og öryggis okkar allra fremur en persónulegra sérhagsmuna. Hann fellur heldur ekki í þá þægilegu freistni að skora persónuleg prik hjá and-Evrópu-genginu sem frændi hans Björn Bjarnason ásamt Styrmi leidarimbl17april2009.jpgGunnarssyni eru nú helstu talsmenn fyrir, Kristján Loftsson í Hval hf kostar og Davíð Oddsson límir saman og stýrir, en Ragnar Arnalds og Hjörleifur Guttormsson eru klappstýrur fyrir.

IMF ætti hingað ekkert erindi ef hér væri evra

Ljóst er að ef þessum hópi hefði ekki síðustu 15 ár tekist að hindra að ESB málið væri af alvöru tekið á dagskrá og við þess í stað gerst aðilar að ESB og tekið upp evru, ætti t.d. gjaldeyrissjóðurinn IMF, risalán hans og skilmálar þess og yfirstjórn hans á fjármálum okkar, ekkert erindi hingað þar sem þá væri hann ekki hér til að bjarga íslensku krónunni. IMF og rislánið er aðeins og eingöngu til að bjarga krónunni okkar og er því hreinn og beinn kostnaður af stefnu and-Evrópu-sérhagsmunagengisins.

Engir ISESAVE-reikningar hefðu verið stofnaðir ef hér væri evra

Ljóst er að hér hefðu ekki verið nein Jöklabréf og engir ICESAVE-hávaxtareikningar hefðu verið boðnir til að freista útlendingum ef ekki hefði verið krónan, vaxtamunurinn og ofurvextirnir sem voru til að halda krónunni lifandi.icesave_6_30_trongt_832174.jpg
Útrás bankanna og erlendir innlánsvextir þeirra sem buðu hæstu almennu innlánsvexti í Evrópu voru reknir á þeirri forsendu að íslensku krónunni var haldið uppi með hæstu stýrivöxtum í heimi að undaskyldu aðeins Zimbabwe.

Verðtryggingin er líka til að gera krónuna nothæfa

Verðtryggingin með vístölubótum á lánum auk breytilegra vaxta var og er líka aðeins til að gera krónuna nothæfan gjaldmiðil.  Með evru án krónu væri hér heldur engin verðtrygging og auðvitað heldur ekki stórhækkun erlendra lána við gengishrun og reyndar ekki gengissveiflur eða hrun af þeim toga sem við höfum búið við í áratugi.

Íslenskir námsmenn þyrftu ekki að greiða milljónir í skólagjöld

Íslenskir námsmenn borga nú margföld skólagjöld við evrópska skóla og svo nemur milljónum króna hærri en áður voru, ekki síst við breska háskóla, vegna þess að við teljumst nú utan Evrópu-/ESB-þjóð.

Við gætu gætt hagsmuna okkar í stað áskriftar að reglum án áhrifa

Við erum áskrifendur af ESB-reglum en höfum engin áhrif á þær, við sitjum enga þá reglulegu ráðherrafundi sem ráðherrar Evrópuþjóða sitja saman í hverjum mánuði til að undirbúa mál og koma á framfæri sínum sjónarmiðum og hagsmunum.

- Og verst er þó það sem Benedikts Jóhannesson bendir á í ofangreindri grein sinni og Morgunblaðið tekur upp í leiðara að framundan er næsta örugglega enn alvarlegra hrun Íslands ef við göngum ekki til fullrar þátttöku og samstarfs við Evrópu strax og til samninga á næstu mánuðum svo við getum notið þar forystu Svía, og orðið á ný gjaldgeng þjóð og fullvalda ríki sem við erum ekki nú eins og Sjálfstæðisflokkur hefur spilað úr málum okkar.
Það er mjög alvarlegt að Samfylking hafi látið það yfir sig ganga nú að ekki væru gerðar þær lágmarksbreytingar á stjórnarskrá að hægt væri að ganga til ESB-viðræðna án nýrra þingkosninga áður.

Hvað notum við sem ekki er útlenskt?

Við erum ekkert ein, enginn hlutur sem við notum dagsdaglega er al-íslenskur, jafnvel fiskurinn er veiddur og flakaður með útlendum tækjum og áhöldum, útlendu snæri í netin, útlendu girni og útlendum önglum, jafnvel hnífarnir til að flaka hann svo ekki sé talað um málmana í vélar báta og áhöld, og jafnvel timbrið og smíðaáhöldin eru útlensk, - og svo seljum við fiskinn til útlanda í útlenskum umbúðapappír og notum útlenskar tölvur, prentum reikningana á útlenskan prent-pappír í útlenskum prenturum, flytjum fiskinn í útlenskum kæligámum og á útlenskum skipum.

Það er hámark sjálfsblekkingarinnar að láta sem við Íslendingar séum merkilegri en aðrar þjóðir og getum frekar en aðrar þjóðir verið án náinna samskipta við umheiminn.

Versta illvirki Sjálfstæðisflokksins er að standa í vegi ESB aðildar okkar, það illvirki olli því hve hrun okkar var alvarlegt og ógnar nú alverlega framtíð okkar.


Eigin reglur og rök ESB eru okkar beittustu vopn

Folk_0114Peter Örebech sleppir mörgu mikilvægu t.d. að Eystrasalt er innhaf og því eru þar „sérstakar aðstæður“ og þar gilda því „sérstakar reglur“ sem fólu meðal annars í sér að Eystrasaltsráð stjórnaði fiskveiðum, eins og Miðjarðarhafsráð á Miðjarðarhafinu.

Einnig að Malta er eyja á innhafi og fiskistofnar umhverfis Möltu eru allir sameiginlegir fiskistofnar með öllum öðrum Miðjarðarhafsríkjum.

Það er hinsvegar kjarni sérstöðu okkar að helstu nytjastofnar eru ekki sameiginlegir með öðrum ríkjum, því er sjálf grunnforsenda fiskveiðistefnu ESB sameiginlegur vandi krefst sameiginlegra lausna ekki til staðar hér.  - Að auki eru allar meginreglur sem skipta máli sem rök fyrir okkur nú þegar rök ESB fyrir helstu stefnum og ákvörðunum þeirra sjálfra, við notum því þeirra vopn gegn þeim.

Ekki aðeins er sjálf forsenda fiskveiðistefnunnar þessi: „sameiginlegur vandi krefst sameiginlegra lausna“ og því ekki til staðar hér, heldur eru hér líka „sérstakar aðstæður krefjast sérstakra lausna“  rök ESB fyrir sérstöku og aðskildu kerfi á Miðjarðarhafinu og Eystrasalti, sem og afskiptaleysi ESB af fiskveiðum fjarlægra eyja og lenda í eigu ríkjanna svo sem eyjum Frakka í Karabíska hafinu, og hér eru einnig „sérstakar aðstæður“. 

- Þá er „nálægðarregla ESB“ ein sú mikilvægast sem aftur eru mikilvæg rök fyrir því að fyrst hér er ekki sameiginlegur vandi ESB-ríkja heldur sérstakar aðstæður sem krefjist sérstakra lausna þá ber samkvæmt reglum ESB að fara með þær ákvarðanir eins nærri vettvangi og unnt er.

- Um Íslandshaf gildir þá að ákvarðanir varðandi það beri að taka á Íslandi.

Hér er því ekki um neinar undanþágur að ræða heldur útfærslu á megin hugmyndum ESB byggð á rökum og forsendum ESB.

Sérstaða okkar er allt önnur og eindregnari en Norðmanna og Færeyinga vegna vistfræðilegs aðskilnaðar hafsvæðanna, en til viðbótar þessu ber okkur að vitna til þess að EB lofaði Færeyjum á sínum tíma að finna ásættanleg lausn fiskveiðimála þeirra kysu þeir að verða aðilar og að Norðmenn hafi tvisvar fellt samning vegna fiskveiðimálanna og því sé nú komin tími til að ESB sýni fiskveiðiþjóðum norðursins alvöru samkomulagsvilja.

ESB er viðkvæmt fyrir sínum eign grunnreglum og ef við leggjum upp okkar mál með þeirra eigin grunnreglur að vopni kæmi mér það á óvart að það opnaði ekki leiðir til lausna.

Með þessari leið værum við að virkja staðfestu þeirra um eigin forsendur og grunnreglur okkur í vil.


mbl.is ESB myndi stjórna hafsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur sannar gildi þess að eiga „rödd“ á vettvangi

SteingrímurJSteingrímur J Sigfússon og Ögmundur Jónasson að ógleymdu ASÍ hafa margoft sannað hve mikilvægt er að eiga „rödd“ og aðkomu að vettvangi ákvarðanna Evrópu, þó svo hér sé Steingrímur að tala á vettvangi Evrópuráðsins en áhrif Ögmundar og ASÍ hafi verið í samráðsferlum við ákvarðanatökur ESB vegna málefna vinnumarkaðar Evrópu vegna aðildar íslenskra launþegasamtaka.

Í raun er öflug „rödd“ og rök miklu meira virði ein og sér en atkvæði eitt og sér. Þess vegna skiptir aðild okkar að ESB gríðlega miklu máli því þar fáum við „rödd“ og aðkomu að öllum ákvarðanatökuferlum ESB.

ESB er byggt upp á hugmyndum um „samstöðulýðræði

Í ESB er í raun iðkað „samstöðulýðræði“ sem merkir að leitast er við að mál séu ekki til lykta leidd við eindregna andstöðu einhvers aðila hópsins. Það birtist svo á margvíslega vegu, m.a. með því að allt annarskonar valdastofnun formar og leggur fram tillögur, þ.e. framkvæmdastjórn ESB, en sú sem tekur endanlegar ákvarðanir í málum sem er ráðherraráðið.

Á leiðinni þar á milli fara mál langa leið sem sumir kvarta yfir að sé of tímafrek. Tilgangurinn er þó samráð við alla sem mál snerta og að allar „raddir“ komist að. Á þeirri vegferð ákvarðanna frá tillögum framkvæmdastjórnar (einn frá hverju landi) til ráðherraráðs (einn frá hverju landi) er Evrópuþingið mikilvægasti áfanginn en það getur ýmist fellt mál, sent til baka til frekari vinnslu eða kallað eftir málum frá framkvæmdastjórninni.

Þessi vegferð mála kallar líka á að öll gögn séu raunverulega uppi á borðum, að allt sé þýtt á öll tungumálin og öll gögn séu aðgengileg öllum. Það gerir feikna kröfur en gefur líka stundum höggstað á ESB þegar ekki er hægt að fela neitt og 27 þjóðir horfa yfir axlir allra embættismanna, en opnari og traustari stjórnsýsla finnst ekki.

Í þessu ferli „samstöðu- og samráðslýðræðis“ sem íslendingar eru alls óvanir, hallar á þá stóru og valdmiklu í þágu þeirra litlu, - tilgangurinn er að það sé ekki afl heldur samstaða og sátt sem ráði niðurstöðu, þó svo stundum, jafnvel of oft, kosti það átök, samningatækni og hrossakaup að lenda málum.

Allir inn enginn út en við ein eftir í EFTA

Berlín manBandalagið var stofnað til að stuðla að varðveislu friðar í Evrópu með samstöðu, samskiptum og viðskiptum milli landanna. Árangurinn er sá að nær öll lýðræðisríki Evrópu hafa gengið í ESB en ekkert ríkjanna hefur íhugað úrsögn - á sama tíma sitjum við nær ein eftir í EFTA sem Bretar stofnuðu til að þurfa ekki að gang í EB en geta dreymt drauma um að ráða mestu allra um viðskipti bæði innan Breska Samveldis og í Evrópu. - En jafnvel Bretar eru löngu gengnir úr EFTA og í ESB.

Heimsveldisdraumar hafa áhrif á stöðu Breta

Enn leggja hagsmunaðilir sem eiga mikið undir í viðskiptum innan Breska samveldisins mikla áherslu á að eiga sína fulltrúa og talsmenn allstaðar þar sem viðskiptahagsmunir Breta koma við sögu, enda miklir hagsmunir í húfi fyrir sum bresk fyrirtæki, sem fremur vilja vegna þeirra hagsmuna auka áhrif og völd Breta byggð á heimsveldisdraumnum og Breska samveldinu en á Evrópu.

Meðal breskra samveldissinna heitir það „að horfa fremur til heimsins“ en til Evrópu - það merkir að fórna Evrópu-tengslum til að auka Samveldis-tengsl  - enda þar er Bretland krúnan. Samvedlishagsmunir Breta leiddu þá um hríð frá ESB með stofnun EFTA en voru nær þjóðagjaldþroti að sögn Daniel Hannan í grein hans í Mogga þegar Bretar gengu í ESB (- og björguðu sér þá væntanlega frá þjóðargjaldþroti með ESB-aðildinni), það má því segja að Samveldið og viðskiptahagsmunir fyrirtækja innan þess hafi veikt stöðu Breta í Evrópu með því að tefja, seinka og trufla ESB-þáttöku Breta.

Geng ESB og fyrir Breska samveldið í 15 ár

Daniel Hannan, bretinn sem ESB-andstæðingar hampa mikið er fyrst og fremst Samveldissinni sem vill fórna Evróputengslum Breta til að byggja undir Samveldis- og heimsveldisdrauminn og þá viðskiptahagsmuni sem þar eru í veði. Hann hefur í 15 ár verið þingmaður á þingi ESB til að berjast geng ESB. Hann lagði það til á sínum tíma að Bretar gengju úr ESB og aftur í EFTA  „til að geta byggt upp á grundvelli Breska samveldisins í stað Evrópu“ - þ.e. á leifum breska heimsveldisins og draunum um endurreisn þess sem viðskiptaheildar.

Og rök úr þessum þankagangi kópera svo sumir Íslendingar.

SigurvegararHins vegar vilja Norðurlandabúar ákafir fá okkur í  ESB til að efla sitt lið, en fulltrúar Breta hafa engan áhuga á aðild Ísland að ESB þó þeir verði að sætta sig við hana ef við viljum, heldur segja Bretar allir sem einn að við ættum að láta okkur EES duga því þá senda þeir okkur reglur í áskrift en eru lausir afskipti smáþjóðar með kröfur og áhrif innan bandalgsins.

Jafnvel nafn samtaka ESB-andstæðinga „Heimssýn“ er komið frá frasa breskra Samveldis- og heimsveldissinna „horfum til heimsins“ sem merkir í þeirra munni „eflum Breska Samveldið og látum okkur dreyma um heimsveldið“.

Við eigum að vera menn til að þora að setjast til borðs þar sem ákvarðanir eru teknar og láta í okkur heyra og til okkar taka eins og Steingrímur J gerði hjá Evrópuráðinu.

- Og við eigum ekki að láta nokkurn mann segja okkur að þar sem við höfum „rödd“ hefðum við ekki áhrif, - það sannar Steingrímur J manna best, hvað þá heldur þegar röddinni fylgir atkvæði og neitunarvald í grundvallarmálum.


mbl.is Frysting tekin fyrir hjá Evrópuráðsþinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband