
- Og vel að merkja Björn Bjarnson og félagar get ekki haldið því fram í alvöru að hægt sé að semja við ESB um evru og hvað eina utan ESB en að ekkert sé hægt að semja við ESB með aðildarviðræðum gangandi í ESB.
- Til að endurreisa Ísland eftir hamfaraflóðið sem yfir okkur gekk verður nú að taka grunn að nýju bæjarstæði utan við farveg flóðsins uppi á bakkanum í þokkalegu skjóli og með trausta jörð undir fót. Árum saman höfðu menn reyndar bent á að ekkert vit væri að reisa efnahag landsins og ofvaxið bankakerfið á hvikulli og veikburða krónunni. Fyrr eða síðar hlaut illa að fara. Fráleitt er samt að enn skuli vera til fólk sem af misskyldu stærlæti vill ekki horfast í augu við þau hrapalegu mistök sem voru að færa okkur ekki á grunn evrunnar og skjól ESB en vilja nú helst endurreisa landið á kviksyndinu í miðjum farvegi hamfarflóðsins á sama stað og fyrr
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Miðvikudagur, 22. apríl 2009 (breytt kl. 13:22) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.