Er atvinnuleysi letifaraldur sem af hendingu gengur yfir í kreppu?

img_2009-07-13_12-53-59.jpgUngt fólk sem kemur úr skóla fær ekki atvinnuleysisbætur.  Lilja Mósesdóttir, þingmaður talaði í fréttum um ungt fólk sem kæmi úr skóla og lenti beint á atvinnuleysisbótum. Það er hart til þess að vita að jafnvel hagfræðingurinn og þingmaður VG Lilja Mósesdóttir viti ekki að ungt fólk sem er að koma úr skóla fær ekki atvinnuleysisbætur. Ef það hefur verið svo lánsamt að fá löglega vinnu fulla þrjá mánuði í sumarfríinu árið undan fær það 25% af atvinnuleysisbótum.

Það er ósvífið af samfélagi okkar að tala alltaf um atvinnuleysi eins og að um sé að ræða leti-faraldur sem líkt og svínaflensan af hendingu gengur yfir samfélagið á sama tíma og samdráttur verður í efnahagslífinu.  Það er hefðbundið að fljótlega eftir að atvinnuleysi eykst er farið að staðhæfa að nóg vinna sé sem atvinnulausir hirði ekki um hana vegna þess hve ljúfu lífi þeir lifa á bótum. - En svo hverfur samt atvinnuleysi eins og dögg fyrir sólu samtímis því að efnhagasástandið hér batnar, en auðvitað bara vegna þess að letifaraldurinn hefur gengið yfir eins og svínaflensan en af hendingu einni að það gerist samtíms batnanadi efnahagslífi.

En svo hafnar atvinnulífið þeim sem búa við vanheilsu

Þegar svo atvinnulífið pikkar út þá hraustustu og hafnar hinum veikari sem leita þá framfærslu á grundvelli langvarandi vanheilsu sinnar með örorkubótum, lætur forstjóri Tryggingastofnunar eins og það sé sök þeirra sem búa við skerta heilsu að atvinnulífið hafnar hæfileikum þeirra og reynslu. Samkeppnissamfélagið hafnar hæfileikaríku og reynslumiklu fólki sem ekki býr við fulla heilsu. Það er heimskulegt og það er sök samfélagsins og atvinnulífsins en ekki þeirra sem búa við skerta heilsu og skert líkamlegt atgervi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

algerlega sammála þér.. og svo má bæta við að umræðan snýst aðallega um þá sem eru að svindla á kerfinu.. og af því að einhver lítil prósenta svindlar þá á að láta það bitna á öllum...

Óskar Þorkelsson, 14.7.2009 kl. 19:58

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Svo vill gleymast að það er talað um fólkið sem hafnar vinnum hjá vinnumálastofnun en það er aldrei talað um fólk sem hafnar ekki vinnum.

Ég tók fyrsta atvinnutilboði sem mér stóð til boða, jafnvel þó það væri eingöngu í tvo mánuði.  

Brynjar Jóhannsson, 15.7.2009 kl. 03:49

3 Smámynd: Elle_

Þetta er hverju orði sannarra, Helgi.  Það er líka ekki nóg með að atvinnulífið velji úr eins og þú lýsir að ofan, heldur ætla þeir líka að velja fólk eftir aldri.  Og það er brot á mannréttindum.  Í Bandaríkjunum og kannski öðrum löndum, er það bæði brot á lögum og mannréttindum og hefur verið lengi.  Þar er fólk ekki spurt um aldur og ólöglegt að ráða fólk eftir aldri. 

Elle E

Elle_, 15.7.2009 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband