Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Fultrúalýðræði eða beint lýðræði?

Í raun kristallast í þessum tveimur aðferðum sem í gegnum tíðina hafa verið notaðar til að velja lögin í Evrópukeppninni munurinn á annarsvegar fulltrúalýðræði þ.e. með dómnefndum, og svo hinsvegar beinu lýðræði undanfarin ár með símakosningum.

Ísland er eins og lítið þorp í stóru kjördæmi í prófkjöri þar sem bæjarígurinn leiðir til þess að stóru sveitarfélögin fá alla fulltrúa. Ísland á engan séns í þessari keppni á meðan Austur-Evrópubúar og Tyrkir eru tugmilljónum saman í vinnu um öll lönd Vestur-Evrópu og setjast allir sem einn uppbólgnir af  þjóðernisrembing við símann og kjósa sína landa -sama hvað. Líklega gerum við svo það sama þegar við búum erlendis en erum bara svo fá að það hefur engin áhrif.

Þrátt fyrir allt eru ákveðnar hættur sem fylgja báðum aðferðum beinu lýðræði og fulltrúalýðræði. Annarleg sjónarmið geta tekið völdin og ráðið ferð og hafa augljóslega gert það hér. Trúlega gæti verið ráð að láta dómnefndir ráða fyrri umferðini en símakosningu seinni.

esc2007eov

Skýringakort stolið frá Erling af http://erling.blog.is/


mbl.is Ísland komst ekki í úrslit Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins tækifæri til að kjósa almennilegan harmonikkuleikara á þing

Harmonikkuleikari á þing 1Loksins er tækifæri til að kjósa almennilegan harmonikkuleikara á þing. Guðmundur Steingrímsson sem er í 5. sæti Samfylkingarinnar í Kraganum, harmonikkuleikari og sonur Steingríms Hermannssonar fv forsætisráðherra og afabarn Hermanns Jónassonar sem einnig var forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins hefur nú góða möguleika á að verða virkur varaþingmaður fjögurra þingmanna Samfylkingar í því kjördæmi ef Samfylkingin slagar upp í sama fylgi og síðast og gæti verið kosinn fullgildur þingmaður ef Samfylking næði sama og síðast eða rétt rúmlega það, þar sem nú fjölgar þingmönnum Kragans um einn.

Ekki er verra að stórsöngvarinn og lögfræðingurinn Árni Páll Árnason, bróðir Þórólfs Árnasonar fv borgarstjóra og sonur Árna Pálssonar fv prests í Kópavogskirkju er maðurinn sem skipar 4. sætið.

Reyndar fannst mér Guðmundur bera með sér glæsileika forsætisráðherra þegar hann talaði á prófkjörsfundunum í haust þó svo stíll hans væri yfirlætislaus og húmorískur , en ég þyrði ekki að veðja á hvenær það gæti gerst. -Hver veit nema þátttaka Guðmundar í Samfylkingunni leiði til þess að  Samfylking og Framsóknarflokkur líti fremur hver til annars en þeir hafa gert.

 - En ekki veitir af góðri nikku á þing.


Ofnotkun fangelsisdóma gengisfellir refsinguna

Þegar og þar sem refsidómar eru algengir fyrir hinar minnstu yfirsjónir hættir allur almenningur að óttast refsingar því álitshnekkur samfélagsins er oftast versti dómurinn. Þegar hann er farinn og hefur jafnvel snúist við vegna þess hve refsigleðin er rík og dómar algengir hverfa fælingaáhrif refsilaga. - Þannig virðist ástandið vera orðið í USA og ætti að vera öllum siðmenntuðum ríkjum víti til varnaðar.

í USA er ótrúlega hátt hlutfall íbúa í fangelsum á hverjum tíma - þó ég muni reyndar ekki fyrir víst hver prósentan er. Séu einstök samfélög þar skoðuð er ljóst að með stórum hópum þeirra er það álíka mikilvægt að lenda í fangelsi til að teljast meðal manna eins og okkur finnst að fermast.


mbl.is Hugsanlegt að Hilton stoppi stutt við í steininum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert eðilegt að D sé risastór 40% flokkur

Mynd_2007-05-07_kl_13-42-50MinniÞað er ekkert sjálfsagt eða eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn sé 40% flokkur áratugum saman á Íslandi. Óstjórn hefur verið á efnahagsmálum með ofþenslu og linnulausum skattahækkunum alla stjórnartíð Sjálfstæðisflokks bæði almennt sem hlutfall af heildarkökunni og svo sérstaklega á öllum almenningi með venjulegar og lágar launatekjur og bætur. Þá hefur alvarlega hallað á velferðarkerið undanfarin 12-16 ar og nú verða þeir að komast að sem kunna að endurreysa það og endurbyggja. Til þess er Samfylkingin langbest fallin, öfagalaus og raunsæ með báða fætur á jörðunni og með janfarnstefnuna ad leiðarljosi.

Með fullri virðingu fyrir thvi mæta fólki sem skipar D-listaverður það nú að víkja frá völdum. Það er ekkert eðlilegt að íhaldsflokkur sé áratugum saman med 40% fylgi i fjölflokkakerfi, hvorki á Íslandi né annarstaðar. Það verður að breytast og helst ekki seinna en á laugardaginn 12. maí.


mbl.is Samfylking og VG bæta við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt á réttri leið

Mynd_2007-05-04_kl_12-43-41Minni

Mikið fagnaðarefni og léttir að Samfylkingin sem er sá flokkur sem best er til þess fallinn að endurreisa velferðarkerfið er nú á góðri siglingu uppávið. Gleður mig líka að sjá að VG er ekki að hrapa að sama skapi og að Íslandshreyfingin er að síga á. Það gæti nefnilega bjargað 3-4 þingmönnum ef Íslandshreyfingin kemst alla leið yfir 5% markið frekar en að taka 3-4% og fá engan.

Ég hef undanfarið verið erlendis á fundum og ráðstefnum um málefni heilabilaðra og mun því nú í fyrsta sinn á ævi minni ekki verða heima á kjördag. - Satt að segja svolítið skrítin tilfinning að geta ekki fylgst með í návígi og lagt góðum velferðarsinnum gott lið.


mbl.is Fylgi Samfylkingar og Framsóknarflokks eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skipta þarf um stjórnvöld svo ekki verði alltaf sömu mál útundan

Vinnulag fólks og hugðarefni eru mismunandi. Manni hættir til að gæta vel að ákveðnum hlutum – en gleyma líka og vanrækja alltaf sömu hlutina. Enginn gerir allt fullkomlega.  Þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið samfellt með ríkisvald í 16 ár og lengst af haft sömu ráðuneyti og verkefni og Framsókn í 12 ár er víst að þau mál sem þessir flokkar hafa minnstan áhuga á eru illa vanrækt en þau sem þeir hafa mestan áhuga á sæta jafnvel ofstjórn þeirra. -Þá er ekki talin sú tilhneiging sem alltaf kemur fram eftir langa valdasetu að fara með ríkisvald sem sína eign eða eign flokksins.

Því er afar mikilvægt að reglulega séu skipti á flokkum við stjórn, - jafnvel þegar þeir standa sig almennt vel því samt verða að óbreyttu alltaf sömu mál útundan á meðan önnur sem viðkomandi hafa sérstakan áhuga á fá of mikla afskiptasemi þegar svo lengi er setið við völd.
Nú er svo sannanlega kominn tími til að Sjálfstæðisflokkur hvíli vaktina alveg sama hvað hann hefur staðið sig vel eða illa og rykið fái að sópast af vaktleið jafnaðarmanna eftir langa hvíld og að jafnaðarmenn gangi næstu vakt. Velferðarmálin hafa mætt afgangi í 12 löng ár og nú verður það að breytast. Það þarf uppstokkun á almannatryggingakerfinu og endurbætur á bóta og endurhæfingarkerfum sem engin leið er að treysta Sjálfstæðisflokknum fyrir.

Samfylkingin er loks að minna á rætur sínar jafnaðarstefnuna (ekki bara stytting úr „jafnrétti kynjanna“) og að enginn er betur til þess fallin  að endurreisa velferðarkerfið eftir áralanga vanrækslu og niðurbrot þess í höndum íhaldsins en pólitískur erfingi jafnaðarmanna sem lögðu grunninn að velferðarkerfinu.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband