Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Leggur Illugi Gunnarsson grunn að uppbygglegra stjórnmálalífi?

Landsfundur Sjálfstæðisflokks 01Á sama tíma og sumir stjórnmálamenn hafa óvænt kastað grímunni og sýnt verri hliðar en nokkurn óraði fyrir að þeir ættu, hefur Illugi Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrum aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar gengið fram fyrir skjöldu í því tómarúmi sem vissulega er aðeins til staðar eftir kosningar áður en ný ríkisstjórn hefur verið mynduð og dregið fram hvernig hægt er að byggja upp miklu jákvæðara, betra og gagnlegra stjórnmálalíf á Íslandi en verið hefur (smellið á línuna til að sjá grein Illuga) . Það hefur Illugi bæði gert með sinni eigin framgöngu og svo með beinum tillögum í grein í Fréttablaðinu í dag sunnudag. Þar leggur Illugi áherslu á að styrkja faglega stöðu stjórnarandstöðunnar hver sem hún er. - Þetta eru hugmyndir og tillögur mikillar athygli virði studdar af eigin framgöngu Illuga sem hefur verið í alla staða til fyrirmyndar.

Eru liðsmenn Björns strax í rætinni stjórnarandstöðu?

A_forsetbillinn_01 Það er margt skrítið að gerast í pólitíkinni þessa dagana skrítnara en áður í kringum stjórnarmyndanir flokksformanna.
Eitt er Dr Jekyll og Mr Hyde hegðun Jóns Sigurðssonar, annað er afar undarleg hegðun Steingríms Joð, en merkilegust er þó að verða sú rætna stjórnarandstaða sem sumir Sjálfstæðisflokksmenn sýna strax þeirri stjórn sem verið er að mynda á Þingvöllum af formönnum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Föstudagsleiðari Morgunblaðsins gaf tóninn og er stórmerkilegur í þessu samhengi einn og sér ekki síst þar sem hann vísar sérstaklega til Björns Bjarnasonar, en svo koma þekktir liðsmenn Davíðs og Björns í hrönnum í sama anda, t.d. hér á blogginu. Augljóslega berst þessi hópur nú af alefli gegn því að stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks verði mynduð. Ekki þyrfti að koma á óvart að skýringa á hegðun Steingríms Joð væri að leita í samskiptum við aðila sem tengdust þessum hópi sem þá hefði veitt honum tilefni til að halda að Sjálfstæðisflokkur vildi samstarf við VG  en alls ekki Samfylkinguna. - í raun eru hér átök milli afla sem í það minnsta í mínum huga standa annarsvegar fyrir kúgun, ófrið, ofríki og "innilokun", og hinsvegar þá sem nú eru að mynda stjórn saman og gætu staðið fyrir frið, frelsi, velferð, sátt og velmegun.

Í hvaða veruleika lifir Steingrímur Joð?

Orð, yfirlýsingar og hegðun Steingríms Joð verða sífellt óskiljanlegri og ógerningur að átta sig á í hverskonar samhliða veröld hann hrærist þessa dagana, í það minnsta ekki í nútímanum eða þeirri sem við hin lifum í.

Nú bregður svo við einnig að Jón Sigurðsson gerist stórorður og greinilegt að akkúrat ekkert hefur verið að marka yfirlýsingar Valgerðar Sverrisdóttur fyrir kosningar um að Framsókn myndi ekki halda áfram ríkisstjórnarsamstarfi ef flokkurinn yrði fyrir áfalli í kosningunum. Valgerður sagði þá aðspurð hvort ekki væri bara um hótanir að ræða til að hræða stuðningsmenn ríkistjórnarinnar til að kjósa Framsókn fremur en Sjálfstæðisflokk að svo væri alls ekki heldur einföld staðreynd. - En svo eru þeir að rifna úr fýlu blessaðir Framsóknarmennirnir þegar Sjálfstæðisflokkurinn hafnar þeim eftir áfall þeirra. - Það eina sem þó hefði getað leitt til annarrar niðurstöðu en þessara hefði verið að svipta Geir frumkvæðinu með því að Framsókn hefði haft manndóm til að standa upp strax eftir kosningar og kveðja Geir og standa þannig við yfirlýsingar sínar.


mbl.is Steingrímur: Ingibjörg hefur afsalað sér umboðinu til stjórnarmyndunarviðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherrar Samfylkingar verða:

Landsfundur Samfylkingarinnar 28Svo er nú það hverja velur Ingibjörg Sólrún með sér sem ráðherra. Það er trúlega ekki bara einfalt mál að ákveða það. Ljóst er þó að Össur Skarphéðinsson verður ráðherra enda sá einu utan Jóhönnu Sigurðardóttur sem hefur ráðherrareynslu úr þingflokki Samfylkingar. 

Báðir flokkar hafa talað um að fækka ráðherrum, þeir gætu gert það eftir frekari undirbúning eða núna strax sem er líklegast þó svo endurskipulagning ráðuneyta fylgi seinna í kjölfarið með meiri og betri undirbúningi.

Ef við því gerum ráð fyrir 5 ráðherrum frá hvorum flokki verða þrír í viðbót frá Samfylkingunni auk Ingibjargar og Össurar. A.m.k. einn þeirra verður að vera kona og a.m.k. einn þeirra verður að vera landsbyggðarþingmaður, vart verður með öllu reynslulaus þingmaður strax ráðherra þó svo hann sé í fyrsta sæti síns kjördæmis, og forðast verður að taka marga úr sama kjördæmi. Útilokunaraðferðin hjálpar til og gerir t.d. konuna Katrínu Júlíusdóttur líklegri en Gunnar Svavarsson úr sama kjördæmi, og svo landsbyggðarþingmennina Kristján Möller af norðurlandi og Björgvin Sigurðsson af suðurlandi. Ég held  þó að aðeins annar þeirra verði fyrir valinu þ.e. Kristján Möller og svo þriðja konan og þá líklega Þórunn Sveinbjarnardóttir sem gæti orðið 5. ráðherrann.

ThorunnSvAnnars eru þó allt eins líkleg og Þórunn til að fá 5. stólinn þau Björgvin Sigurðsson, Jóhanna Sigurðardóttir og Ágúst Ólafur. Suðvesturkjördæmi er hinsvegar lang stærsta kjördæmið með flesta kjósendur á bak við hvern þingmann sem vissulega er ákveðin réttlæting til að þær báðar Katrín Júlíusdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir yrðu ráðherrar þaðan, Þórunn hefur mikla reynslu og í prófkjörinu munaði í raun engu að Þórunn hlyti 1. sætið, þá er hún kona og á langa sögu í kvennabaráttunni. - Svolítið skemmtilegt reyndar ef Þórunn yrði fyrir valinu því þá yrðu alls þrjár konur ráðherrar úr því kjördæmi því Þorgerður Katrín kemur auðvitað þaðan líka.


Það hefði ekki verið hægt að semja meiri fáránleika

SteingrímurJÞeir félagar Steingrímur J og Guðni Ágústsson voru í sárum í Kastljósi og létu allar sínar hugsanir fjúka en sönnuðu þó fyrst og fremst fullkomlega að þeir voru ekki valkostur til stjórnarmyndunar. Orð og athafnir Steingríms J verða nú enn meiri ráðgáta en fyrr þar sem allt sem hann hefur sagt og gert frá kosningum hefur útilokað í reynd vinstristjórn - og svo nú er hann sjálfur í Kastljósi fullnaðarsönnun fyrir því að ISG átti engra annarra kosta völ en leita samstarfs við Sjálfstæðisflokk. Aldrei fyrr hefur það verið svo borðleggjandi við upphaf samstarfs með Sjálfstæðisflokki að engra annarra kosta völ var fyrir samstarfsflokkinn. - Þökk sé Steingrími J og Guðna Ágústssyni.
mbl.is Ingibjörg Sólrún: VG vildi ekki mynda stjórn með Framsóknarflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullnaðarsönnun: Steingrímur og Guðni í Kastljósi

Það var merkilegt að horfa á þá Steingrím J og Guðna Ágústsson í Kastljósi þar sem þeir báru sjálfa sig fram sem fullnaðarsönnun fyrir því að enginn annar stjórnarmyndunarmöguleiki var í stöðunni fyrir Ingibjörgu Sólrúnu en S+D.

Í kjölfarið af stuttu viðtali við formann Samfylkingarinnar sönnuðu þeir einfaldlega fyrir alþjóð að Ingibjörg átti engra annarra kosta völ en að fara með Geir Haarde í ríkisstjórn og að þeir félagar Steingrímur og Guðni eru ekki stjórntækir saman eða yfir höfuð vildu þeir vinna saman. 

Steingrímur náttúrulega byrjaður eins og skot að ráðist á samstarfsflokk Sjálfstæðisflokksins með svikaásökunum eins og hann kann best og gerir alltaf en nú er þetta bara orðinn góður brandari og saman voru þeir félagar eins og atriði úr grínharmleik - hreint ótrúlega fáránlegir.

Svo varð þetta náttúrlega enn skemmtilegra þegar Guðni reyndi að segja frá því eins og hann tryði því í alvöru að Framsókn hafi einmitt náð uppsveiflu á milli skoðanakannanna þegar svo stórblaðið DV kom út og eyðilagði allt saman fyrir þeim með auðmagnssmitaðri gagnrýni svo þeir fengu bara nokkrum prósentum meira en kannanir höfðu spáð þeim. - Þar náði Guðni sínu besta.


mbl.is Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hefjast væntanlega á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo skynsemin fær að ráða - Frábært!

Landsfundur Samfylkingarinnar 12Það er nú þegar búið að mynda nýja ríkisstjórn. Með tilvísun í blogg mitt hér aðeins neðar um formennina þar sem ég held því fram að Geir muni ekki sleppa Jóni Sigurðssyni nema vera algerlega viss um að ná landi með Samfylkingunni í staðin tel ég næsta víst með tilvísun í frétt Mbl.is um viðræður Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks að þegar sé í raun búið að ganga frá því að slík stjórn verði mynduð í það minnsta 99% örugglega. - Það er frábært og vísar á það besta sem íslenskt samfélag hefur uppá að bjóða í stöðunni.

Enginn alvöru möguleiki var eftir kosningaúrslitin á neinni breytingu nema þessari þar sem Geir hafði þetta í hendi sér. Það merkir auðvitað líka að Björn Bjarnason verður ekki ráðherra í næstu ríkisstjórn þar sem Geir myndi aldrei hafa Ingibjörgu Sólrúnu og Björn í sömu ríkisstjórn eftir síðasta áfall Björns. Og þá einnig að Geir Haarde treystir stöðu sína og tök á flokknum verulega og Þorgerður Katrín þó einnig og ekki síður sem ljósmóðir nýrrar ríkisstjórnar og þau saman sem foringjateymi.


mbl.is Ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hræðslubandalag D & V mögulegt?

Liðsmenn Björns Bjarnarsonar sem nú eru virkilega sárir eftir að hann var felldur niður um sæti vegna  útstrikana hafa tilhneigingu til að tengja Samfylkinguna við Jóhannes í Bónus þó svo Jóhannes sé yfirlýstur Sjálfstæðisflokksmaður. Þessir menn gætu haft tilhneigingu til að vilja í tilfinningahita sínum og vegna fyrri áfalla svo sem í Reykjavík á sér niðri á ISG og Samfylkingunni með því að ganga til samstarfs við VG því sumir þeirra virðast setja samasemmerki milli ISG og Baugs.

Tal Steingríms J og framkoma eftir kosningar sem hefur sætt furðu og gæti líka bent til að hann hefði skapað sér náin og traust tengsl á liðnum vetri við þá sem hann telur ráða verulegu um stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins.

Stjórn Sjálfstæðislokks og VG byggð á sameiginlegri og djúpstæðri krataandúð fáeinna lykilmanna hjá báðum flokkum er því að koma inn á sjónarsviðið sem hugsanlegur möguleiki og fremur nú eftir niðurstöður útstrikanna Björns en áður.

- Ef til kæmi yrði það þó vaflítið sögulega erfið stjórn fyrir bæði landsmenn og stjórnarherrana, - í raun hræðslubandalag byggt á Baugshatri og krataandúð nokkurra "innlokunarmanna" þar sem auðvitað samt langflestir í báðum flokkum láta ekki annarleg sjónarmið stjórna sér og stór hluti beggja flokka V og D styður t.d. ESB aðildarviðræður þ.e. eru ekki "innilokunarmenn".


mbl.is Þingflokkur Framsóknarflokks á fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón verður að komast í ríkistjórn til að hafa vinnu

Ég efast um að fyrr hafi öllum foringjum stjórnmálaflokkanna verið jafn mikilvægt að komast í ríkisstjórn og ráðherrastól og nú.

Gamli maðurinn og þinghúsiðMenn verða að átta sig á því að ef Jón Sigurðsson verður ekki ráðherra er hann atvinnulaus þar sem hann náði ekki þingsæti. Það verður því að vera öllum ljóst að hugmyndir um aðkomu Framsóknar að ríkisstjórn án þess að Jón fái ráðherrasæti svo sem með stuðningi við minnihlutastjórn eru fráleitar.

Jón Sigurðsson mun því biðja Geir Haarde að veita sér svigrúm til að leyfa sínu liði að rasa aðeins út áður en hann leggur nýjan stjórnasáttmála þeirra Geirs fyrir þingflokkinn (sem verður ekki vandamál) og flokksstjórn Framsóknar sem þrátt fyrir stóryrði sumra á fyrri stigum mun aldrei í reynd standa gegn ríkisstjórnarþátttöku sem formaður þeirra leggur til,  í ofanálag verður formaður sem er án þingsætis og missir ráðherrastól ekki lengi formaður eftir það. - Jón verður að komast í ríkistjórn til að hafa vinnu og halda formennskunni.

Stjórnarráðið undir nýju tungliGeir Haarde verður að staðfesta tök sín á flokki sínum og völdum eftir brotthvarf Davíðs með því að mynda sjálfur ríkisstjórn eftir kosningar en missa ekki ríkisstjórnarvöld við fyrsta tækifæri eftir brotthvarf Davíðs. Við það liti þá út sem Geir hefði ekkert í samburði við Davíð. Sjálfstæðisflokkurinn bætti þrátt fyrir allt ekki meiru við sig en svo að hann nær upp í um meðalfylgi síðustu áratuga. - Geir verður að komast í ríkisstjórn og verða áfram forsætisráðherra til að standast samanburð við Davíð Oddsson

Ingibjörg S_02Ingibjörg Sólrún verður að sýna mikla snilld ef hún á að komast upp á milli Jóns sem er atvinnulaus án ráðherrasætis og Geirs sem verður að vera áfram forsætisráðherra ef hann á ekki að blikna í öllum samanburði við Davíð Oddsson.
Ingibjörg verður sjálf að komast í ríkisstjórn til að tryggja stöðu sína. Þrátt fyrir góðan árangur á lokasprettinum er fylgi Samfylkingar fallið niður í það sama og það var fyrir 8 árum svo þá er bara eftir að koma flokknum í ríkisstjórn til að réttlæta formannsslaginn. Ef Ingibjörgu tekst það ekki er víst að staða hennar verður henni vandræðaleg og óþægileg jafnvel þótt mögulegir andstæðingar hennar innan flokksins teldu ekki vit í öðru en að sýna stöðugleika og halda óbreyttri forystu eins og voru rök margra þeirra gegn formannsframboði Ingibjargar. - Ingibjörg verður að komast í ríkisstjórn til að vera viss um að halda bærilegu pólitísku lífi.

SteingrímurJSteingrímur J Sigfússon þekkir bragðið af ráðherravöldum frá því hann var landbúnaðar- samgönguráðherra Alþýðubandalagsins og að aðeins með þeim völdum hefur hann raunveruleg áhrif, og hann veit best að ef þetta tækifæri nýtist ekki eftir sætan sigur og "veður" mikilla umskipti í stjórnmálunum er óvíst hvenær það gefst aftur, eða að það yfirleitt gefist í hans tíð, þá þarf hann að komast í ríkisstjórn til að sýna flokk sinn sem ábyrgan valdaflokk en ekki bara þrasflokk á jaðrinum. - Með hina miklu reynslu Steingríms á þessum tímamótum er þetta besta tækifæri VG til þess. - Steingrímur telur því vafalítið sérlega mikilvægt nú að komast í ríkisstjórn.

Í Frjálslyndaflokknum er það vafalítið Jón Magnússon sem kostar mestu kappi allra á að komast í ríkisstjórn, fremur formanni sínum. Jón þarf tækifæri til að sýna að ráðherrastóll hæfi honum og að hann sé ekki óábyrgur "rasisti" heldur vandaður alvöru pólitíkus.

Aldrei fyrr hafa allir foringjar flokkanna kappkostað svo að komast í ríkistjórn og nú.

Hærri og lægriLang líklegast tel ég að Jón Sigurðsson fái Geir Haarde til að bíða aðeins eftir sér og þegar Framsóknarmenn hafa fengið að mögla aðeins í fjölmiðla leggur Jón fram stjórnarsáttmála þeirra Geirs sem "hina einu ábyrgu leið Framsóknarflokksins".

Það líklegasta eina sem mögulega gæti breytt því er ef Ingibjörg Sólrún nær raunverulegu sambandi og tengslum við Þorgerði Katrínu, ef það á að takast nú þarf Ingibjörg að hafa lagt jarðveg að því og ræktað á liðnum vetri. - Fátt annað en alvöru andstaða Þorgerðar Katrínar við áframhaldandi stjórn Sjálfstæðisflokksins með Framsóknarflokki og alvöru tilboð frá Ingibjörgu Sólrúnu til Geirs hefur nokkurn minnsta möguleika til að geta breytt því að Framsókn og íhaldið verða áfram saman. Geir mun ekki einu sinni orða það að sleppa Jóni nema hann sé algerlega viss um að ná áður í bakkann hinum megin með Samfylkingunni.

Það þarf mikinn klunnaskap Geirs til að missa frá sér ríkisstjórnarforystuna og það veit Geir, einnig að aðrir munu benda á það ef svo færi.  Sem sannur íhaldsmaður mun Geir því fara þá leið að taka sem minnsta áhættu með sem minnstum breytingum -og ekki andartak að sleppa ríkisstjórnarforystunni.


Þeir sem eru í sókn gærða á minni kjörsókn

Landsfundur Samfylkingarinnar 38Ég geri fastlega ráð fyrir að þeir aðilar sem hafa verið að skapa eldmóð í sínu liði og eru í sókn græði á minni kjörsókn en þeir sem heima sitja séu þeir sem eru leiðir á öllu saman og því síður liðsmenn þeirra sem hafa verið að kveikja eldmóð síðustu dagana.- Formannaþátturinn í gærkvöldi gæti líka ráðið allnokkru um það hver er að græða og hver er að tapa á mismunandi kjörsókn. - En ef kjörsókn verður í raun markvert minni en síðast þá geri ég ráð fyrir að Sjálfstæðisflokkur tapi mestu á því og svo Framsókn.

Annars er að mínu viti ljóst að nú verða merk tímamót í íslenskum stjórnmálum og ný ríkisstjórn verður mynduð eftir kosningar. Aðeins á eftir að sjá hvor það verður Sjálfstæðisflokkur eða Framsóknarflokkur sem verður utan næstu ríkisstjórnar en annarhvor verður það örugglega. - Framsókn hefur ekki efni á áframhaldandi stjórnasamstarfi með Sjálfstæðisflokki því ekkert bendir til að Framsókn fái þau 15% sem ég held hann þurfi að lámarki til að vera áfram með Sjálfstæðisflokki í ríkisstjórn.


mbl.is Minni kjörsókn í Reykjavík en í síðustu kosningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband