Fyrir meira en þremur áratugum heyrði ég um hve vítverðar brunavarnir væru á Hótel Valhöll. Starfsfólk hafði þá strax miklar áhyggjur af því að ef eldur kæmi upp myndi hótelið fuðra upp á skammri stundu og starfsfólk og gestir sem kynnu að sofa á herbergjum sínum ættu vart undankomuleið.
Það kemur mér því afar undarlega fyrir sjónir að eftir endurteknar endurbætur á hótelinu á þessu árabili sem liðinn er síðan hafi þeim aldrei verið settur stóllinn fyrir dyrnar um alvöru brunavarnir.
Smella hér til að skoða fleiri myndir sem ég tók í gær.
Skýrslur teknar af starfsfólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Laugardagur, 11. júlí 2009 (breytt 16.9.2009 kl. 03:48) | Facebook
Athugasemdir
Afi var varðstjóri hjá slökkviliði reykjavíkur um árabil og karl faðir minn slökkviliðsmaður.. þegar ég var krakki.. sem sagt fyrir 35-40 árum.. þá heyrði ég þá ræða um sín á milli hvað væri hægt að gera við Valhöll, því hún væri bara bálköstur sem biði eftir því að kveikt yrði í .. því segi ég eins og þú Helgi.. afhverju var ekki hótelinu hreinlega lokað þar til brunavörnum var komið í skikkanlegt horf.. er þetta ekki bara íslenskur slugsaraháttur.. þetta reddast ?
Óskar Þorkelsson, 11.7.2009 kl. 14:11
Í raun er þetta þvílík heppni að það skyldi hafa kviknað í hótelinu um miðjan dag í blíðviðrinu í gær eftir að hótelgestir dagsins á undan voru farnir og ekki allir mættir og innritaðir fyrir næstu nótt. Ímyndið ykkur hve margir hefði farist ef kviknað hefði í hótelinu um nótt, útfrá rafmagni eða glóð í veitingasölum frá kertum eða öðru.
Hilmar (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 19:09
Þökk sé ríkinu sem átti þessar eignir.
cindy, 11.7.2009 kl. 22:29
Merkilegt að því er haldið fram að úðakerfi hafi verið í öllu húsinu nema í
eldhúsinu. - Það sést þá vel hér hvaða gagn var af því úðakerfi því það á
að sjálfssögðu að hafa virkað fyrir alla elda utan eldhússins. Eru einhver
merki þess að það hafi hætings hót dregið úr eða seinkað útbreiðslu
eldsins? - Ekki get ég séð að svo sé. Húsið var alelda svo eldtungur stóð
hátt til himins úr öllu húsinu stafna á milli á 15 - 20 mínútum. - Það var
bókstaflega allt brunnið áður en slökkvilið komst á vettvang og var þó
ekkert smá hús og engin vindur sem flýtti útbreiðslu eldsins.
Hilmar (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.