Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Ég mun sakna þeirra. - Kemur skoðanalaust fólk í staðin?

Litið út til kjósendaMerkilegt nokk þá mun ég sakna nokkurra þingmanna úr öllum flokkum, og reyndar hef ég nokkrar áhyggjur af því ef endurnýjun verður alltof mikil. Við kunnum enn illa að meta reynslu og sanna visku sem ekki verður til nema með aldri og reynslu.

Auk þeirra sem nú munu hverfa úr sölum Alþingis fóru óvenju margir á kjörtímabilinu, ef svo kosningar breyta svona miklu í hlutfalli milli flokkanna eins og skoðanakannanir nú benda til verða alger umskipti og jafnvel aðeins fáir þingmenn með umtalsverða reynslu.

Meðal þeirra sem ég mun sakna er hægláti þingmaðurinn og fyrrverandi ráðherrann Jón Kristjánsson. Ég lærði vel að meta hann þegar ég þurfti oft að sækja ráðstefnur og viðburði á heilbrigðissviði og hann var alltaf mættur til að hlusta á fólk, og þegar hann svo var kominn í félagsmálaráðuneytið og ég var viðstadur afmæli Fjölsmiðjunnar í Kópavogi þá var Jón Kristjánsson aftur mættur þar til að hlusta og hitta venjulegt fólk á sínu sviði. - Ég veit af sömu ástæðu að ekki eru allir ráðherrar svo duglegir að koma og hitta og hlusta á sitt fólk.

Ég mun líka sakna mikið þeirra Rannveigar Guðmundsdóttur og Margrétar Frímannsdóttur, en einnig Halldórs Blöndal þrátt fyrir að vera oft ósammála sjónarmiðum hans þá virðist hann hreinskiptinn og ekki víla fyrir sér að láta vita af því þegar hann er ekki sammála félögum sínum. - Sem stjórnmálamaður hafði hann því þekktar skoðanir en ekki bara flokk.

Formið sem verið hefur á prófkjörum hefur smá saman valið skoðanalaust fólk á listana því til að ná árangri í prófkjörum þar sem hver kjósandi greiðir mörgum frambjóðendum atkvæði þurfa frambjóðendur að hafa gætt þess að fá enga hópa upp á móti sér. Því vinnur frægt fólk sem ekki hefur frægar skoðanir í prófkjörum. Viðkunnanlegir vinna en þeir sem hafa skoðanir eru rægðir og fá því ekki þann breiða stuðning sem hver maður þarf til að ná árangri í svona prófkjöri. - Því sakna ég strax Halldórs Blöndal, hann á þekktar skoðanir.

Annars er Ögmundur Jónasson einn sá þingmaður sem ég hef hvað mestar mætur á þó er ég algerlega ósammála honum um nokkur grundvallaratriði eins og aðild að ESB og fleiri mál. Merkilegt nokk þá virðast einnig 40% stuðningsmanna VG vera ósammála VG um ESB stefnuna. - Það afsannar að fólk hafi farið frá Samfylkingunni vegna ESB stefnu hennar. En Ögmundur á þekktar skoðanir og verður vonandi áfram á þingi þó svo hann og Steingrímur J megi gjarnan skipta um skoðun á ESB.


mbl.is Fundum Alþingis frestað fram á sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmdar tennur og niðurskurður barnabóta.

Ætli skemmdar tennur heillar kynslóðar barna og skerðing barnabóta um 10 milljarða verða helsti minnisvarði þessarar ríkisstjórnar þegar fram í sækir? - Það er kannski ekki nema von að ríkissjóður sé rekinn með hagnaði í einhver ár þegar ríkisstjórn finnst sig engu varða að tannlækningar barna hafa árum saman koðnað niður og bæta svo um betur og skera barnbætur niður um 10 milljarða. - En ætli börnin muni ekki minnast þess þegar fram í sækir - að það var þá þegar Sjálfstæðisflokkurinnn var við völd að ekki fékkst almennilegur stuðningur við tannlækningar þeirra.
mbl.is Skerðing barnabóta gagnrýnd harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íbúðahverfi byggð þar sem hraun munu renna

Vallahverfi sem nú rís í nágrenni álversins í Straumsvík er ekki aðeins skipulagt svo nærri uppsprettu mengunar og við öflugustu háspennulínur á Íslandi heldur er það reist á aðeins 850 ára gömlu hrauni þar sem örugglega mun renna hraun aftur, aðeins spurning um hvenær. Næsti eldgígur sem það hraun rann úr er aðeins í nokkurra kílómetra fjarlægð.

Á Reykjanesi verða goshrinur sem standa í um 200 ár og hefjast með um 1000 ára millibili - Nú eru rúm 1000 ár síðan síðsta hrina hófst en hraunið undir Vallabyggð var eitt það síðasta sem rann í þeirri hrinu árið 1151 í Krísuvíkureldum.

Eldgígur mokaður í burtuÁ myndinni sem hér má sjá, er verið að moka í burtu merkilegum eldgíg þeim sem næstur er nokkru höfuðborgarsvæði í heiminum og heitir þá væntanlega bara "gjallnáma" eða eitthvað viðlíka. Ef eitthvað vit væri í okkur hefði Þetta með öðru átt að verða verndaðar minjar og aðdráttarafl ferðamanna en ég held við viljum ekki vita af svona minjum svona nærri okkur. Reyndar er Reykjanesskagi í heild einstakur  þar sem úthfashryggurinn kemur upp á yfirborðið og er eini slíki staður í veröldinni, en önnur eldgosasvæði okkar eru blanda af heita reitnum og Atlantsahafshryggnum, og eru því ekki ómengaður úthafshryggur eins og Reykjnesskaginn.

Við íslendningar erum ótrúlega skammsýnir í skipulagi byggðar, ekki aðeins byggjum við án snjóflóðavarna undir bröttum fjallshliðum þar sem fyrr eða síðar munu falla stór snjóflóð heldur líka á eldfjöllum (Heimaey) og við jaðra þeirra þar sem örugglega fyrr eða síðar mun renna hraun yfir - án neinna fyrirfram hugmynda um hvernig á að verja byggðina þegar þessir alvarlegu atburðir sem fylgja landi okkar munu gerast.

Í ofanálag göngum við afar illa um okkar næsta umhverfi þó við viljum verja fjarlægt hálendið okkar. Eldgosaminjar eru mokaðar í burtu eins og hvert annað rusl og hraun eru rudd langt útfyrir vegstæði við vegagerð sem oft er um þau þvers og kruss.


Afhverju ekki úr 14 í 16 ár?

Það hefur verið svívirða lengi á Íslandi að 14 ára eigi börn að teljast kynferðilega sjálfráða, þannig að þegar þeim aldri væri náð fríaði það fullorðið fólk ábyrgð á kynathöfnum sínum með börnunum ef þau hafa fengist til að samsinna. Í USA er þessi aldur 18 ára en víðast í Evrópu 16 ára. Afhverju hækkuðu þeir það ekki í 16 ár nú í stað 15? Það er enginn að tala um að þessi mörk séu notuð gegn jafnöldrum en þessi lágu mörk gefa fullorðnu fólki sem misnotar ungmenni óþarfa réttlætingu löggjafans.Hærri og lægri
mbl.is Fyrningarfrestur á kynferðisafbrotum gegn börnum afnuminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er örugglega verið að gæta hagsmuna okkar?

Nú þegar landeigendur hafa myndað með sér öflug og hávær samtök til að berjast gegn framgangi þjóðlendulaganna er enn mikilvægara en áður að alveg ljóst sé að hagsmuna þjóðarinnar sé gætt í fjármálaráðuneytinu. - Vonandi er þessi eftirgjöf ekki til merkis um að hagsmunum okkar sé ekki lengur borgið þar.
mbl.is Þjóðlendudómi ekki áfrýjað til Hæstaréttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin: "aftur til upphafsins" - Lausafylgið er á mikilli ferð

Það má merkja af skoðanakönnunum að lausafylgið er á mikilli ferð, nú staldrar það við hjá Sjálfstæðisflokknum.

Reyndar verður Samfylkingin að gefa kjósendum góða ástæðu til að koma til sín ef Sjálfstæðisflokkur á ekki eftir að fá að vaxa enn þegar allir flokkar taka að höggva í VG á næstunni því þaðan verður mest að hafa í kosningabaráttunni eins og staðan hefur verið undanfarið.

Back to the Basics eða aftur til upphafsins ætti að vera þema Samfylkingarinnar við kosningaundirbúning sinn og mótun kosninagstefnuskrár. Þar sem Samfylkingin einfaldlega leggur fyrir sig og kjósendur grundvalalratriði jafnaðarstefnunnar, aftur í grunninn, og rifjar upp grundvallaratriði velferðakerfisins og afhverju Samfylkinin er best til þess fallin að endurreisa velferðarkerfið. - Það yrði útkalla til allra sem hafa stutt velferðarkerfið og hugmyndir jafnaðarmanna. Jafnvel Steingrímur J vísar nú til norræna módelsins sem leiðarljóss þegar í raun það er Samfylkingin sem flokkur íslenskra jafnðarmanna sem alla tíð hefur barist fyrir því, með systurflokkum sínum á Norðurlöndum. - Það væri laust við tækifærismennsku og minniti á stöðugleika grunnstefnu Samfylkingarinnar því umræðan og málefninn byggðu á grundvallaratriðum jafnðarstefnunnar, og full þörf er augljóslega á því.

Íslendingar vilja vera öfgalausir jafnaðarmenn þegar til kastanna kemur og þekkja alvöru réttlæti og velferðakerfi þegar þeir sjá það. - Ef Samfylkingin tjáir ekki afl, yfirvegun og skýra stefnu um grundvallaratriði í anda jafnaðarstefnunnar mun fylgið aðeins flytjast frá VG til Sjálfstæðisflokksins og til Framsóknarflokksins þegar tekið verður að keppa um atkvæðin af fullum þunga. - Og ríkisstjórnin mun halda velli.


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst mikið frá síðustu könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margt mótsagnakennt við varnir á flugvöllum

Það er margt undarlegt og mótsagnakennt við gríðlegar varnir á flugvöllum til að hindra hryðjuverk og oft virðist einfaldlega heilbrigða skynsemi hafa skort í uppskriftina.

Sterk rök má færa fyrir því að í raun séu allar þessar varnir tafir og óþægindi eingögnu til að verja farþega fyrsta farrýmis. Þ.e. hinir safnast nú vegna tafnna í miklu stærri hópum en áður í innritunarsölum, þar sem einfaldast væri, að bera inn ferðtöskur fullar af sprengiefni og ganga út, ef tilgangurinn væri að valda usla í flugi og drepa vesturlandabúa, eins og á að hafa verið tilgangur bretanna sem eiga að hafa ætlað að sprengja flugvélar yir Atlantshafi, nema óþarft væri að deyja sjálfir.

Til að ná sama tilgangi þarf ekki annað en komast í innritunarisalinn á flugstöð. - Þar stoppa hinsvegar Sagaklass-farþegar ekki nema augnablik, því þeir fá forgang við innritun. Þannig er það allstaðar í heiminum. Hertu varnirnar duga þeim því vel en gera almenna farþega varnarlausari þar sem þeir safnast saman enn fleiri og lengur en áður fyrir framan alla vopna- og sprengjuleit. - Ef slíkt gerðist í stórri flugstöð myndi það valda gríðalegri ringulreið, töfum í öllu flugi og ótta.

- Á sama tíma ganga lestir án allra varna eða vopnaleitar, en Sagaklass-farþegar heimsins eru líklega heldur ekki þar á ferð.


mbl.is Flugmaður í of miklu uppnámi til að fljúga eftir þras við öryggisvörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lánshæfismat ríkissjóðs undirstaða bankanna

Mörgum virðist hafa komið á óvart hve skýrt lánshæfismat einkavæddu bankanna er tengt lænshæfismati ríkissjóðs. Nú má reikna með að matið á bönkunum sigi aftur, því ein megin forsendan fyrir góðu mati þeirra er að ríkissjóður muni hlaupa undir bagga ef illa fer hjá bönkunum. Í raun voru þau tengsl mestu duldu verðmæti bakanna og forsendan fyrir útrás þeirra.

Þeir sem keyptu bankana voru ekki síst að kaupa lánshæfismatið, til að geta tekið mikil lán til að skapa mikil umsvif. Þjóðin fékk þó ekki greitt fyrir það en gæti þurft sjálf að greiða fyrir það síðar. Allt hangir þetta saman þannig að ef lánshæfismat ríkisjóðs versnar mikið versna lánakjör sem bankarnir byggja umsvif sín á og endurfjármögnun verður erfiðari, og ef í útlöndum er talið að ríkið íslenska verði að taka mikla áhættu a sig vegna bankanna skerðir það aftur lánshæfismat ríkissjóðs sem aftur skerðir lánshæfismat bankanna og ....


mbl.is Segja lækkun Fitch á lánshæfismati ríkissjóðs ekki koma á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norrænt velferðarsamfélag eða ekki???

"Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs (VG), sagði ... í alþingiskosningum í vor verði kosið um hvers konar samfélag menn vilji, norrænt velferðarsamfélag eða ekki."

Ég er satt að segja svolítið áttavilltur yfir þessum orðum Steingríms. Það er nú ekki svo ýkja langt síðan kratarnir voru að sögn allaballa og fyrri eðalkomma ekki í húsum hafandi, stéttasvikarar og verri en íhaldið fyrir að berjast fyrir norræna módelinu. Er ekki kominn tími til að hann biðji kratana afsökunar á fyrri stóryrðum sínum í þeirra garð? - Varla stofnaði Steingrímur sér flokk til að hafa norræna módelið að sínu helsta leiðarljósi nákvæmlega eins og áður kratarnir og nú Samfylkingin?


mbl.is Steingrímur J: Kyrrstaða verði rofin í jafnréttismálum og RÚV endurheimt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott tækifæri til að stíga útúr vitleysunni

Það ætti að afþakka peninginn en lýsa jafnframt yfir að hvalveiðum sé lokið i bili. Þannig væri þetta gott tækifæri fyrir okkur að ganga uppréttir út úr þessum vitleysissirkus sem stofnað var til sl haust.
mbl.is WSPA bjóða ríkisstjórninni 95.000 pund fyrir tvo hvali og samning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband