Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Allir Kópavogsbúar ættu að senda andmæli vegna Kársness

Nonh_Jokull_01M Þann 3. september rennur út framlengdur skilafrestur á athugasemdum við stækkað hafnarsvæðis á Kársnesi. Stórkallalegar áætlanir sem í heild eru settar fram í svokölluðu rammaskipulagi fyrir Kársnes eru bútaðar í 10 parta og síðan er hver partur borinn á borð sérstaklega eins og hann komi hinum ekkert við. Nú er semsagt verið að auglýsa eftir athugsemdum vegna hafnarsvæðispartsins. Stækkun hafnarinnar leiðir til aukinna þungflutninga þvers og kruss um allan Kópavog auk þess sem Kársnesið og Fossvogurinn er sameiginleg verðmæti allra Kópavogsbúa sem verið er að ganga illa á.

Það eru því fullar forsendur fyrir hvaða Kópavogsbúa sem er til að senda inn andmæli á skipulag@kopavogur.is Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum er allstaðar bæði á Íslandi og Evrópu verið að færa hafnarstarfsemi fyrir skip út fyrir byggð ef hægt er - nema í Kópavogi þar sem verið er að byggja hana upp inní byggð. Stækkun hafnarsvæðisins skerðir því lífsgæði í Kópavogi. Meira má sjá um efnið á www.karsnes.is

Þetta þarf ekki að vera flókið ein setning gerir gagn. Munið að taka fram að verið sé að mótmæla stækkun hafnarsvæðisins á Kársnesi og setjið undir fullt nafn heimili og kennitölu.

 


Afhentum mótmælalista meirihluta íbúa

Mótmæli afhentUm hádegisbilið gengu fulltrúar íbúasamtakanna „Betri Nónhæð“ á fund bæjaryfirvalda í Kópavogi til að afhenda þeim undirskrifuð mótmæli um 600 íbúa auk velunnara leiksskólans Arnarsmára, alls 650. Því miður sá Gunnar I Birgisson sér ekki fært að veita þeim viðtöku en vísaði á skipulagsstjóra Smára Smárason. 

Auk undirskrifta kosningabærra íbúa hverfisins voru færð hugnæm skilaboð frá börnum á leikskólanum Arnarsmára.

Texti undirskriftalistanna var svohljóðandi:

Mótmæli vegna breytinga á skipulagi
Nónhæðar og Arnarsmára 32
 
Við undirrituð,  íbúar Smárahverfis ofan Fífuhvammsvegar, mótmælum eindregið fyrirætlunum um breytt aðalskipulag fyrir Arnarsmára 32 og Nónhæð (Arnarsmára 36).  Við krefjumst þess að áfram verði gert ráð fyrir að svæðin þjóni fyrst og fremst íbúunum m.a. með görðum og grænum svæðum í anda þess sem heitið var þegar hverfið var skipulagt í upphafi.

 


Óbreytt aðalskipulag og grænt svæði, -ekkert prútt!

Mynd_2007-07-02_15-55-02Aðalskipulag Kópavogs með gönguleiðum um NónhæðÍbúar á Nónhæð vilja að bæjaryfirvöld standi við fyrirheit sín úr staðfestu aðalskipulagi og staðfestu deiliskipulagi (nóv 1991) um grænt opið svæði á Nónhæð í framhaldi af "græna geiranum", gönguleiðinni upp hverfið, og gangi frá útivistarsvæðum og görðum eins og ráð var fyrir gert. Hvort húsið á miðjum reitnum verður kirkja, náttúrufræðisetur, einfaldur útsýnisturn eða eitthvað annað viðeigandi og fagurt er aukaatriði.

Folk_fj_Flugeldar_5907++Skjabord_HJH_001Það á enginn rétt á að kaupa slíkan reit til þess eins að heimta að fá að breyta skipulagi hans og setja ofaní hann 18.000 fermetra 2ja hæða bílakjallara og uppúr honum 230 íbúðir í háhýsum upp í loftið. - Og svipta þannig hverfið lífsgæðum sem heitið var og ráð var fyrir gert frá því fyrstu frumbyggjar hverfisins keyptu þar sínar lóðir, og svipta jafnframt Kópavogsbúa möguleika á samfellu í keðju útivistarsvæða sinna og gönguleiðum (sbr skýringar á korti).

 Réttar Upplýsingar???3Mynd_2007-06-28_18-21-11Non_Teikning001gNon_deiliskipulag


Eru réttar upplýsingar réttar? - Eða er verið að blekkja?

Réttar Upplýsingar???3Mörgum til mikillar undrunar auglýstu KS-verktakar með hálfsíðu auglýsingu í Morgunblaðinu í gær með mynd af bákninu á Nónhæð, "þitt álit skiptir máli" sem auðvitað er alveg rétt hjá þeim, en engan grunaði að þeir væru beinlínis hreyknir af steypubákninu sem þeir vilja setja á og ofaní Nónhæð, auk þess sem það eru í það minnsta að nafninu til bæjaryfirvöld sem eru að kynna íbúum skipulagshugmyndir "sínar" og leita eftir áliti íbúanna.  Í auglýsingunni segir að "réttar upplýsingar" sé að finna á heimasíðu verktakanna www.ksverktakar.is.

Fyrir það fyrsta verður að taka fram að íbúar taka nú afstöðu til tveggja reita sem liggja saman á Nónhæð þar sem bara annar er á vegum KS-verktaka, þ.e. Arnarsmári 36 en hinn er hugmynd um  8-9 hæða hús á Arnarsmára 32. - KS-verktakar sýna ekki það hús á sínum líkönum þó því hafi verið lofað á fundi með íbúum í Smáraskóla í lok júni að fella saman þessi tvö líkön og sýna heildar útkomuna.

Þá um "réttar upplýsingar". Það virðist vera  orðið sérstakt fag hjá einhverjum verkfræðingum að fela hús á tölvulíkönum sem felld eru að ljósmyndum og videomyndum. Það er t.d áberandi hve þeir nota vítt sjónarhorn með nýbyggingarnar/tölvulíkanði fjærst og smæst. Þá var það t.d. sláandi þegar upplýsingar voru lagðar Kársnesbúa að hærri hús voru jafnan sýnd bera bak við há tré og tölvugerði hlutinn er hafður gráblár svo hann skeri sig lítt frá hafinu þó húsin klippti sjávarsýnina í burtu (sjá myndina).

Það eru örugglega mætustu menn sem standa á bak við KS-verktaka, ég  kann engin deili á þeim, en ég kannast við skakkar upplýsingar þegar ég sé þær. Og vídeóin þeirra á heimasíðunni (hér) eru skakkar upplýsingar - og vart upplýsandi.

Vítt sjónarhorn og mikil fjarlægð frá húsunum gerir myndirnar strax marklausar. Vínkillinn er svo víður að ómögulegt er að sjá hvort raunhæft sé að t.d. 6 hæða tölvugert hús sé sýnt minna en raunverulegt 3ja hæða hús sem stendur þó beint á móti (Nónhæð Gbæ). - Svona upplýsingar eru marklausar og villandi ef ekki rangar.

Geta þessi hlutföll staðist?
Hér að neðan er svo smá greining á "upplýsingum" í vídeói KS-verktaka, (vídeóið sjálft er hér)
.

Réttar Upplýsingar???1

Geta þessi hlutföll staðist?...
... annað dæmi úr sama vídeói KS-verktaka ... þau eru reyndar öll sama marki brennd:RettarUppl2b?

Þrívíddin er notuð til að blekkja
Þrívíddin er notuð til að láta húsin nánast hverfa. Á skjá eða á prenti er hlutfallslegur samanburður nauðsynlegur og miklu meira upplýsandi. Til þess þurfa hlutfallslegar fjarlægðir að vera augljósar og best að geta haft sömu fjarlægð til samanburðarhæfra stærða.

Því fann ég sjálfur mynd sem ég á af hverfinu og tók þar blokk sem er til staðar fyrst óbreytt og fjölfaldaði svo hæðirnar þannig að hver hæð er eftir sem áður jafn stór og fyrr svo hlutfallsega réttur samanburður fengist á sama hús mis hátt og við önnur hús í hverfinu. Hver hæð er jafn stór og fyrr en þeim er bara staflað upp.

Auðsjáanleg  hlutföll eru nauðsynleg

Smellið á myndir og svo aftur til að stækka og skoða betur.

Arnarsmari Turn3Arnarsmari Turn9HvíttArnarsmari Turn14Hvítt


Bæjarfulltrúarnir bera ábyrgðina

 

Bæjarstjórinn gerir ekkert einn. Þeir bæjarfulltrúar sem samþykkja eða sitja hjá gera honum það kleift og bera ábyrgðina - sendið þeim tölvpóst og bréf og bendið á að betur verði fylgst með hverjir samþykkja og sitja hjá við afgreiðslu illa ígrundaðra og vafasamra mála sem "braskarar" en ekki bæjaryfirvöld bera fram.  Þeir hljóta að vakna og ræða málin í sínum hópi ef nægilega er ýtt við þeim.

Gunnar Birgisson er sjálfum sér samkvæmur - hann vill byggja og vill byggja mikið og hratt. Það er það sem Gunnar stendur fyrir og kann vel og allir hafa vitað lengi. -Og hann hefur komið mörgum mikilvægum hlutum í verk.

Þegar honum hinsvegar sést ekki fyrir og lítur ekki upp og sér því ekki heildarmyndina og hagsmuni núverandi Kópavogsbúa í ákafanum við að byggja undir nýja Kópavogsbúa, þá ber hver og einn fulltrúi í bæjarstjórn sem ekki hefur tekið skýra afstöðu gegn málinu og greitt atkvæði í samræmi við það fulla ábyrgð.

Þó Kópavogsbúar hafi kosið að virkja aflið í Gunnari þá verða bæjarfulltrúarnir og félagar hans að hemja það þegar það fer úr böndum og stýra því í réttan farveg. E.t.v. var það mikilvægasta hlutverk Sigurðar heitins Geirdal að hemja náttúraflið Gunnar I Birgisson svo best nýttist í þágu Kópavogsbúa, en íbúarnir þurfa að minna bæjarfulltrúana á að þeir bera ábyrgðina og geta ekki lengur falið sig bak við bæjarstjórann.


mbl.is Kópavogshöfn verður ekki stækkuð gegn vilja íbúanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kópavogsbúar sendið mótmæli fyrir 21. ágúst - Ekkert prútt!

Allir sem láta málin sig varða verða að senda mótmæli bæði vegna Nónhæðar og líka vegna Kársness á skipulag@kopavogur.is  fyrir 21. ágúst nk. Það þarf ekki að vera flókið og fyrst og fremst að tjá fullan hug sinn. Ekki segjast vilja minni höfn ef maður vill enga höfn, eða minna hús ef maður vill ekkert hús. Og ef maður vill ekki aukna umferð í hverfið sitt segir maður það. - Og ef maður vill ekki að bætt verði þéttri íbúðabyggð á græna kollinn á Nónhæð þar sem lofað hefur verið í 20 ár grænu svæði í þágu íbúa og samfélags þá segir maður það, -að aðalskipulag skuli standa óbreytt.

Mynd_tekin_ 2005-01-20 023337PMGrundvallar breytingar í skipulagi í einu hverfi varðar í raun alla bæjarbúa þó svo þær séu jafnan aðeins kynntar þeim íbúum sem næstir búa. Ásýnd og umferð, hvernig innviðir sveitarfélagsins ráða við breytingarnar, skólar, veitukerfi, félagsþjónusta , öryggi, mengun, hávaði, birta, átroðningur, ákvaðranir sem byggja á fyrra skipulagi, lífsgæði sem í skipulagi felast, samfelldar aðlaðandi göngu- og hjólaleiðir og útivistarsvæði sem efla lýðheilsu. Allt varðar þetta alla því skerðing á einhverjum þáttum í einu hverfi veldur meira álagi á öðrum svæðum þangað sem fólk þarf þá að leita í staðin. - Því varða skipulagsmál í Kópavogi alla Kópavogsbúa -og næstu nágranna þeirra einnig.

Mynd_2007-07-24_16-45-11Hér í Smárahverfinu þar sem verktakar vilja setja 230 íbúðir á lítinn reit á kolli Nónhæðar í stað græna kollsins sem þar átti að vera segja þeir ekkert mál sé að koma skólabörnunum fyrir í Smáraskóla. 

Mynd_2007-07-24_16-47-19Við Smárskóla eru nú 7 lausar "bráðabirgða" kennslustofur og skólinn hefur verið fjölmennasti skóli Kópavogs án þess að vera hannaður til þess. Þá er hverfið með 3700 íbúa en í greinagerð aðalskipulags Kópavogs er það kynnt sem stefna Kópavogs að 2500- 3000 íbúar séu bak við hvern grunnskóla.

Aðalskipulag Kópavogs með gönguleiðum um NónhæðKennslustofurnar og þrengslin í Smárskóla blasa við, samt segja þeir það ekki vandamál þó yfir 100 nemendur bætist þar inn. Um lagnir og fráveitu vita þeir ekki hvort þarf að taka upp allt eldra kerfið (og götur) eða ekki, umferðamál vita þeir ekki hvernig þeir ætla að leysa, og svo ætla þeir að taka frá okkur svæði sem lofað hefur verið frá því fyrstu lóðum var úthlutað hér sem fyrst og fremst opið grænt svæði með hlutfallslega lítinn byggingareit frátekinn til samfélagsnota þ.e. kirkju, félagsheimili eða viðlíka.

Mynd_2007-07-02_15-55-02Á Nónhæð gætu verið óteljandi möguleikar fyrir útivist og skrúðgarða:

  • Börnin á leikskólanum kalla svæðið "töfraskóg", það gæti verið útgangspunktur við hönnun. Og "trén" gætu verið bæði venjuleg lifandi tré, skúlptúrar, steinsúlur, ljósasúlur og m.fl .
  • Á aðalskipulagi eru merktar þarna byggðir álfa og vætta, það má bæta þeim punkti við og þá eru komnir endalausir möguleikar.
  • Nónhæð getur skapað tengingu göngu- og hjólaleiða milli opinna svæða Kópavogs alla leið yfir að Elliðavatni, það er enn annar punktur (sjá kort hér).
  • Helgur hringur (hvilft) er á kolli hæðarinnar, við endurhönnun væri sjálfsagt að leggja útaf honum einnig.
  • Í deiliskipulegi frá 1991 er merktur "útsýnisturn" rétt neðan við hringtorgið á hæðinni, sjálfsagt væri að bæta honum á kollinn sjálfann.
  • Kópavogsbær hefur með tillögum sínum nú opnað fyrir þann möguleika að aka inn á reitinn úr austri af Hlíðasmára, ef ekki yrðu byggð háhýsi má gera betur og hafa þá aksturstengingu af hringtorgi Arnarnesvegar suð-austan við reitinn inn á bílastæði fyrir reitinn og loka fyrir bílaumferð inná hann í gegnum hverfið sjálft.
  • Í Kópavogi er gömul hefð fyrir að taka tillit til sagna og minni um álfa og huldufólk og hjátrú og þjóðtrú, þegar Baháíar eru nú farnir af reitnum getum við notað tækifærði og bæði virt það áfram og minnst þess enn betur.
  • Allt aðrir og miklu fleiri möguleikar gefast þarna einnig sem eru margir einstakir á sinn hátt.

Mynd_2007-07-02_16-11-27Að öllu þessu samanlögðu og í anda þess að leikskólakrakkarnir á hæðinni kalla Nónhæðarkollinn "töfraskóg" ætti að nýta þetta allt til að ganga þarna frá "töfraskógi" -skrúðgarði sem Kópavogur yrði stolltur af og með einhverskonar útsýnisturni (sbr deiliskipulag) með aðkomu frá hringtorginu á Arnarnesvegi fyrir akandi en úr báðum áttum fyrrir gangandi og hjólandi. Einnig aðstöðu til að teygja sig og hvíla við göngu milli grænna svæða Kópavogs sem Nónhæð tengir saman alla leið að Elliðavatni (sjá hér). - Þannig væri lýðheilsu Kópavogsbúa lagt öflugt lið um leið og við gætum öll orðið stoltari af bænum okkar.

Það er aðeins enn mikilvægara því meira sem er steypt upp í loftið í næsta nágrenni okkar við Smáralind og á Gustssvæðinu að standa vörð um þau fyrriheit um grænt svæði og skrúðagarða á kolli Nónhæðar eins og aðalskipulag og deiliskipulag hefur lofað íbúum Kópavogs allt frá því þetta svæði var fyrst tekið til skipulags. 

 


Kópavogur í klemmu

Er þetta svæði fyrir börn og fjölskyldur?

Margir urðu til þess að vara við því að Kópavogur væri við það að klára á stuttum tíma allt besta byggingaland sitt. Kópavogur væri ekki til þess fallinn til lengdar að bjarga höfuðborgarsvæðinu um byggingaland, klemmdur á milli Reykjavíkur annars  vegar og gamla Bessastaðahreppsins hinsvegar  þ.e. Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Álftaneshrepps. 
En byggingagörpum lá á og nú á Kópavogur vart lengur annað byggingaland en það sem finna má á grænum reitum í eldri hverfum, stundum með enduruppbyggingu á gömlum athafnasvæðum og svo með því sem skapa má með landfyllingum.

Við svokallaða þéttingu byggðar skapast margháttuð vandamál. Óvíða á byggðu bóli eru skuggar jafn langir og á Íslandi, sólin er ekki beinlínis hátt á lofti. Þegar af þeirri ástæðu er ógerlegt að byggja á Íslandi eins og t.d. í sólarborginni  Benidorm. Ef einhversstaðar er ekki hægt að byggja hátt og þétt er það á Íslandi vegna sólarstöðu.

Um landfyllingar og bryggjuhverfi má svo spyrja hversvegna þarf að hætta öryggi barna og annarra til að byggja bryggjuhverfi á Íslandi, þar sem í ofanálag landhæð hefur breyst meira frá t.d. ísöld en  annarsstaðar í Evrópu. Í nýskipulögðu bryggjuhverfi í Kópavogi eru börn sýnd að leika á bryggjubakkanum, halda jafnvægi á brúninni og sitjandi á bakkanum.

Hönnuðirnir sem blygðunarlaust sýna börnin með þessum hætti vitna til bygginga í Helsinki og í Amsterdam til sanninda um ágæti bryggjuhverfa. Um það er að segja að Helsinki er við Eystrasalt og Helsinkiflóa og þar er alls enginn munur á flóði og fjöru og borgin sjálf er byggð á fjölda skerja og eyja sem gera erfitt um vik að nýta ekki bakkana. Amsterdam er byggð undir yfirborði sjávar og hefur síkjakerfi með jafnt og stöðugt yfirborð sem þarf að dæla úr yfir sjávarmörk og getur því heldur ekki komist í burtu frá þeim aðstæðum. Í Kópavogi hinsvegar er yfir 5 metra munur á flóði og fjöru og alls engin þörf á þessari glannalegu nýtingaleið bryggjubakka undir íbúðabyggð með landfyllingum. Það er leið sem hvergi er farin nema í algerri neyð og þá með margvíslegum ráðstöfunum til að tryggja öryggi, Öryggi barna er t.d. miklu meira ef byggt er alveg útí sjó alla línuna þannig að ekkert vistsvæði nema svalir með góðu handriði snúi að sjónum. - EN með 5 metra mun á flóði og fjöru er það tæknilega erfitt og ekki sami rómantíski glamúrblærinn yfir því og með bryggjubakka fyrir skip og skútur og sem hægt er að leika sér við að halda jafnvægi á og dingla fótunum framaf.

Mynd_2007-07-26_15-36-04

 Mynd_2007-07-26_15-47-15 Hafnarfjörður engu skárri og á þó enn nóg byggingaland

Sami forkastanlegi glannaskapurinn er í gangi í Hafnarfirði. Ég athugaði þar hvort einhver könnun hefði verið gerð á öryggi barna við þessar aðstæður sem nú er verið að byggja við á Norðurbakkanum og þar sem húsin annarsvegar byggð fram á bryggjubrún og hinsvegar svo nálægt umferðagötunum Vesturgötu og Fjarðargötu sem mögulegt er, en samkvæmt könnun og fyrirspurnum mínum var enginn sem hafði kannað stöðu barna í svona umhverfi og enginn spurði við meðferð málsins um öryggi barna á hafnarbakkanum á Norðurbakka í Hafnarfirði við þessar aðstæður, hvorki í bæjarstjórn eða nefndum sem fjölluðu um málið.


Betri Nónhæð: Samtök stofnuð með skýr markmið


Mynd_2007-08-09_20-25-07(Til að prenta út skýringamyndir eða teikningar smellið á myndina og smellið svo aftur til að fá frummyndina.)
Öll sæti voru setin á vel heppnuðum fundi íbúa í Nónhæð (Kópavogsmegin).  Samþykkt var stofnun íbúasamtaka til að standa vörð um óbreytt aðalskipulag og aðra hagsmuni íbúa varðandi skipulag í Smárahverfi og næsta umhverfi þess. Íbúum Nónhæðar þykir hverfið sitt hafi verið vel hannað í upphafi og vera í góðu jafnvægi eins og það er og því megi ekki fórna. Mynd_2007-08-09_20-05-38Gullsmáraháhýsin eru nyrst og neðst í hverfinu sem þá hvorki varpa skuggum á hverfið né draga umferð inní það, þá þynnist byggðin upp hæðina og á kollinum var gert ráð fyrir grænum fögrum útsýnisgröðum og eins konar kirkju Baháía.

Mynd_2007-08-09_22-05-00Dyr út í landslagið
Fyrirliggjandi hönnun Nónhæðarkollsins sjálfs vísar til íslenskrar náttúru og menningar enda kölluð "Dyr út í landslagið". Þó Baháíar séu hættir við gildir skipulagið og má auðveldlega hafa garða í sama anda og margt annað fagurt getur risið á sjálfum byggingareitnum svo sem náttúrumynjasafn með útsýnishvelfingu eða annað en óteljandi uppástungur komu á fundinum og myndi þær því ekki skorta ef á annað borð væri óskað eftir þeim. Þá var í fyrirliggjandi gögnum aðeins gert ráð fyrir í fyrsta áfanga að gagna frá görðunum með gróðurvhilft á þeim punkti sem bænahúsið átti að rísa en það myndi verða byggt síðar þegar fjárhagur leyfði. Eins þó þeir séu farnir má fara sömu leið og ganga frá görðunum og græna reitnum og leyfa framtíðinni að ráða hvaða fagra hús í þágu samfélagsins verður reist í garðinum.

Mikilvæg samfelld gönguleið milli grænna svæða Kópavogs
Mikilvægt er líka að tapa ekki græna kollinum á Nónhæð sem framhaldi af "græna geiranum" upp Nónhæð sem aftur ef brugðist er við strax gefur færi á gönguleiðum yfir á Hnoðraholt og Gustssvæðið og þaðan á samfelldum grænum svæðum í nýjum hlutum Kópavogs alla leið að Elliðavatni. Ef þessum möguleika verður nú fórnað tapar Kópavogur framtíðarinnar afar miklu. Sjá kort hér Þessi leið gefur einnig mikla möguleika fyrir Aðalskipulag Kópavogs með gönguleiðum um Nónhæðíbúa eldri hverfa Kópavogs að nýta sér reiðleiðir frá Gustssvæðinu sem nú verða aflagðar sem slíkar en voru lagðar eftir öruggum opnum svæðum og um há og rúmgóð göng þar sem þær skáru vegi og akstursleiðir, þær er auðvelt að gera að göngu og hjólaleiðum.

Non_Teikn_ThrengriÆtlað til samfélagsnota en ekki til einkanota
Aðalatriðið er að það svæði sem verktakar vilja nú byggja á er í gildandi skipulagi ekki ætlað til einkanota heldur í þágu íbúanna og til samfélagsnota. Annarsvegar sem grænt opin svæði með fögrum skrúðgörðum og hinsvegar undir hús með samfélaglegt gildi,Non_Teikning001g og þannig hefur það verið skilgreint í skipulaginu frá upphafi.

Nú er enn meiri ástæða en áður til að halda í og ganga frá græna kollinum á Nónhæð. Með nýjum samfelldum byggðum upp að Elliðavatni, gríðaháum háhýsabyggingum rétt í næsta nágrenni okkar við Smáratorg og Smáralind, Nónhæð_ljósmG7Bfréttir af enn hærri húsum á Zinkverksmiðjulóðinni og svo ekki síst eftir að Gustssvæðið er aflagt sem grænt svæði með útivistargildi þar sem einnig á að byggja hátt og mikið í þágu verslunar og viðskipta, þá er enn ríkari ástæða en áður til að standa vörð um græna kollinn á Nónhæðinni og nýta hann til að tengja saman græn svæði í eldri og nýrri hverfum Kópavogs.

EN hvað merkja 9-14 hæðir inn í grónu hverfi sem er fyrir bæði fagurt og í góðu jafnvægi (Myndir mínar um Nónhæðarmálið má afrita og prenta í þágu málsstaðarins um óbreytt skipulag á Nónhæð):Arnarsmari Turn3
Arnarsmari Turn9Hvítt
Arnarsmari Turn14HvíttGullsmari Svart_textiGullsmari Svart_uppi

Frá Nónhæð getur verið sérlega fagurt útsýni. Hér koma nokkrar myndir teknar þaðan:B_Keilir_Gardabaer_4309B_Kop&Moskardahnjukar_9758vDSC_6835B_Kop&Jokull_5445City0006Skjabord_HJH_001Mynd_tekin_ 2005-01-20 023337PMB_KopavogsKirkja_1821kMynd_tekin_ 2004-09-21 055038PMB_KopavogurN_0992Mynd_2007-07-02_16-15-24 (1)DSC_5805

 

  

 Nonh_Jokull_01M

Gott að vita um Nónhæð

Árið 1972 keypti samfélag Baháía á Íslandi þann reit úr landi Smárahvamms í Kópavogi sem er kollurinn á Nónhæð. Í lok 9. áratugarins keypti Kópavogsbær allt land Smárahvamms nema þessa 2,5 hektara spildu Baháía efst á Nónhæðinni. Þá var í aðalskipulagi gert ráð fyrir háhýsum við norðurrætur Nónhæðar þar sem nú standa í samræmi við það háhýsin í Gullsmára en að byggðin þynntist síðan upp eftir Nónhæðinni og efst á henni á reit Baháía yrðu opnir útsýnisgarðar og einstaklega fagurt tilbeiðsluhús Baháía án þess að neitt í hverfinu skyggði á útsýni frá kollinum og "geislum" baldursbrárinnar .

Aðalskipulag Kópavogs með gönguleiðum um NónhæðSjálft tilbeiðsluhúsið var hannað í mynd knúppsins af baldursbrá þannig að garðarnir mynduðu krónublöðin og útsýnisgeisla sem vísuðu út til íslenskrar náttúru nær og fjær. Í upphafi skyldi þó í stað tilbeiðsluhússins aðeins mynda gróðurhvilft í kollinn en ganga frá skrúðgarðinum og skjóli sem hann veitir að öðru leyti. Þó Baháíar hverfi á braut er því ekkert í þessum hugmyndum sem ekki stendur eitt og sér sem fögur tilvísun til íslenskrar náttúru án neinnar skírskotunar til trúarbragða. Þess vegna gæti svo seinna risið þar náttúrumynjasafn, náttúrufræðisetur eða eitthvað annað viðeigandi í stað tilbeiðsluhúss, eða bara útsýnishús og "álfagarður", en Kópavogur hefur kappkostað að virða álfabyggðir og ein þeirra er á kolli Nónhæðar. Gönguleiðir geta auðveldlega legið frá Nónhæð í austur um græn svæði alla leið að Elliðavatni og í hina áttina niður í Kópavogsdal og um eldri græn svæði Kópavogs og þannig tengt eldri og nýrri byggðir Kópavogs sjá hér.Non_Dyr_00

Non_Teikning001gÁrið 1991, eftir bæjarstjórnarskipti 1990 lá deiliskipulag Nónhæðar fyrir og var staðfest af  öllum þar til bærum yfirvöldum í nóvember 1991.  Ljóst er að þetta fyrsta deiliskipulag sem unnið var undir stjórn Gunnars I Birgissonar var sérlega vel lukkað.  Það tryggði nær öll þau gæði sem gott íbúðahverfi geta prýtt, þar á meðal öruggar og aðlaðandi gönguleiðir sem nýttust bæði eldri íbúum til heilsubóta og skólabörnum á leið í skólann sinn. Og þó háhýsi væru í hverfinu voru þau nyrst og neðst í hlíðinni við Gullsmára sem þá hvorki veldur skuggamyndun yfir hverfið né aukinni umferð inní það. Byggðin er líka vel heppnuð blanda einbýlishúsa, raðhúsa, tvíbýlishúsa og fjölbýlishúsa alla leið upp, -þó ekki hærra en svo að húsin skyggja ekki á útsýni frá efsta kolli hæðarinnar.

Non_deiliskipulagÞeir sem hönnuðu deiliskipulag Nónhæðar eins og það nú er eiga heiður skilinn. Hryggjarstykkið í því skipulagi er græni geirinn upp eftir hæðinni með göngustíg þar sem græni kollurinn efst á hæðinni á að taka við þar sem Baháíar ætluðu að reisa tilbeiðsluhús sitt. Nú er einnig ljóst að Nónhæðin getur myndað bestu tengingu grænna svæða frá Kópavogsdal um græna geirann yfir í nýju hverfi Kópavogs um Gustssvæðið, Hnoðraholt, Leirdali, Rjúpnadal og alla leið að Elliðavatni og nýtt tengingu við reiðstíga sem liggja frá Gustsvæðinu sem annars myndu daga uppi nú þegar það svæði fer undir atvinnu- og þjónustubyggingar en með lítilli fyrirhöfn má breyta í hjóla- og gönguleiðir.

Non_Teikning_GraeniGeirinn001gNon_Teikning_Hugmyndafr001g Það hefur hinsvegar aldrei verið gengið frá græna kollinum á Nónhæðinni. Fyrsti áfangi Baháía á reitnum samkvæmt samþykktum og staðfestum áætlunum átti að vera að ganga frá garðinum en að hafa hvilft efst á kollinum í stað hússins.
Öll hönnun reitsins vísar til íslenskrar náttúru og í raun ekkert trúarlegt við hana í sjálfum sér nema maður kjósi að líta svo á. Það er því afar auðvelt að yfirfæra þessa hönnun á einfalt minni til íslenskrar náttúru með eða án seinni áfanga framkvæmdanna, þ.e. sjálfs hússins. Ef ákveðið væri að reisa þar hús gæti það eins og fyrr segir með eðlilegum breytingum allt eins verið náttúrfræðisetur eins og tilbeiðsluhús.

Hvilft í stað tilbeiðsluhúss 
Nónhæð_ljósmG10Baháíar gerðu sér hvilftina efst á hæðinni eins og til stóð og áttu þar margar helgistundir, en sáu sér ekki fært að ganga frá skrúðgarðinum sem þeir og Kópavogsbær gerðu ráð fyrir og frumbyggjum og íbúum Nónhæðar var heitið með staðfestu aðalskipulagi og staðfestu deiliskipulagi.

 



Komið að sölu 2001

Á fundi bæjarráðs Kópavogs fimmtudaginn 16. nóvember árið 2000 er bókað að Baháiar hafi tilkynnt að þeir hyggist reyna að selja Nónhæðina.
Með bréfi dagsettu 27. febr. 2001 tilkynntu þeir svo bæjarráði að þeir hefðu með höndum bindandi kauptilboð um sölu fyrir 90 milljónir króna og að kaupanda væri kunnugir skipulagsskilmálar reitsins, en að þeir óskuðu nú upplýsinga um hvort Kópavogur hygðist beita forkaupsrétti.

Á fundi sínum fimmtudaginn 1. mars 2001 óskaði bæjarráð að þessu tilefni eftir umsögn bæjarlögmanns og skipulagsstjóra sem skiluðu sameiginlegu áliti sínu  dagsettu 12. mars  2001 inná fund bæjarráðs 15. mars 2001.

Ekkert svar
Erindi Baháí safnaðarinsEnga bókun vegna þess erindis eða neitt formlegt svar er að finna í eða frá bæjarráði eða Kópavogsbæ til samfélags baháía að þessu tilefni og engin tilraun var gerð til að ganga inn í kaupsamninginn með neinum hætti.

Í  sameiginlegu áliti skipulagsstjóra Kópavogsbæjar og bæjarlögmanns (lagt fyrir bæjarráð 15. mars 2001) er minnt á að skýrir skipulagsskilmálar gildi fyrir reitinn (um opið svæði og tilbeiðsluhús/stofnun) og því væri ekki tilefni til að beita forkaupsrétti skipulagslaga til að tryggja framkvæmd skipulags bæjarins eins og annars væri heimilt og ekki væru til staðar almenn ákvæði um forkaupsrétt Kópavogbæjar.

Nonhæð_Bæjarlögm_Skipulagsst12mars2001Þetta álit er lagt fyrir bæjarráð á 2116. fundi þess fimmtudaginn 15. mars 2001 en ekkert frekar er bókað að því tilefni og ekkert formlegt svar samið eða gefið né er fjallað um málið í bæjarstjórn.  Um málið segir aðeins: “Lögð fram”. Eða öllu heldur:

“d)  Frá skipulagsstjóra og bæjarlögmanni,dags. 12/3, umsögn um erindi Andlegs þjóðarráðs Bahá´ía á Íslandi um land þess á Nónhæð.

Lögð fram.”


Nonh_Afsal24sept2002Rúmu ári seinna eða þann 1. október 2002 er fært í veðbækur sýslumanns afsal fyrir reitnum dagsett 24. sept. 2002 þar sem vísað er til kaupsamnings sem hafi tekið gildi 23. mars 2001 eða aðeins viku eftir ofangreindan fund bæjarráðs.

Seldur aftur í október 2002 fyrir 169 milljónir
Þann 29. október 2002 um mánuði eftir útgáfu afsals er dagsettur nýr kaupsamningur þar sem KS verktakar þ.e. núverandi eigandi lóðarinnar kaupir reitinn sem Baháíar seldu fyrir 90 milljónir á 169 milljónir, þar af skyldu 79 milljónir greiðast með framsali íbúða alls um 490 m2 að flatarmáli á tveimur efstu hæðum húsanna sem þar yrðu byggð - án nokkurs fyrirvara í þeim kaupsamningu um að reiturinn væri e.t.v. ekki ætlaður fyrir íbúðabyggingar.

Veðskuldir að nafnvirði 279 milljónir
Nú hvíla á lóðinni án neinna bygginga veðskuldir að nafnvirði 279 milljónir þar af hefur Kaupþing banki lánað 200 milljónir annarsvegar í árslok 2004 og hinsvegar í árslok 2005 en 79 milljónir eru tryggingabréf fyrir tæpa 500 íbúðafermetra á væntanlegum efstu hæðum húsa sem þar eigi að rísa ????.

Allan tímann hefur samt legið fyrir þinglýst skiptalýsing með deiliskipulagsdrætti og vísað er til að liggi fyrir við gerð kaupsamnings 2001. Einnig hjá skipulagsyfirvöldum bæði staðfest aðalskipulag og deiliskipulag sem gerir ráð fyrir opnu svæði og mjög lágu nýtingahlutfalli reitsins með aðeins félagsmiðstöð sbr byggingafulltrúinn í Kópavogi 7. okt 1993 hér.

Bæjarfulltrúar gáfu verktaka loforð fyrir kosningar 2002

Í þinglýstum pappírum sem og í bréfum til Kópavogsbæjar og umsögn skipulagsstjóra og bæjarlögmanns kemur allstaðar fram að skipulagsskilmálar liggi ljósir fyrir, - en samt er augljóst á  kaupsamningi dagsettum 29. okt 2002  að samningurinn byggir á fullvissu um að kaupandi fái að reisa íbúðir á reitnum, þar sem hluti kaupverðs á að vera greyddur í íbúðum á efstu hæðum þeirra íbúðarhúsa sem þar verði reistar. Nónhæð_byggingafulltrui_7okt1993Nónhæð_Deiliskipulag11-10-1993mAf ýmsu má vera ljóst að fyrir þar síðustu bæjarstjórnarkosningar þ.e. fyrir kosningarnar 2002 hafi KS verktakar leitað eftir stuðningi flokkanna í Kópavogi við breytingar um íbúðabyggð í stað opins svæðis á Nónhæð. – En vel að merkja verktakinn var þá ekki orðinn eigandi reitsins en var í því ferli að kaupa hann.

Það á náttúrlega ekki að gerast án undangenginnar umfjöllunar í kerfinu og kynningar fyrir íbúum, án neinnar ígrundunar sem í málsmeðferð felst. Ofangreindur kaupsamningur ber með sér að í það minnsta fulltrúar meirihlutaflokkanna hafi gefið verktakanum þau svör sem hann hefur tekið sem skýru samþykki fyrir þeim breytingum sem hann sóttist eftir.

Skipulagsgerðir eru bindandi loforð til íbúanna
Íbúunum hafði hinsvegar frá því áður en þeir byggðu hús sín verið heitið grænu opnu svæði á Nónhæðar-kollinum, og þau loforð voru og eru bundin í formlegar og staðfestar skipulagsgerðir sem bæði bæjarstjórn og íbúar eru bundin af að lögum. Skilmálum þeirra gerða er ekki hægt að breyta einhliða nema almannaheill krefjist þess, eða svo á í það minnsta að heita.

Íbúar voru hinsvegar fyrst að frétta af málinu nú um mánaðarmótin júní/júlí árið 2007 þó að lögum eigi að hafa samráð við þá um allar skipulagsbreytingar eins og þessa frá fyrstu stigum hennar, sbr. gr. 3.2 í skipulagsreglugerðinni.

Kosningarnar voru að vori 2002. Það er því með svör flokkanna og loforð uppí erminni sem KS –verktaki kaupir reitinn haustið 2002 fyrir um tvöfalt söluverð Baháía eða alls 169 milljónir króna að nafnvirði.Nónhæð_ljósmG7B

Auk þessa sýnilega byggingamassa sem menn vilja nú setja ofaná á græna kollinn okkar á Nónhæð þá eiga að fara í jörðina, þar sem á aðalskipulagi Kópavogs er merkt álfabyggð, 18 þúsund fermetra 2ja hæða bílageymslur eða sem samsvarar  flatarmáli  Krinlgunnar við opnun. Öll dvalar- og leiksvæði milli blokkanna verði því ofaná tveggja hæða bílageymslu en ekki á náttúrlegri jörð. Þá sýna skuggalíkön að sól mun nær aldrei skína á þá sem þar ætla að dvelja við leiki eða afslöppun.


Íbúafundur um málefni Nónhæðar og Arnarsmára 32

Fyrirhugaður er íbúafundur um málefni Nónhæðar og Arnarsmára 32 fimmtudaginn 9. ágúst n.k. kl 20:00.  Fundurinn verður haldinn í íþróttahúsinu Smáranum, á annarri hæð. 

Á fundinum verður m.a. farið yfir það sem undirbúningshópur hefur unnið að frá kynningarfundi bæjaryfirvalda í lok júní s.l. og lagðar fram tillögur um stofnun íbúasamtaka í hverfinu og skipun stjórnar.

Þetta er fundur sem skiptir alla íbúa Smárahverfis máli og því eru þeir eindregið hvattir til þess að mæta á hann. sjá meira hér

 ------

Hér á þessu korti, þar sem ég hef teiknað rauðar leiðir inná bút af aðalskipulagi Kópavogs (smella til að stækka) sést hvernig Nónhæð og góður göngustígur sem liggur upp hana er rökréttasta göngu- og hjólatengingin milli útivistarsvæðanna í gamla- og nýja Kópavogi alla leið að Elliðavatni. Meira að segja nýtast þá reiðstígarnir og reiðstígakerfið frá Gustssvæðinu sem mikið hefur verið lagt í en mun daga uppi þegar hesthúsasvæði Gusts verður tekið undir atvinnubyggð, en það er hér rétt handan við  Reykjanesbrautina. Þessum möguleika væri fórnað ef menn skoða ekki skipulagið frá heildarhagsmunum og  með  heildarsýn.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband