Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Nú er kominn tími á að t.d. FÍB, Neytendasamtökin, ASÍ og aðrir sem láta sig hag almennings varða komi á vöktun á bensínverði með síuppfærslu á netinu með innhringimöguleika fyrr allan almenning svo ökumenn geti alltaf vitað hvar er ódýrasta bensínið hverju sinni og gætt þess að versla þá aðeins þar.
Olíufélögin lækka ekki verðið ótilneydd.
Komum á virkri sívöktun á bensínverði og verslum aðeins það ódýrasta hverju sinni.
![]() |
Olíuverð niður fyrir 112 dali tunnan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Miðvikudagur, 20. ágúst 2008 (breytt 21.8.2008 kl. 23:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Það er athyglisvert að það teljist áhyggjuefni að umferð geti farið í 37 þúsund bíla á sólarhring á Reykjanesbraut hjá Hvaleyrarholti í Hafnarfirði þegar á sama tíma vart nokkur virðist veita athygli áformum bæjaryfirvalda í Kópavogi um 110 þúsund bíla umferð norðan Smáratorgs auk nýrra 70 km vega samhliða Reykjanesbraut í báðar áttir til að létta á henni. Sjálf verði Reykjanesbraut í allt að 12 akreinum og með mjög flóknum nýjum gatnamótum þar sem nú er bensínstöð og 10-11 versun.
Þá er t.d. í umhverfismati á þessu bæjar- og íbúasvæði vegna Glaðheimasvæðisins hvergi minnst á gangandi eða hjólandi vegfarendur á mörgum tugum blaðsíðna þrátt fyrir að reiknað sé með 250 íbúðum á Glaðheimasvæðinu og að íbúar þar muni senda börn sín yfir 110 þúsund bíla veginn í skóla í Smáraskóla og að íbúar beggja vegna við hann sæki atvinnu og þjónustu yfir á Glaðheimasvæðið og svo öfugt yfir á Smáralindarsvæðið. (Athuga ber að hin miklu byggingaáform 12turna-skipulagið eru ekki teiknuð inná og sýnd með umferðarmannvirkjunum).
Nú er verið að setja Arnarnesveg á brú yfir Reykjanesbrautina og brúin er hönnuð sem hringtorg með miklum aðreinum en án allra gangstétta, göngubrúa eða gönguleiða samhliða í sama plani milli þessara tveggja hæða sem eiga verða svona þéttbyggðar að aldrei fyrr hefur sést annað eins á Íslandi. Þegar þessi hönnun er skoðuð sést að nánast engin leið verður að bæta við greiðum gönguleiðum eftirá og ekki er hugsað fyrir þeim fyrirfram, þó endar grænt göngusvæði efst á Nónhæð annarsvegar og hinumegin við veginn tekur við nánast samfellt grænt svæði alla leið að Elliðavatni - á milli er hinsvegar ófært stórfljót og aðeins gert fært fyrir bíla yfir það en hvorki gangandi né hjólandi.
Haft er eftir skipulagsfrömuðum í Kópavogi að hverfin séu hugsuð sem eyjur sem fólk eigi ekki að fara á milli nema á bílum, hvort rétt er eftir haft er spurning en þannig er þetta hannað í reynd.
![]() |
Draga verður úr rykmengun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Mánudagur, 18. ágúst 2008 (breytt kl. 18:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Vandinn fyrir Hönnu Birnu væntanlegan borgarstjóra er að í raun stendur hún ein. Í flokknum hennar ríkir glundroði og þar er ekki á neinn að treysta. Hún leitar því ráða annað í baklandið utan borgarstjórnarflokksins líklega til gamalla jaxla eins og Davíðs Oddssonar og co, og þó helst í sinn vinkonuhóp sem er ekki með sjálfstæðum hætti upplýstur um aðalatriði mála heldur aðeins af Hönnu Birnu sjálfri. Þetta einangrar hana þó aðeins enn frekar innan borgarstjórnarflokksins.
Átökin um leiðtogahlutverkið óma líka enn úr herbúð borgarstjórnarflokksins með allskyns tilbúnum og mögulega einhverjum raunverulegum ásökunum í hennar garð um að hún hafa verið völd að upplausninni fyrir 10 mánuðum (sbr umfjöllun Þorsteins Pálssonar í leiðara og túlkun Össurar Skarphéðinssonar á honum).
Hanna Birna virðist einnig af frásöng hennar sjálfrar af aðdraganda þess að Ólafi var kastað fyrir borð hafa viljað beinlínis setjast ofan á borgarstjóra og stjórna hverju smáatriði hjá honum. Jafnvel Davíð Oddsson reyndi ekki að skipta sér af smáatriðum sem öðrum hafði verið falin umsjón með eins og Hanna Birna virðist hafa verið upptekin af gagnvart Ólafi F, hvað þá að Davíð hefði skipt sér af kjaftasögum um samstarfsaðila eins og Hanna Birna virðist hafa borið á borð án þess að spyrja um sannleiksgildi þeirra. - Enginn hinna sem í borgarstjórn sitja vill vera dæmdur eftir slíkum mæli, það atriði einangrar hana því enn frekar. - Af mörgum ástæðum á Hanna Birna því enga raunverulega bandamenn í borgarstjórn Reykjavíkur heldur aðeins óbein tengsl í gegnum peninga- og sérhagsmuni aðila utan borgarstjórnar - og auðvitað á hún svo væntanlega stuðningsmenn meðal kjósenda flokksins sem hún þó hefur engin bein tengsl við, en mikilvægasti stuðningshópur hennar er aðild að dyggum persónulegum valdaeflingahópi kvenna, það skapar henni þó ekki trygga bandamenn í borgarstjórn.
Stjórnmál og samfélag | Sunnudagur, 17. ágúst 2008 (breytt kl. 21:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Eftir allt sem á undan er gengið hef ég ekki nokkra einustu trú á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi haldið í þennan leiðangur nú að stugga Ólafi Magnússyni fyrir borð nema áður að vera búninn að tryggja sér nýjan áhafnarmeðlim. Leiðari Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu, yfirlýsingar Guðna Ágústssonar, ýmsum sögum sturtað samtímis í fjölmiðla um hvernig Ólafur F gæti svikið Sjálfstæðisflokkinn. - Og svo strax í kjölfarið er Ólafi hent fyrir borð og gegn öllum fyrri yfirlýsingum Óskars Bergssonar er Óskar kominn í staðinn sama dag.
Allt ber þetta vott um hannaða atburðarás þar sem menn á réttum tímapunkti mýkja fyrst jarðveginn og skapa rétt andrúmsloft fyrir það sem þegar er búið að ákveða og handsala einhverjum dögum fyrr.
- Það fer enginn að segja mér að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hefði tekið minnstu áhættu um að hrekja Ólaf frá sér án þess að vera áður búnir að geirnegla Óskar Bergson um borð í skútuna.
Egill Helgason spyr í blogginu sínu á Eyjunni hvað Ólafur hafi gert af sér til að verðskulda meðferð Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn hafi lofað honum borgarstjórastóli þar til í mars á næsta ári fyrir að splundra Tjarnarkvartetnum, hann spyr hvort Ólafur hafi gert eitthvað sem Sjálfstæðisflokkur hlaut ekki reikna með þegar þeir gerðu hann að borgarstjóra og samþykktu málefnasamninginn fræga við hann.
Sjálfstæðisflokkur skuldar skýringu um hvað Ólafur gerði sem þeir ekki hlutu að reikna með þegar þeir keyptu hann úr Tjarnarkvartetnum með óvenju feitum bitum og með borgarstjórastólnum til að tryggja honum völdin og sæmdina en neita nú að greiða lengur af skuld sinni þegar ódýrari háseti býðst á skútuna í staðin. Sá er þó líka keypur útúr fyrri samstarfsyfirlýsingu að þessu sinni þeirri um að enginn fjögurra aðila Tjarnarkvartetsins myndi taka sig útúr til að bjarga Sjálfstæisflokknum þegar þeir yðru leiðir á Ólafi F Magnússyni. Hvernig getur þetta fólk svo treyst hvert öðru þegar svona er til stofnað?
![]() |
Hanna Birna borgarstjóri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Föstudagur, 15. ágúst 2008 (breytt kl. 11:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)

Í raun skiptir engu máli hvort dómararnir telji líklegt eða ólíklegt að hann misgeri í reynd frekar gagnvart fórnarlambi sínu (þeir geta heldur ekki vitað það fyrir víst), ef fórnarlambinu finnst það þurfa að óttast það vegna stórfelldra og endurtekinna fyrri misgerða og finnur sig svipta öryggiskennd af úrræðaleysi sínu yfir mögulegri nálgun misgerðarmannsins, þá á það rétt á að misgerðarmaðurinn sé sviptur því sáralitla broti af sínu frelsi að mega koma nálægt henni.
Fórnarlambið burðast með sitt ófrelsi sem stafar af óttanum við manninn hvert sem það fer og getur hvergi skilið ótann og ófrelsið við sig. Gerandi í nálgunarbanni þarf hinsvegar aðeins að halda sig frá örlitlum reit hverju sinni allt annað er honum frjálst. - Í raun er það alls engin frelsisskerðing fyrir gerandann eða takmörkun nema gerandinn ætli að hrella fórnarlambið með nálægð sinni eða reyna hafa áhrif á það.
Ef gerandi hefur fengið á sig nálgunarbann fær fórnarlambið að njóta vissu um að óhætt sé að hringja til lögreglu og óska eftir aðstoð ef hann aðeins nálgast fórnarlamb sitt þ.e. áður en hann getur valdið frekari skaða eða ógnað meira en svo. Ef hinsvegar ekki er í gildi nálgunarbann getur fórnarlambið ekkert gert þó gerandinn áreiti það með nálægð sinni og viðhaldi ótta um frekari meingerðir og getur ekki kallað til lögreglu fyrr en gerandinn hefur aftur unnið fórnarlambinu skaða.
Réttur og hagsmunir fórnarlambsins til að njóta öryggis og fullvissu um að geta leitað ásjár lögreglu strax ef gerandinn nálgast það er svo miklu stærri en skerðing á rétti ódæðismanns af að mega ekki nálgast fórnarlamb sitt að óskiljanlegt er hvernig tveir dómarar hæstaréttar verða sammála um að nálgunarbann sé of íþyngjandi fyrir ódæðismanninn.
Stjórnmál og samfélag | Sunnudagur, 10. ágúst 2008 (breytt 11.8.2008 kl. 09:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Jæja, nú eru drottningarnar komnar á stjá og teknar að hegða sér ósæmilega eins og jafnan í byrjun ágúst, og það bara hér í skjóli runnanna utan við gluggann hjá mér. Þegar ég verð var við slíkt og þvílíkt er auðvitað mér að mæta með myndvélina. Mér tókst að ná af því ljósmynd þegar ung risastór og litrík bumbubý-drottning hitti miklu minni en ámóta litríkan karl í rauðblaðarósarunnanum okkar. Þegar hún varð mín var flaug hún nokkrar blokkir í burtu með karlinn hangandi aftur úr sér. (Smella ítrekað á myndir til að stækka) Á útlensku heita svona randaflugur bumblebee eða bombus á latínu. Einhver hefur þýtt bombus sem humla á íslensku án þess þó ég átti mig á til hvers humla vísar þá finnst mér bumbubý betra og meira lýsandi.
Ræktaðar hunangsflugur og skyldar tegundir kallast hinsvegar honeybee og þá að mínu viti bara hungangsbý á íslensku. Reyndar safnar einmitt bumbubýið gulu frjódufti í lærapokana sína og ber í búið ásamt sykrum sem verða að hunangi við að fá smá for-meltingu, en hunagsbýið safnar fyrst og fremst hunangi.
Á norðlægum slóðum lifir hver bumbubý-drottning aðeins um það bil eitt ár, þernur og karlar lifa ekki veturinn af og líklega að jafnaði ekki nema um 30 daga. Þess vegna verður ung drottning að finna sér karl til að frjóvga eggin sín áður en sumarið er á enda.
Þegar líður á haustið finnur svo unga drottningin sér stað til að leggjast í dvala í yfir veturinn. Þegar vorar og hlýnar á ný losnar drottningin úr dvala tekur að safna fæðu og finnur sér bústað fyrir fjölskylduna yfir sumarið. Þar elur hún þá afkomendur sem karlinn frjóvgaði haustið áður.
Frjóvguð egg gefa öll kvenkyns afkomendur, fyrst ófrjóar þernur sem byggja upp búið og safna próteinríku frjódufti og orkuríku hunangi í búið. Það stjórnast af boðefnum sem móðirin gefur frá sér og kölluð eru ferómón en þegar líður á sumarið dvín efnastarfsemi drottningarinnar og í stað þerna sem þjóna henni verða til nýjar ungar og frjóar drottningar, vel aldar af fæðunni sem þernurnar hafa borið í búið og miklu stærri en þær og þar sem móðirin er hætt að framleiða fermón sækja þær heldur ekki til baka í búið.
Nú verpir gamla drottningin líka ófrjóvguðum eggjum því sæðisskammturinn frá haustinu á undan er upp urinn. Úr ófrjóvguðum eggjum klekjast hinsvegar frjóir karlar. Karlarnir eru því eingetin afkvæmi drottningarinnar.
Á Íslandi eru taldar vera til þrjár gerðir bumbubýs eða humla.
Sú sem talin er hafi verið hér um ómunatíð er móhumlan eða Bombus jonellus (móbumba).
Sú stóra sem sást hér fyrst sumarið 1979 en hefur orðið mest áberandi seinni ár er húshumlan eða Bombus lucorum (húsbumba).
Nokkrum áratugum fyrr hafði hinsvegar borist hingað garðhumla eða Bombus hortorum (garðbumba) sem er með áberandi hlutfallslega stórt og framsett höfuð í samanburði við hinar. Hún er talin hafi vikið fyrir þeirri stóru eða húshumlunni.
Ég tel mig einmitt hafa myndað höfuðstóra garðbumbu í garðinum okkar fyrir ekki svo löngu, sem hér má sjá á flugi á tveimur myndum. Hér er raninn einnig áberandi en allar hafa þær langan rana eða tungu sem þær geta notað til að teygja sig eftir hunangi.
Sú stóra Bombus lucorum eða húsbumba er frekar auðþekkt af hve stílhrein hún er, af tveimur áberandi gulum röndum sem hvor er alveg á sínum búkhluta og svo hvítum endanum. Vegna þess hve hún er stór áberandi og stílhrein er hún líka vinsælt myndefni víða um heim.
- Ég er hinsvegar ekki nógu vel að mér um bumbubý til að geta sagt um hverrar tegundar þessi ljósa hér neðst er, á Jakobsfíflunum. Þær voru margar saman á túnflöt miklu ljósri en venjulegar húsbumbur sem einnig voru að í hópi ekki langt frá. Það má segja að þessar ljósu séu nánast al gráhærðar í samanburði og með fleiri litarendur en hinar. - Kannski einhver geti sagt mér það? - Trúlega eru þetta hinar upphaflegu íslensku móhumlur eða móbumbur. Þá er ég þar með mínar eigin myndir teknar hér í Kópavogi af öllum þremur íslensku humlu- eða bumbutegundunum .
Stjórnmál og samfélag | Föstudagur, 8. ágúst 2008 (breytt 10.8.2008 kl. 20:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðja árið í röð hrynur kríuvarpið á Álftanesi.
Hér má sjá röð af myndum úr kríuvarpinu á Álftanesi sem svo stóð autt og yfirgefið skömmu seinna. Myndirnar sýna kríupar reynir að næra ungana sína á annarri fæðu en sílum. Fyrst með pínulítilli marfló og svo með hnöttóttu hrognkelsaseiði sem fullvaxnar kríur geta vart gleypt en ekki litlir ungar. Ungarnir geta hinsvegar tekið við og gleypt síli sem jafnvel eru lengri en unginn (sjá mynd frá 2005) - en hrognkelsaseiðið er einfaldlega of svert fyrir ungann. Þegar svo kríu-mamman gleypir hrognkelsaseiðið sést hve vel að unginn gæti það vart.
Þessar myndir eru teknar á Álftanesi um viku áður en kríubyggðin þar stóð auð og yfirgefin og öll egg og ungar voru horfin - nóg af svartbak til að gera sér þau að góðu þegar krían gafst upp. Án sílanna gat krían ekki nært ungana. Öllu jafna sporðrenna þeir mörgum heilum sílum á dag og vaxa mjög hratt. Þeir halda til í varpinu og eru háðir foreldrunum um alla fæðu þar til þeir ná flugi.
Smellið á myndirnar og svo aftur og aftur til að stækka þær.
Foreldrarnir höfðu ekki nóg að borða fyrir sig eða ungana þegar sílið var horfið eina ferðina enn.
Kríubyggðin á Álftanesi auð og yfirgefin 8. júlí 2008 - engir ungar komust upp.
Stjórnmál og samfélag | Sunnudagur, 13. júlí 2008 (breytt 14.7.2008 kl. 10:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er merkilegt með þessa menn sem hæst bera við rökum úr smiðju innilokunar- og þjóðernishyggjumanna að velja svo alltaf leið örþjóðanna og algers áhrifaleysis. Og nú vill Björn frekar taka upp Evru einhliða án áhrifa eða aðildar að myntbandalaginu. Að evra sé bara útlend mynt notuð hér í stað þess að hún sé okkar mynt sem aðilar að myntbandalaginu sem notar hana. Þeir vilja að við séum áfram áhrifalausir aukaaðilar að ESB í gegnum EES án þess að koma að því borði þar sem ákvarðanir eru mótaðar áður en þær eru teknar - og svo nú þetta að vilja við tökum upp annan gjaldmiðil án þess að gerast aðilar að myntbandalaginu sem stýrir honum.
- Aftur að taka bara upp það sem ESB ákveður án aðildar eða nokkurra möguleika um áhrif.
- Slíkt er ekki leið alvöru ríkja heldur leið örþjóðanna Mónakó, Andorra, Monte-Carlo Lichtenstein, San Marino, ...
Þannig flokka ráðamenn Sjálfstæðisflokksins Ísland ekki meðal fullburða alvöru þjóða heldur sem eina af örþjóðunum, óburðuga og vanmegnuga um að setjast til borðs með alvöru ríkjum Evrópu.
Með fullri aðild að ESB og myntbandalaginu með öðrum fullvalda þjóðum Evrópu aukum við áhrif okkar og vald yfir okkar málum og þeim málum sem okkur varða í heiminum, en missum ekki vald - ekki einu sinni í reynd yfir fiskimiðum okkar heldur fengjum við aðgang að nýjum svæðum kvótum sem ESB kaupir í dag t.d. af Grænlendingum.
Leiðin sem forráðamenn Sjálfstæðisflokks vilja fara með Davíð Oddsson í broddi fylkingar hefur sýnt sig vera hið fullkomna fyrirhyggjuleysi og leið algers áhrifaleysis - svo láta þeir sem þeir séu að verja fullveldi okkar, fátt er þó fjær sanni en það því nú erum við í raun á valdi annarra erum eins og leiksoppur í höndum risabraskara og vogunarsjóða heimsins og þurfum að lúta ákvörðunum ESB án áhrifa eða þess bakstuðnings sem aðild veitir.
![]() |
Evruleið fremur en aðildarleið? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Sunnudagur, 13. júlí 2008 (breytt kl. 22:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þvert á það sem menn héldu framan af júní virðist kríuvarp þriðja árið í röð vera að mislukkast. Skemmtileg og góð ljósmynd af kríuunga á Álftanesi á forsíðu Moggans fyrir rúmri viku gaf til kynna að allt léki nú í lyndi í kríuvarpinu þar. En það var öðru nær. Sá ungi og allir aðrir ungar kríuvarpsins á Álftanesi voru af einhverjum ástæðum yfirgefnir án þess að fá tækifæri til að vaxa og dafna frekar.
Svo menn viti aðeins hvað ég er að tala um birti ég hér annarsvegar ljósmynd úr kríuvarpinu frá 2005 sem tekin var þann 6. júlí það ár þ.e. fyrir sléttum þremur árum og svo mynd af sama svæði teknar fyrir nokkrum dögum eða 8. júlí 2008.
Varpið á Álftanesi sem fór svo vel af stað í vor var því yfirgefið og því lauk án þess að neinn ungi lifði að taka flugið í ár. Sama gerðist í öðrum kríuvörpum á Álftanesi - þau voru yfirgefin að fullu jafnvel fyrr en þetta.
Á annarri myndinni af tveimur sem annars eru eins hef ég sett hringi um unga sem sjást á myndinni en hún er tekin yfir hluta af kríuvarpinu á Álftnesi þann 6. júlí árið 2005.
Smellið á myndir og svo aftur og aftur til að stækka og sjá betur.
6. júlí árið 2005:
Myndir hér að ofan eru teknar 6. júlí árið 2005.
Myndirnar að neðan eru teknar af sama svæði þann 8. júlí í ár 2008. Þar lá fugl við fugl á eggjum framan af júní og virtist varp hafa gengið vel.
8. júlí árið 2008:
Nóg var af síli í byrjun júní en svo er sem það hafi horfið aftur.
Stjórnmál og samfélag | Sunnudagur, 13. júlí 2008 (breytt 14.7.2008 kl. 02:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þegar allt leikur í lyndi og þjóðin hefur það gott má ekki huga að ESB af því allt leikur í lyndi og þjóðin hefur það svo gott. Þegar efnahagslegt hrun blasir við má heldur ekki huga að ESB aðild því fyrst þarf þjóðin að rétta úr kútnum svo allt leiki í lyndi og allir hafi það gott áður en huga má að aðild að ESB.
Þegar menn hlusta á áróður ESB-andstæðinga nú um að ekki megi leita til ESB þegar kreppir að ætti ekki að gera það öðruvísi en rifja upp afdráttalausar yfirlýsingar þeirra gegn könnun á möguleikum ESB aðildar undanfarin ár þ.e. í góðærinu. Fyrstu rök voru alltaf að hér gengi allt svo vel að engin ástæða væri til að líta til ESB aðildar.
En nú segja þeir að það megi ekki líta til ESB aðildar þegar vandi steðjar að, - það ætti auðvitað að sýna öllum hinn raunverulega áróður þeirra sem er að aldrei megi sækja um ESB-aðild sama hvað gerist eða breytist - hvernig sem ESB, heimurinn eða við þróumst og breytumst. - Svo hræra þeir atvinnuleysisdraugnum og sjálfstæðismálun saman við eftir þörfum nákvæmlega eins og í EFTA og EES umræðunum. Munurinn er þó sá að núna erum við þegar með alla þá þætti sem gætu aukið atvinnuleysi þ.e. frjálst flæði fjármagns, vöru og vinnuafls, en tækjum með ESB aðild væntanlega upp evru sem myndi lækka vexti og því ef eitthvað er auka á eftirspurn eftir vinnuafli en ekki minnka hana. Svo hitt að engum dettur í hug að segja þjóðir ESB ófullvalda eða að Bretar og Frakkar og Danir og Svíar og Luxemborgarar séu ekki fullvalda og sjálfstæðar þjóðir. - ESB er bandalag fullvalda þjóða.
Mér hefur raunar þótt það ill rök og lýsa þjóð okkar sem lásigldri í hugsun að við ættum ekki að ganga til liðs við ESB nema víst væri að við legðum ekki meira í beinum peningum til þróunarsjóða fátækustu ríkja Evrópu í gegnum ESB en við fengjum sjálf til baka í aurum talið. Engu að síður sýnist mér að sú yrði nú samt raunin að við fengjum meira, svo þeir sem ekkert vilja leggja til þróunar fátækari þjóða ættu ekkert að þurfa óttast.
Þú tryggir ekki eftirá
Við erum sem smáþjóð á hjara veraldar undirseld duttlungum heimsins jafnt í náttúru og í samskiptum stærstu leikenda heimskerfisins. Í mínum huga væri ESB aðild fyrst og fremst eins og að kaupa sér tryggingu hjá tryggingafélagi. Vissulega setur tryggingafélagið ákveðin skilyrði fyrir tryggingunni - en hvað með það? Það er ekki bara við efnahagslegar þrengingar sem við gætum þurft að eiga bakhjarl í Evrópu heldur ekki síður við náttúrhamfarir og aflabrest - hvernig ætlum við þá að orða beiðni um hjálp eftir að hafa notað það sem rök gegn aðild að við værum svo rík að með aðild neyddumst til að leggja öðrum lið?
- OG svo auðvitað frelsi uppvaxandi kynslóða til skólagögnu og þátttöku í Evrópu. Eða gera menn sér grein fyrir að nú þrufa íslenskir stúdentar að greiða himinhá skólagjöld í t.d. breska skóla - en ESB þegnar ekki? - og falla undir heildarkvóta um fjölda utan ESB nemendur. - Við eru nú lakar sett gagnvart skólagöngu í löndum Evrópu en nokkru sinni í sögu okkar.
Það er fyrst og fremst ótrúleg skammsýni og fyrirhyggjuleysi stjórnvalda að við skulum ekki þegar gengin í ESB - það er engin ástæða til að framlengja þá skammsýni lengur.
Stjórnmál og samfélag | Laugardagur, 3. maí 2008 (breytt kl. 13:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)