Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
.
Til hamingju Hafnarfjörður
Hafnfirðingar hafa sýnt einstakan karakter og styrk í öllu þessu máli og ber margfaldar hamingjuóskir. - Og þær hefði þeim líka borið þó 45 atkvæði hefðu breyst úr nei í já, og já-ið þannig sigrað, því þeir hafa einfaldlega staðið sig með miklum sóma í þessu máli og veitt lýðræðinu og Hafnarfirði sigurinn.
Líklega réð Davíð Oddsson úrslitum
Það er merkileg staðreynd að Davíð Oddsson seðlabankastjóri lagði andstæðingum álversstækkunarinnar í Straumsvík mikilvægt lið á nýafstöðnum aðalfundi Seðalbankans, þar sem hann sýndi fram á að með álversframkvæmdum yrðu vextir áfram háir og hvatti stjórnvöld til hægja á sér. - Sumir sem sögðu nei vitna nú til orða hans. Hvort það munar þeim 45 atkvæðum sem þurftu að flytjast milli fylkinga svo nei breyttist í já veit enginn fyrir víst, - en orð hans voru í fréttum sjónvarps kvöldið fyrir kosningar og í dagblöðunum að morgni kjördags. Telja verður að áhrif Davíðs séu enn veruleg þegar orð hans styrkja sterk sjónarmið sem þegar eru uppi, og að ekki sé órvarlegt þegar svo litlu munar að ætla að þau hafi ráðið úrslitum. Það verður í það minnsta að teljast óvenjulegt að seðlabankastjóri gagnrýni stjórnvöld eins og Davíð gerði svo stuttu fyrir tvennar mikilvægar kosningar. -Nú vænkast þó hagur Árna Sigfússonar bæjarstjóra Reykjanesbæjar því nú eru miklu meiri líkur en áður á að álver rísi við Helguvík, þó aðvörunarorð seðlabankastjóra hafi mögulega hreyfti við nógu mörgum Hafnfirðingum til að skipta sköpum, er líklegra en ekki að þau breyti engu um orku- og álbræðslustefnu stjórnvalda og að nýtt álver rísi í staðin í Helguvík.
Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álversins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Laugardagur, 31. mars 2007 (breytt 1.4.2007 kl. 03:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Tæplega 6.000 Hafnfirðingar hafa greitt atkvæði í álverskosningunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Laugardagur, 31. mars 2007 (breytt kl. 15:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Kannski undir áhrifum fyrirlesturs slóvneska heimsspekingsins Slavoj Zizek sem ég var á í gær, þá vil ég benda á að viðbrögð okkar og allra aðila málsins við kosningunum sjálfum og niðurstöðum hennar er það sem mestu máli skiptir, og eru miklu stærra atriði en niðurstaða kosninganna sjálfra.
Við getum leyft þeim sem tapar að komast upp með að gera lítið úr gildi lýðræðis og þar með að það sé ekkert fyrir okkur, eða við getum séð að hér er stigið mikilvægt skref til framtíðar sem sjálfsagt er að grípa til oftar og gallar sem hafa komið fram séu aukaatriði og eitthvað til að læra af. Það er merkilegt að báðir aðilar eru þegar búnir að búa sér til stöðu til að lítilsvirða niðurstöðuna með ádeilu á kosninguna og aðdraganda hennar, og vantar ekki hugmyndaflugið um það. Þegar þetta er skrifað á hádegi kjördag er niðurstaðan auðvitað fullkomlega óviss en þegar komið fram í fréttum að kjörsókn í Hafnarfirði er meiri en nokkru sinni fyrr.
Kosið um framtíð álversins í Hafnarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Laugardagur, 31. mars 2007 (breytt kl. 15:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fór í dag á fyrirlestur slóvenska heimsspekingsins Slavoj Zizek í Öskju í troðfullum sal sem haldinn var í boði Listaháskólans og Háskólans á Bifröst.
Nálgun Slavoj Zizek er í flesta staði óvenjuleg og hann hrærir upp í áhorfendum. Sem dæmi sagði hann aðspurður atburðina 911 smáviðburð og honum gæti ekki verið meira sama um hver bæri ábyrgð á þeim, en hinsvegar viðbrögð okkar við atburðinum og þróun samfélagins síðan stórviðburð.
Forvitnilegast fannst mér þegar hann aðspurður vék að Lenín og Marx. Annars kom hann svo víða við á stuttum tíma að drúga stund tekur að melta það allt.
Hann talar útfrá því sem allir þekkja, kvikmyndum sem allir hafa séð og persónum og atburðum sem allir hafa skoðun á, og frá X-files og Titanic og bæði fræðingum og dægurpersónum, en nálgast það allt með öðrum hætti en við eigum að venjast.
Það hefði með engu móti komist fleiri í salinn og Hið íslenska bókmenntafélag gaf gestum í kynningarskyni forprentun á fyrsta kafla bókar Zizek Óraplágunni sem væntanleg er í íslenkri þýðingu þegar hallar sumri.
Bókabúðirnar eiga hinsvegar á ensku talsvert af verkum hans.
Hér eru nokkrar ljósmyndir úr Öskju sem ég tók af þessum óvenjulega fyrirlesara, rithöfundi, heimsspeking, listamanni og pólitíkus. Einhver sjónvarpsstöðin ætti að taka við manninn viðtal á meðan hann er hér, hann er stórmerkilegur. Hér má smella beint til að skoða Google-leit um hann.
Stjórnmál og samfélag | Laugardagur, 31. mars 2007 (breytt 2.4.2007 kl. 21:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er ljóst að hvernig sem kosningarnar fara á morgun verða tímamót á Íslandi. Allar líkur eru á mikilli kjörsókn og þó læra megi eitt og annað af framkvæmdinni þá er það einmitt það, eitthvað til að læra af. - Þessi kosning er afar mikilvægt sem slík og vonandi aðeins upphaf þess sem koma skal.
Kosningabaráttan er upplýsandi ferli sem ekki hefði verið farið annars. Það tryggir upplýstara samfélaga en annars væri og ábyrgð er færð til fólksins.
Hafnfirðingar eru aðeins að kjósa um það hvort ef á annað borð á að auka álbræðslu á Íslandi og framleiða orku til hennar, þeir fallist á að hún verði sett upp í Straumsvík, með þeim hætti sem gerð hefur verið tillaga um.
Virkjana- og orkustefna landsins er allt annað mál sem faktístk þessi kosning fjallar ekki um, það verður gert í þingkosningunum.
1.195 hafa kosið utankjörfundar í Hafnarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Föstudagur, 30. mars 2007 (breytt kl. 23:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég rak augun í það á bls 6 í Morgunblaðinu í gær fimmtudag að með frétt um nýjan samning um háspennulínur í jörðu við álverið fylgir teikning merkt skjaldamerki Hafnarfjarðar sem sýnir háspennulínurnar en einnig nýbyggingar álversins rauðar það gamla er grátt. Þar má sjá að nýju skálarnir eru miklu lengri en þeir gömlu og að við austurenda álversins rís stór þjónustubygging.
Þegar svo líkan Rannveigar Rist á blaðsíðu 17 í Blaðinu í dag föstudag er skoðað eru skálarnir sem í Mogganum í gær voru miklu lengri en þeir gömlu orðnir jafnlangir þeim gömlu og engin ný bygging er við austurendann.
Þegar heimasíða Hafnarfjarðar er skoðuð og deiliskipulagstillagan þar, þá eru nýju skálarnir jafn stuttir og í auglýsingu Rannviegar Rist en nú verður það hrópandi á þeirri teikningu að byggingareiturinn sem þar er gulur er jafnstór og á Moggateikningunni og því miklu lengri en þarf undir skálanna og án þjónustubygginganna við austurendann, -og hve furðulegt það er að þar undir er samt frátekinn byggingareitur án þess að byggingarnar séu settar á hann. - Á svæðið að vera tómt eða eins og á Moggateikningunni?
Afhverju er þetta ósamræmi og hvort er rétt?
Afhverju er frátekinn svona stór byggingareitur á deiliskipulagsteikningunum án þess að skálarnir nái út í hann?
Afhverju fylla skálarnir sama byggingareit á enda á teikningunum í Mogganum í gær?
Afhverju sýnir Rannveig Rist skála sem eru jafnir þeim gömlu ef samkvæmt mörkuðum byggingareit má láta þá ná miklu lengra eða útá enda byggingaareitsins?
Og afhverju ætti álverið og Hanarfjörður að taka frá byggingareit sem er miklu lengri en skálarnir þurfa að vera ef líkan Rannviegar er rétt en teikna svo háspennulínurnar inná uppdrátt með skálum sem fylla í byggingareitinn?
Og ef svona upplýsingar eru ekki nákvæmar og réttar hvað þá um það sem við getum ekki sé og sannreynt?
Stjórnmál og samfélag | Föstudagur, 30. mars 2007 (breytt 31.3.2007 kl. 02:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var mikil saga í kringum gíslatökumálið í Íran og töku bandaríska sendiráðsins 1979 eftir byltinguna 1978. Það sem fæstir þó átta sig á er að Íranir unnu USA í því máli með leynisamning við Bush eldri þá varforsetefni Ronalds Reagan í kosningaslag við Jimmy Carter. Það var flókin flétta sem lauk með því að gíslarnir voru látnir lausir 20 janúar 1981 aðeins nokkrum mínútum eftir að Ronald Reagan sór embættiseið sinn. Þetta upplýstist þegar Íran málið tengdist ólöglegum vopnakaupum fyrir Contra skæruliðana í Mið-Ameríku. Ýmsar sannanir voru lagðar fram í því máli um að það hafði beinlínis verið samið á laun við Írani um að sleppa ekki gíslunum fyrr en valdataka RR var orðin staðreynd m.a. til að hafa áhrif á forsetakosningarnar, þó dómur féllist ekki á að þær væru full sönnun. ... Sem sagt þannig lærðu Íranir að þeir geti skapað sér afar sterka stöðu með gíslatökumáli þegar í nauðirnar rekur, fengu m.a. viðskiptabanni aflétt og snéru Bush eldri og RR um fingur sér - eða hvað?
Sjá heimildir smella hér um gíslatökumálið í Íran 1979-81 og Íran-Contra málið hér
Öryggisráðið lýsir alvarlegum áhyggjum af töku bresku sjóliðanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Föstudagur, 30. mars 2007 (breytt 31.3.2007 kl. 20:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vonandi er þetta vísir að því sem koma skal í kosningabaráttunni og hjá næstu ríkisstjórn. Líst vel á að framhaldsskólinn verði skoðaður og kostnaður nemenda (& foreldra) við að sækja sér framhaldsskóla-menntunn og bera það saman við Norðurlöndin. Menn skilja ekkert í því að hér séu fleiri ungir öryrkjar (yngri en 20 ára) - en hvílíkur aðstöðumunur hér og á Norðurlöndum varðandi allt sem kostar eitthvað í framhaldsskólum, verklegt nám, efniskostnað, tölvukostnað (MK), námsbækur, skólagjöld og jafnvel framfærslu, þ.e. hæfingu og endurhæfingu ungs fólks.
Hér á Samfylkingin leik því hún hefur lagt sig fram um að segja ekki nema það sem hún getur staðið við, og nú þarf að taka til í verlferðarkerfinu okkar, öllum er það ljóst og enginn er betur til þess fallinn en alvöru jafnaðarmannaflokkur.
Samfylkingin kynnir aðgerðaáætlun í málefnum barna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Föstudagur, 30. mars 2007 (breytt kl. 02:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
104 gr. laga um hlutafélög:
"104. gr.
Hlutafélagi er hvorki heimilt að veita hluthöfum, stjórnarmönnum eða framkvæmdastjórum félagsins eða móðurfélags þess lán né setja tryggingu fyrir þá. Félagi er einnig óheimilt að veita þeim lán eða setja fyrir þann tryggingu sem giftur er eða í óvígðri sambúð með aðila skv. 1. málsl. eða er skyldur honum að feðgatali eða niðja ellegar stendur hlutaðeigandi að öðru leyti sérstaklega nærri. Ákvæði þessarar málsgreinar taka þó ekki til venjulegra viðskiptalána.
-Hlutafélag má ekki veita lán til að fjármagna kaup á hlutum í félaginu eða móðurfélagi þess hvort heldur móðurfélagið er hlutafélag eða einkahlutafélag. Hlutafélag má heldur ekki leggja fram fé né setja tryggingu í tengslum við slík kaup. [Ákvæði 1.-2. málsl. eiga þó ekki við um kaup starfsmanna félagsins eða tengds félags á hlutum eða kaup á hlutum fyrir þá. Gætt skal ákvæða 99. gr.] 1)
-Trygging félagsins, sem sett er fyrir áðurnefnda aðila í bága við ákvæði 1. og 2. mgr., er þó bindandi nema viðsemjandi hafi vitað eða mátt vita að tryggingin hafi verið sett andstætt þessum ákvæðum.
-Ef félagið hefur innt af hendi greiðslur í tengslum við ráðstafanir sem eru andstæðar 1. og 2. mgr. skal endurgreiða þær með dráttarvöxtum.
-Ef ekki er unnt að endurgreiða féð eða afturkalla tryggingu eru þeir sem gerðu eða framkvæmdu síðar ráðstafanir skv. 1. og 2. mgr. ábyrgir fyrir tapi félagsins.
-Ákvæði 1. og 2. mgr. eiga ekki við um lán eða framlag til móðurfélags og tryggingu fyrir skuldbindingum móðurfélags.
-Ákvæðum 1. og 2. mgr. verður ekki beitt um innlánsstofnanir eða aðrar fjármálastofnanir.
-Í gerðabók félagsstjórnar skal getið sérhvers láns, framlags og tryggingar samkvæmt þessari grein."
sjá: http://www.althingi.is/lagas/nuna/1995002.html
Kostnaður vegna sérfræðiþjónustu 55 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Fimmtudagur, 29. mars 2007 (breytt kl. 20:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mávurinn lítur yfir ríki sitt
Nú fara sílamávarnir að koma eins og aðrir farfuglar. Fyrir þá sem átta sig ekki á hvaða fulg sílamávur er þá er hann eins og svartbakur en með dökkgráa vængi í stað svartra, að jafnaði þó aðeins minni en svartbakur en getur þó orðið ansi stór og einstaka álíka og svartbakur. Sílamávurinn fyllti tjarnarsvæðið síðasta sumar og hefur færst í aukanna á íbúðasvæðum höfuðborgarsvæðisins síðustu ár. Það hefur svo aftur haldist í hendur við að sandsílið sem hann er kenndur við hefur nær horfið og valdið m.a. hruni í varpi kríunnar. Skortur á sandsíli er ástæða þess að sílamávurinn hefur sótt í fæði hvar sem það er að finna, og jafnvel orðið gráðugur í brauðið sem börnin ætla að gefa öndunum á tjörninni, fyrir utan að hann á það til að tína upp einn og einn unga.
-En þýðir eitthvað að reyna að fækka máfunum með eitri? Er stofninn ekki einfaldlega í sveiflu sem fylgir á eftir sveiflum í sandsílastofninum og því nú í væntalegri niðursveiflu hvort sem er. - Er ekki óþarft að vera að dreifa eitri sem engin leið er að tryggja að ekki berist í aðra fugla og dýr, þegar mávurinn stefnir augljóslega í niðursveiflu vegna fæðuskorts? Aðalatriðið er kannski að gæta þess að fæða ekki mávinn með óvörðum úrgangi svo sem frá sláturhúsum og víðar til að halda ekki uppi stofninum þegar hann ætti að vera í náttúrulegri niðursveiflu vegna fæðuskorts.
Stjórnmál og samfélag | Fimmtudagur, 29. mars 2007 (breytt kl. 21:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)