Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
Fyrir utan stóriðjustefnu Framsóknar er fátt hér í kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins sem ekki er hægt að taka heilshugar undir og bæta við "ég vildi að þessi flokkur hefði verið við völd undanfarin ár". - En bíðum nú við það hefur hann einmitt verið, hvernig á þá að vera hægt að taka mark á svona plaggi sem lýsir fullkomlega allt öðrum hugmyndum en praktiseraðar hafa verið af sama flokki í 12 ár.
PS Þetta er kannski ekki alveg réttlátt hjá mér í garð Framsóknar án þess að minnast þess að einstaka þingmenn og ráðherrar Framsóknarflokksins hafa vakið sérlega aðdáun mína fyrir ákveðin verk og hugarfar sem samt hefur ekki náð að móta yfirbragð ríkisstjórnarinnar í heild. Sumt jafnvel ekki náð athygli. Svo fátt sé nefnt má nefna að báðir Páll Pétursson og Finnur Ingólfsson áttu meiri heiður og þakkir skyldar en þeir hlutu fyrir að taka á málum skuldugra fjölskylda, m.a. með stofnun ráðgjafastofu heimilanna og mikið fleiru, Jón Kristjánsson ráðherrann hæglyndi var allra ráðherra duglegastur að mæta allstaðar þar sem mál sjúklinga og öryrkja voru til umræðu og stoppa við og hlusta en ekki bara sýna sig, Halldór Ásgrímsson hafði þrátt fyrir allt kjark til að taka ESB mál á dagskrá þó sumir samráðherrar vildu ekki ræða þau, og auðvitað er ekki réttlátt að ekkert sé virt við Framsókn hve duglegur flokkurinn hefur verið við að setja konur í ráðherrastöður. - Það breytir þó ekki því að heildar yfirbragð ríkisvaldins sl 12 ár þar sem Framsókn hefur haft hlming ráðuneyta hefur verið afar hægrisinnað, andsnúið samhjálp, og nú er mál að linni.
![]() |
Framsóknarmenn boða áframhaldandi uppbyggingu atvinnulífsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Þriðjudagur, 10. apríl 2007 (breytt 11.4.2007 kl. 18:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ómar kom sterkur út úr Kastljósþættinum í kvöld, sem og Steingrímur J, Ingibjörg stóð sig mjög vel þegar leið á en verr í upphafi, en
Guðjón stóð sig bara illa og Jón stóð sig alls ekki neitt. Geir Haarde hefur vaxið meira sem foringi en ég átti von á sem gleður mig um leið og ég hef svolítið blendnar tilfinningar gagnvart því þar sem ég tel mikilvægt að skipt verði um ríkisstjórn eftir næstu kosningar. Vopnin snérust þó í höndum Geirs þegar hann hafði spurt Ómar hvort hann gerði sér grein fyrir hversu feikna dýrt væri að hækka skattleysismörk í 130 150 þúsund, það kostaði yfir 50 milljarða en Ómar skaut því að á móti að fyrst við höfðum efni á jafngildi þess fyrir 12 árum, hlytum við að hafa efni á því núna (eftir allt góðærið).
Þá segir þetta okkur nákvæmlega hvað þeir hafa hækkað mikið álögur á lægsta hluta tekna á þessum tíma, eða samkvæmt orðum Geirs um 50 milljarða króna.
Frjálslyndir styðja stóriðjuþensluna en eru á móti útlendingunum sem þenslan þarfnast.
Umræður flokksforingjanna í Kastljósi í kvöld marka upphaf hinnar formlegu kosningabaráttu. Um margt óljós og óvenjulega staða flokkanna samkvæmt skoðanakönnunum setur óhjákvæmilega svip sinn á kosningabaráttuna, en einnig er augljóst að þau mál sem litlu flokkarnir Frjálslyndiflokkurinn og Íslandshreyfingin hafa sett á oddinn móta núna umræðuna. Stóriðjumál og útlendingamál voru meginmál umræðunnar, en lítið sem ekkert fór fyrir menntamálum, velferðarmálum eða samgöngumálum svo eitthvað sé nefnt. Í þessum málaflokkum kristallast þó hrópandi mótsögnin í málflutningi FF sem setur sig á móti útlendingunum en með stóriðjunni og þenslunni. En eins og allir vita sem vilja er þenslan og stóriðjuframkvæmdirnar helsta ástæða eftispurnar eftir erlendu vinnuafli. Í raun merkir þetta að annaðhvort meinar FF ekki það sem þeir segja eða þeir vita ekkert hvað þeir eru að segja. Þeir geta ekki stutt stóriðjuframkvæmdir en lokað á vinnuaflið sem framkvæmdirnar og þenslan kallar eftir. Það leiðir augljóslega af sér óðverðbólgu eins og þensla gerði á fyrri tímum, þ.e. víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags vegna umframeftirspurnar eftir vinnuafli.
ÍH (Ómar) og FF stýra umræðunni
Óháð spurningunni um fylgi flokkanna sem þrátt fyrir allt er ekki alltaf aðalatrið þá sakna ég þess núna að flokkurinn minn Samfylkingin, jafnarðamannaflokkurinn á Íslandi sé ekki að stýra umræðunni, í það minnsta til jafns við þá sem bera fram vanheilugu útlendingamálin og háheilögu umhverfismálin, og þá helst með sterkri innkomu um endurreisn velferðarkerfisnins eða viðlíka. Afhverju er umræðan nú öll um FF og ÍH og þeirra málefni? -Af því þeir hafa sett málin á dagskrá knúið fram viðbrögð og fengið þau. Flokkur á umtalsvert erindi ef honum tekst að fá mál á dagskrá svo ekki sé talað um þegar öll umræðan og stefnuskrár hinna flokkanna taka mið af henni, en það er það sem Ómari hefur tekist.
Frelsi, jafnrétti, bræðralag
Það er í raun allt í lagi að Samfylkingin tapi fylgi ef hún er að mjaka grundvallarmálum áleiðis - ná árangri um það sem stjórnmál fjalla um þ.e. stefnumótun. Eftir 12 ára íhaldsstjórn er fátt brýnna en endurreisn verlferðarkerfisins með klassískar hugsjónir jafnaðarmanna að leiðarljósi; frelsi, jafnrétti, bræðralag; þar sem bræðralag vísar til samhjálparinnar, samtryggingarinnar og velferðarkerfisins og hjartaþelsins sem að baki þess býr; jafnrétti, ekki bara stytting úr jafnrétti kynjanna, heldur á öllum sviðum; og frelsi sem okkur öllum ber, og ber samfélagsleg skylda til að skapa öðrum sem geta ekki notið þess vegna skorts á nauðþurftum og heilsu.
Verst væri að ná ekki af alvöru þessum grundvallarsónarmiðum inn á dagskrá íslenskra stjórnmála, og helst sem leiðarljós við ríkisstjórnarmyndun. 15, 20 eða 30 % er í raun aukatriði ef tekst að móta dagskrá umræðunnar og réttar ákvarðanir.
Stjórnmál og samfélag | Þriðjudagur, 10. apríl 2007 (breytt kl. 12:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég á létt með að skrifa undir draumsýn um lága skatta, -en þó ekki fyrr en tryggt er að við sjáum vel fyrir samfélagslegum skyldum okkar við hvert annað, börnin, komandi kynslóðir, sjúka og aldraða, og byggjum upp sameiginlega grunnþætti svo sem samgöngur þannig að komi öllu samfélaginu sem best til áframhaldandi velfarnaðar. - Ekkert sérstakt bendir til að nú sé tími eða tækifæri til að lækka skatta. Í öllu falli væri skárra að borga niður skuldir og eftir það að safna og koma upp sjóðum en að lækka frekar skatta því skattalækkun nú ýtir undir þenslu sem er stóri vandinn sem við glímum við.
Örorkumatsályktunina, sem annað, verður því að lesa með formerkjum niðurskurðar.Ríkisstjórnin samþykkti nýlega álit nefndar forsætisráðherra um nýtt örorkumat og endurhæfingu - án þess að því fylgdi neitt fyrirheit um fé. Þær ályktanir er reyndar mjög auðvelt að lesa þannig að tilgangurinn sé sá einn að skerða bætur og svelta öryrkja til vinnu sem þeir "þykist" ekki geta unnið, þó svo forystu öryrkja langi til að skilja það öðruvísi og forsætisráðherra langi líka til að öryrkjar skiji það öðruvísi framyfir kosningar.
Álitið er í raun um tvennt, ný og mikil endurhæfingarkerfi sem kosta mikið og langan tíma tekur að koma á ef þeim verður nokkru sinni komið á og svo nýtt örorkumat og bótakerfi sem tæki gildi strax og felur m.a. í sér að 75% öryrki sem nú nýtur 100% bóta fær bara 75% bætur óháð því hvort einhver vill ráða hann í 25% vinnu eða ekki, auk þess sem fram að þessu hefur verið litið þannig á að 75% öryrki þurfi 25% orku til að annast um sjálfan sig, orka hans sé í öllu falli ekki til skiptanna með þeim hætti að hann geti beitt 100% orku 25% af tímanum (til fjórðungs vinnu) og því látið sér duga 0% orku 75% af tímanum.
Hvað um það, loforð um skattalækkun núna segir okkur hvað raunverulega er á bak við önnur loforð og fyrirheit, þar á meðal hverju á að hrinda í framkvæmd af ályktun örorkumatsnefndar og hverju ekki þ.e. ekkert bendir til annars en að aðeins sé stefnt að niðurskurði útgjalda í þeim málaflokki í reynd.
![]() |
Sjálfstæðisflokkur stefnir að frekari skattalækkunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Mánudagur, 9. apríl 2007 (breytt kl. 17:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þetta er þó ekki nema helmingur þess sem Karl Wernersson er sagður græða eftir viðskipti sín með bréf í Glitni sem samkvæmt fréttum hann stofnaði til fyrir rúmu ári. - Það sýnir kannski best hvað þetta er orðin mikil bilun hér á landi að Bandaríkjamenn undrast og hneykslast á upphæð sem er helmingur þess sem einn maður fær af viðskiptum á íslandi. Gróði Karls samsvarar eftir 10% fjármagnstekjuskatt að einhver hefði 4,5 miljónir króna eftir skatt í árslaun í 10 þúsund ár.
(Myndin er af Bjarna Ármannssyni máta gamlan bankastjórastól á sögusýningu Íslandsbanka)
![]() |
27 milljarðar króna í árslaun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Sunnudagur, 8. apríl 2007 (breytt kl. 14:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)

![]() |
Geir nýtur mestra vinsælda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Laugardagur, 7. apríl 2007 (breytt 8.4.2007 kl. 14:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mér þótti þau hálf hrikaleg húsin á Spáni sem voru í byggingu þegar ég kom þar fyrst sumarið 1976, múrsteinsgólf í margar hæðir á örmjóum steinsteyptm súlum og svo léttir hlaðnir útveggir. Það var svo ekki fyrr en eftir að Spánn og Portúgal gengu í ESB 1986 að teknar voru upp boðlegar byggingareglur þar og staðlar.Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég varð vitni að því í ágúst 2005 að eldur varð laus í 20 hæða íbúðahóteli í Benidorm á Spáni. Á aðeins örfáum mínútum dreifðist eldurinn niður eftir húsinu með brennandi sóltjöldum og sundfötum af svölum á svalir frá 16. hæð og niður, eldurinn náði líka að teygja sig upp eftir húsinu. Sem betur fer var ekki vindur svo logandi klæðin dreifðust ekki mikið til hliðar.
Myndirnar sem ég hef sett hér inn í albúmið Eldur í Paradís sýna ef vel er að að gáð hvernig eldurinn dreifir sér, en einnig að þegar slökkviliðið kom á staðinn ná þeir strax að sprauta vatni á neðstu svalatjöldin og stöðva útbreiðsluna eldsins þar, þ.e. uppá 6. hæð en lengra náðu slöngurnar ekki að sprauta, og þó slökkvilið kæmi greinilega víða frá á þeim 5 klukkustundum sem lökkvistarf stóð yfir sást aldrei körfubíll eða bíll með dælubyssur og reyndar komust engir slökkvibílar að svalahlið hótelsins þar sem eldurinn dreifði sér. (-Til að stækka myndir smellið á þær og svo aftur.)
Þegar slökkvistarfi lauk kom í ljós að gólfin sem voru byggð með gamla laginu með múrstenum voru við að hrynja eftir brunann. Það sést vel á einni myndanna.
Enginn lést í þessum bruna en 17 manns voru laðgir á sjúkrahús með grun um reykeitrun, þar af einn slökkviliðsmaður.
Ég er nokkuð viss að enginn annar var í aðstöðu til að taka boðlegar myndir af eldinum á meðan hann var enn að dreifa úr sér, og mér hefur fundist síðan þetta var að aðrir þyrfti að geta séð hvernig eldurinn dreifðist í þessum bruna á örfáum mínútum með sóltjöldum og sundfötum á svalasnúrum, og hvernig að brunavörnum er staðið í háhýsaborginni Benidorm. Slökkviliðsmennirnir stóðu sig frábærlega en aðstaða þeirra bæði hvað varðar aðgengi að svalahlið hússins sem var ekkert og tækjabúnaður virtist í engu samræmi við verkefnið.
Ef ég færi eftur til Benidorm myndi ég því velja mér hótel sem örugglega væri byggt á seinni árum og hefði ekki sóltjöld framaf svölum.
Fjórar myndir í röð hér sem þegar betur er að gáð má sjá að eru allar af sama stað á húsinu og eins klipptar, sýna þróun frá því glóð berst á milli með sóltjöldum þar til meira en klukkutíma seinna að slökkviliðsmaður er kominn í gegn en þá er íbúðin fyrir ofan alelda.
![]() |
Mikið að gera hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Laugardagur, 7. apríl 2007 (breytt 8.4.2007 kl. 15:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)

![]() |
Deilt um innihald skýrslu um afleiðingar loftslagshlýnunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Fimmtudagur, 5. apríl 2007 (breytt kl. 16:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)

![]() |
Hagur Hafnarfjarðar kærir ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Fimmtudagur, 5. apríl 2007 (breytt kl. 01:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)

![]() |
Nancy Pelosi komin til Sádí-Arabíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Miðvikudagur, 4. apríl 2007 (breytt kl. 23:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)

Stjórnmál og samfélag | Miðvikudagur, 4. apríl 2007 (breytt kl. 22:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)