Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Eru Íslendingar nískir á réttlæti og fé?

Skjabord_HJH_027Ég held að það séu engar ýkjur þó ég segi að það sé hluti af sjálfsmynd okkar Íslendinga að við sjáum okkur sem réttsýna og réttláta þjóð, -en stenst sú mynd nánari skoðun?

Að slepptum innflytjenda-málunum sem ég nenni ekki að fjall um í bili hafa undanfarið vakið mig til umhugsunar kröfur um hertar refsingar, þyngdar sektir, skortur á mannsæmandi fangelsum, og svo fréttir af stöðu öryrkja, aldraðra og barna, og loks hefur afstaða okkar til Evrópumálanna vakið mig til umhugsunar í bland við fréttir af Þróunarsamvinnustofnun og þróunarhjálp. Þegar öll þessi mál summeruðust upp í huga mér stendur eftir að kannski sé þjóðin hvorki örlát, samúðarfull né réttsýn, jafnvel frekar nísk og óréttlát í samanburði við aðrar Norður-Evrópuþjóðir.  – Getur t.d. verið að andstaða okkar við ESB mótist af því að við getum ekki til þess hugsað að leggja meira til stuðnings vanþróðari ríkja Evrópu en við fáum frá ESB?  Leitum við allra leiða til að komast hjá því að leggja okkar eigin minnstu bræðrum lið og sameinumst helst í því að finna rétlætingu fyrir því? Afhverju tökum við ekki eftir því að þegar samdráttur hefur verður í efnhagslífinu og við höfum kallað atvinnulausa "letingja sem nenni ekki að vinna" að þegar efnahagslífð réttir við sér rennur fólkinu letin og atvinnleisið hverfur, þ.e. "letinn" er sjúkdómur sem hjaðnar um leið og efnahagslífið réttir við sér, -en þá förum við að tala með sama hætti um sjúka og fatlaða, þ.e. öryrkja.


Álíka og fótbrotinn kenni gifsinu um þegar FF kennir útlendingum

Hendur Það er svona álíka eins og fótbrotinn maður kenni gifsinu sínu um veikindi sín þegar Frjálslyndi flokkurinn bölsótast út í útlendinga sem við höfum laða til okkar til að vinna þau störf sem við höfum ekki mannafla til að sinna í þenslunni sem verið hefur.

Þenslan nú er nákvæmlega sami sjúkdómur og á verðbólguárunum nema núna er verðbólgan með magabelti svo þenslan leitar annarrar útrásar.
Í stað þess að eftirspurnin eftir vinnuafli sem fylgir þenslunni leiði til vixlhækanna kaupgjalds og verðlags og óðaverðbólgu sem engum raunverulegaum auknum verðmætum skilar í launaumslögin fær hún nú útrás með innflutningi fólks sem er í atvinnuleit;.
EN alveg eins og þenslan en ekki verðbólgan var raunverulegi sjúkdómurinn og verðbólgan var aðeins afleiðing hennar -einkenni, þá höfum við sama sjúkdóm nú aftur og eins og áður skapar hann umfram eftirspurn eftir vinnuafli en einkennin birtast þar sem auðveldast lætur undan og nú er það með innflutningi vinnuafls. Ef innflutningurinn yrði stöðvaður með þvingandi úrræðum myndi eftirsprunin eftir vinnuafli leiða til vixlverkanna kaupgjalds og verðlegas þ.e. til verðbólgu.

DSC_0279+Það verður því að lækna þensluna, þá verður hvorki óðaverðbólga né óviðráðanlegur innflutningur vinnuafls vandamál. Þenslan leiðir til umframeftirspurnar eftir vinnuafli og birtist nú með innflutningi fólks . -Alveg eins og þegar fótbrotinn maður birtist með gifs eftir fótbrotið en ekki öfugt, - það væri augljós heimska að kenna gifsinu um fótbrotið, - en það er einmitt það sem FF er að gera þegar þeir snúa sér að útlendingunum en ekki þenslunni.

Ef FF vildi lækna meinið þá snéru þeir sér að því að draga úr þenslunni en ekki að skammast út í sáraumbúðirnar, það undarlegasta er þó að í gær heyrði ég Guðjón Arnar lýsa yfir stuðningi við virkjanaáform og álversverksmiðju í Húsavík - Þó er þar einmitt sjálft meinið á ferð.


Flottur leiðari Moggans í morgun - Grunnplagg um kosningarnar

Þora eða þora ekki Leiðari Moggans í morgun er frá mínum bæjardyrum séð grundvallarplagg um þær kosningar sem fóru fram í Hafnarfirði á Laugardaginn. Þar er af mikilli þekkingu, yfirsýn og raunsæi tekið á kjarna málsins, sem auðvitað er kosningin sjálf og tímamót til lýðræðis fremur en niðurstaðan.

Eitt verða allir að átta sig á en það er að fullkomið "lýðræði" er markgildi sem við stefnum á en náum aldrei. - En aðeins með því að vinna látlaust að því að ná því viðhöldum við því lýðræði sem við búum við um leið og við vonandi nálgumst einnig markmiðið. - Gallar þeirra lýðræðisferla sem við búum við eru oft hrópandi, fulltrúalýðræði er aðeins staðgengill beins lýðræðis þegar það er ekki raunhæft eða mögulegt, peningar, upplýsingaflæði og aðgagnur að  fjölmiðlum mótar svo alltaf niðurstöðu þeirra tækja sem við notumst við í lýðræðislegum ferlum, en gallana megum við aldrei nota sem rök fyrir því að snúa við og hætta að feta okkur nær markgildinu.

Mogginn segir m.a.:

"Frá sjónarhóli Morgunblaðsins, sem um áratugar skeið hefur barizt fyrir því, að fólkið sjálft taki ákvarðanir um veigamestu mál í atkvæðagreiðslum, er kosningin í Hafnarfirði merkur viðburður, sem markar ákveðin þáttaskil"

Sjá leiðarnn hér .


Fyrirséður rógur tapsárra

Álverið sjóðandi heittÉg varaði við því hér á hádegi kjördag að báðir aðilar álversmálsins virtust vera að búa sér til stöðu til að gengisfella kosninguna ef þeir töpuðu. Ég bað menn um að leyfa ekki tapsárum að komast upp með að lítilsvirða sigur lýðræðsins sem í kosningunni og kjörsókninni felst, hvernig sem færi.

Nú er það að rætast og það kom í hlut Hags Hafnarfjarðar. Að slá því fram að 700 manns hafi flutt til Hafnarjarðar bara til að kjósa gegn álverinu er ekkert nema slíkur rógur, - örþrifaráð tapsárra.

AlverMoggi29.marsBls6_a-Fyrir það fyrsta er talan sjálf augljóslega ekki byggð á nákvæmnisvísindum heldur slegið fram með óvissuna á heilu hundraði.
-í annan stað er skrítið að þetta skuli koma fram núna þegar enn er helgi og skrifstofur lokaðar fyrst það var ekki ljóst fyrir kosninguna en nær mánuður er liðinn síðan hægt var að flytja til að komast á kjörskrá.
-Í þriðja lagi jafnvel ef það hefur fjölgað um allt að 700 á kjörskrá í aðdraganda kosninganna getur það verið af fullkomlega eðlilegum ástæðum. Einfaldlega vegna þess að þegar um svo umtalað mál er að ræða ganga menn rösklega til þess verks sem þeir hafa hugsanlega vanrækt að skrá sig á sitt rétta heimili í Hafnarfirði. Þar sem ekki er samtímis verið að kjósa annarsstaðar flyst fólk hinsvegar ekki að sama skapi af skrá í Hafnarfirði.
Álver í Straumi-Loks ef einhverjir hafa látið móðinn leiða sig í gönur og skráð sig til Hafnarfjarðar til að fá að kjósa þá er engu líklegra að það séu nei-menn en já-menn, t.d. starfsmenn álversins og aðstendendur þeirra sem eiga allt sitt undir álverinu, trúlegast þó einhverjir úr báðum hópum.

Afar ósennilegt er að nokkur leið sé til að sanna þennan áburð hinna tapsáru, því er hann ekkert nema það -rógur. Ef ekki er einfaldlega hægt að sýna lista yfir 700 yfirlýsta andstæðingar álverins sem hafi flutt lögheimili sitt á heimilsfang þar sem þeir sannanlega eiga ekki raunverulegt heimili þá eru þessi orð "Hags Hafnarfjarðar" ekkert annað en rógur til þess eins fram settur að lítlsvirða niðurstöður þessarra merku kosninga.


mbl.is Hagur Hafnarfjarðar segir brögð í tafli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæjarfulltrúar létu skoðanamótun öðrum eftir

B_Hafnarfjordur_0011Sá háttur sem Hafnfirðingar höfðu á kosningunni um álverið er á margan hátt lofsverður, þar á meðal að bæjarfulltrúar og bæjarstjórinn skyldu láta öðrum eftir skoðanamótun. Um það ber fulltrúum allra flokka í bænum lof.  Málið var einfaldlega ekki gert flokkspólitískt innan bæjarins.

Það er því hvort tveggja jafn ósmekklegt þegar reynt er að höggva til Samfylkingarinnar á þeirri forsendu að bæjarstjórinn hafi ekki tekið opinbera afstöðu -og þegar Samfylkingunni einni er bæði eignaður og kenndur þessi merki atburður. Vissulega átti Samfylkingin hér frumkvæði en aðrir flokkar í Hafnarfirði fylgdu henni og studdu þessa málsmeðferð um  allt sem mestu varðar, þar á meðal að láta bæjarbúum eftir að að taka afstöðu án þess að pólitíkusarnir stýrðu skoðanamyndun.
Það er þó ekki þar með sagt að öðruvísi geti ekki átt við undir öðrum kringumstæðum. Mál eru einfaldlega mis flokkspólitísk og eðlisólík t.d. hvort um grundvallarstefnu er að ræða eða einstaka ákvörðun þó stór sé, landsmál eða sveitarstjórnarmál. Það tíðkaðist t.d. ekki að stjórnmálamenn tækju afstöðu í kosningum um áfengisútsölur og hundahald hér áður, en næsta víst munu þeir taka afstöðu ef máli verður skotið til þjóðarinnar af forseta með synjun á staðfestingu laga, og auðvitað munu þeir taka afstöðu ef ESB samningur fær einhverntíman að fara fyrir þjóðina.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband