Svo er nú það hverja velur Ingibjörg Sólrún með sér sem ráðherra. Það er trúlega ekki bara einfalt mál að ákveða það. Ljóst er þó að Össur Skarphéðinsson verður ráðherra enda sá einu utan Jóhönnu Sigurðardóttur sem hefur ráðherrareynslu úr þingflokki Samfylkingar.
Báðir flokkar hafa talað um að fækka ráðherrum, þeir gætu gert það eftir frekari undirbúning eða núna strax sem er líklegast þó svo endurskipulagning ráðuneyta fylgi seinna í kjölfarið með meiri og betri undirbúningi.
Ef við því gerum ráð fyrir 5 ráðherrum frá hvorum flokki verða þrír í viðbót frá Samfylkingunni auk Ingibjargar og Össurar. A.m.k. einn þeirra verður að vera kona og a.m.k. einn þeirra verður að vera landsbyggðarþingmaður, vart verður með öllu reynslulaus þingmaður strax ráðherra þó svo hann sé í fyrsta sæti síns kjördæmis, og forðast verður að taka marga úr sama kjördæmi. Útilokunaraðferðin hjálpar til og gerir t.d. konuna Katrínu Júlíusdóttur líklegri en Gunnar Svavarsson úr sama kjördæmi, og svo landsbyggðarþingmennina Kristján Möller af norðurlandi og Björgvin Sigurðsson af suðurlandi. Ég held þó að aðeins annar þeirra verði fyrir valinu þ.e. Kristján Möller og svo þriðja konan og þá líklega Þórunn Sveinbjarnardóttir sem gæti orðið 5. ráðherrann.
Annars eru þó allt eins líkleg og Þórunn til að fá 5. stólinn þau Björgvin Sigurðsson, Jóhanna Sigurðardóttir og Ágúst Ólafur. Suðvesturkjördæmi er hinsvegar lang stærsta kjördæmið með flesta kjósendur á bak við hvern þingmann sem vissulega er ákveðin réttlæting til að þær báðar Katrín Júlíusdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir yrðu ráðherrar þaðan, Þórunn hefur mikla reynslu og í prófkjörinu munaði í raun engu að Þórunn hlyti 1. sætið, þá er hún kona og á langa sögu í kvennabaráttunni. - Svolítið skemmtilegt reyndar ef Þórunn yrði fyrir valinu því þá yrðu alls þrjár konur ráðherrar úr því kjördæmi því Þorgerður Katrín kemur auðvitað þaðan líka.
Stjórnmál og samfélag | Föstudagur, 18. maí 2007 (breytt kl. 02:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ingibjörg Sólrún: VG vildi ekki mynda stjórn með Framsóknarflokki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Fimmtudagur, 17. maí 2007 (breytt kl. 21:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var merkilegt að horfa á þá Steingrím J og Guðna Ágústsson í Kastljósi þar sem þeir báru sjálfa sig fram sem fullnaðarsönnun fyrir því að enginn annar stjórnarmyndunarmöguleiki var í stöðunni fyrir Ingibjörgu Sólrúnu en S+D.
Í kjölfarið af stuttu viðtali við formann Samfylkingarinnar sönnuðu þeir einfaldlega fyrir alþjóð að Ingibjörg átti engra annarra kosta völ en að fara með Geir Haarde í ríkisstjórn og að þeir félagar Steingrímur og Guðni eru ekki stjórntækir saman eða yfir höfuð vildu þeir vinna saman.
Steingrímur náttúrulega byrjaður eins og skot að ráðist á samstarfsflokk Sjálfstæðisflokksins með svikaásökunum eins og hann kann best og gerir alltaf en nú er þetta bara orðinn góður brandari og saman voru þeir félagar eins og atriði úr grínharmleik - hreint ótrúlega fáránlegir.
Svo varð þetta náttúrlega enn skemmtilegra þegar Guðni reyndi að segja frá því eins og hann tryði því í alvöru að Framsókn hafi einmitt náð uppsveiflu á milli skoðanakannanna þegar svo stórblaðið DV kom út og eyðilagði allt saman fyrir þeim með auðmagnssmitaðri gagnrýni svo þeir fengu bara nokkrum prósentum meira en kannanir höfðu spáð þeim. - Þar náði Guðni sínu besta.
Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hefjast væntanlega á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Fimmtudagur, 17. maí 2007 (breytt kl. 21:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er nú þegar búið að mynda nýja ríkisstjórn. Með tilvísun í blogg mitt hér aðeins neðar um formennina þar sem ég held því fram að Geir muni ekki sleppa Jóni Sigurðssyni nema vera algerlega viss um að ná landi með Samfylkingunni í staðin tel ég næsta víst með tilvísun í frétt Mbl.is um viðræður Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks að þegar sé í raun búið að ganga frá því að slík stjórn verði mynduð í það minnsta 99% örugglega. - Það er frábært og vísar á það besta sem íslenskt samfélag hefur uppá að bjóða í stöðunni.
Enginn alvöru möguleiki var eftir kosningaúrslitin á neinni breytingu nema þessari þar sem Geir hafði þetta í hendi sér. Það merkir auðvitað líka að Björn Bjarnason verður ekki ráðherra í næstu ríkisstjórn þar sem Geir myndi aldrei hafa Ingibjörgu Sólrúnu og Björn í sömu ríkisstjórn eftir síðasta áfall Björns. Og þá einnig að Geir Haarde treystir stöðu sína og tök á flokknum verulega og Þorgerður Katrín þó einnig og ekki síður sem ljósmóðir nýrrar ríkisstjórnar og þau saman sem foringjateymi.
Ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Fimmtudagur, 17. maí 2007 (breytt kl. 15:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Liðsmenn Björns Bjarnarsonar sem nú eru virkilega sárir eftir að hann var felldur niður um sæti vegna útstrikana hafa tilhneigingu til að tengja Samfylkinguna við Jóhannes í Bónus þó svo Jóhannes sé yfirlýstur Sjálfstæðisflokksmaður. Þessir menn gætu haft tilhneigingu til að vilja í tilfinningahita sínum og vegna fyrri áfalla svo sem í Reykjavík á sér niðri á ISG og Samfylkingunni með því að ganga til samstarfs við VG því sumir þeirra virðast setja samasemmerki milli ISG og Baugs.
Tal Steingríms J og framkoma eftir kosningar sem hefur sætt furðu og gæti líka bent til að hann hefði skapað sér náin og traust tengsl á liðnum vetri við þá sem hann telur ráða verulegu um stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins.
Stjórn Sjálfstæðislokks og VG byggð á sameiginlegri og djúpstæðri krataandúð fáeinna lykilmanna hjá báðum flokkum er því að koma inn á sjónarsviðið sem hugsanlegur möguleiki og fremur nú eftir niðurstöður útstrikanna Björns en áður.
- Ef til kæmi yrði það þó vaflítið sögulega erfið stjórn fyrir bæði landsmenn og stjórnarherrana, - í raun hræðslubandalag byggt á Baugshatri og krataandúð nokkurra "innlokunarmanna" þar sem auðvitað samt langflestir í báðum flokkum láta ekki annarleg sjónarmið stjórna sér og stór hluti beggja flokka V og D styður t.d. ESB aðildarviðræður þ.e. eru ekki "innilokunarmenn".
Þingflokkur Framsóknarflokks á fundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Fimmtudagur, 17. maí 2007 (breytt kl. 15:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég efast um að fyrr hafi öllum foringjum stjórnmálaflokkanna verið jafn mikilvægt að komast í ríkisstjórn og ráðherrastól og nú.
Menn verða að átta sig á því að ef Jón Sigurðsson verður ekki ráðherra er hann atvinnulaus þar sem hann náði ekki þingsæti. Það verður því að vera öllum ljóst að hugmyndir um aðkomu Framsóknar að ríkisstjórn án þess að Jón fái ráðherrasæti svo sem með stuðningi við minnihlutastjórn eru fráleitar.
Jón Sigurðsson mun því biðja Geir Haarde að veita sér svigrúm til að leyfa sínu liði að rasa aðeins út áður en hann leggur nýjan stjórnasáttmála þeirra Geirs fyrir þingflokkinn (sem verður ekki vandamál) og flokksstjórn Framsóknar sem þrátt fyrir stóryrði sumra á fyrri stigum mun aldrei í reynd standa gegn ríkisstjórnarþátttöku sem formaður þeirra leggur til, í ofanálag verður formaður sem er án þingsætis og missir ráðherrastól ekki lengi formaður eftir það. - Jón verður að komast í ríkistjórn til að hafa vinnu og halda formennskunni.
Geir Haarde verður að staðfesta tök sín á flokki sínum og völdum eftir brotthvarf Davíðs með því að mynda sjálfur ríkisstjórn eftir kosningar en missa ekki ríkisstjórnarvöld við fyrsta tækifæri eftir brotthvarf Davíðs. Við það liti þá út sem Geir hefði ekkert í samburði við Davíð. Sjálfstæðisflokkurinn bætti þrátt fyrir allt ekki meiru við sig en svo að hann nær upp í um meðalfylgi síðustu áratuga. - Geir verður að komast í ríkisstjórn og verða áfram forsætisráðherra til að standast samanburð við Davíð Oddsson
Ingibjörg Sólrún verður að sýna mikla snilld ef hún á að komast upp á milli Jóns sem er atvinnulaus án ráðherrasætis og Geirs sem verður að vera áfram forsætisráðherra ef hann á ekki að blikna í öllum samanburði við Davíð Oddsson.
Ingibjörg verður sjálf að komast í ríkisstjórn til að tryggja stöðu sína. Þrátt fyrir góðan árangur á lokasprettinum er fylgi Samfylkingar fallið niður í það sama og það var fyrir 8 árum svo þá er bara eftir að koma flokknum í ríkisstjórn til að réttlæta formannsslaginn. Ef Ingibjörgu tekst það ekki er víst að staða hennar verður henni vandræðaleg og óþægileg jafnvel þótt mögulegir andstæðingar hennar innan flokksins teldu ekki vit í öðru en að sýna stöðugleika og halda óbreyttri forystu eins og voru rök margra þeirra gegn formannsframboði Ingibjargar. - Ingibjörg verður að komast í ríkisstjórn til að vera viss um að halda bærilegu pólitísku lífi.
Steingrímur J Sigfússon þekkir bragðið af ráðherravöldum frá því hann var landbúnaðar- samgönguráðherra Alþýðubandalagsins og að aðeins með þeim völdum hefur hann raunveruleg áhrif, og hann veit best að ef þetta tækifæri nýtist ekki eftir sætan sigur og "veður" mikilla umskipti í stjórnmálunum er óvíst hvenær það gefst aftur, eða að það yfirleitt gefist í hans tíð, þá þarf hann að komast í ríkisstjórn til að sýna flokk sinn sem ábyrgan valdaflokk en ekki bara þrasflokk á jaðrinum. - Með hina miklu reynslu Steingríms á þessum tímamótum er þetta besta tækifæri VG til þess. - Steingrímur telur því vafalítið sérlega mikilvægt nú að komast í ríkisstjórn.
Í Frjálslyndaflokknum er það vafalítið Jón Magnússon sem kostar mestu kappi allra á að komast í ríkisstjórn, fremur formanni sínum. Jón þarf tækifæri til að sýna að ráðherrastóll hæfi honum og að hann sé ekki óábyrgur "rasisti" heldur vandaður alvöru pólitíkus.
Aldrei fyrr hafa allir foringjar flokkanna kappkostað svo að komast í ríkistjórn og nú.
Lang líklegast tel ég að Jón Sigurðsson fái Geir Haarde til að bíða aðeins eftir sér og þegar Framsóknarmenn hafa fengið að mögla aðeins í fjölmiðla leggur Jón fram stjórnarsáttmála þeirra Geirs sem "hina einu ábyrgu leið Framsóknarflokksins".
Það líklegasta eina sem mögulega gæti breytt því er ef Ingibjörg Sólrún nær raunverulegu sambandi og tengslum við Þorgerði Katrínu, ef það á að takast nú þarf Ingibjörg að hafa lagt jarðveg að því og ræktað á liðnum vetri. - Fátt annað en alvöru andstaða Þorgerðar Katrínar við áframhaldandi stjórn Sjálfstæðisflokksins með Framsóknarflokki og alvöru tilboð frá Ingibjörgu Sólrúnu til Geirs hefur nokkurn minnsta möguleika til að geta breytt því að Framsókn og íhaldið verða áfram saman. Geir mun ekki einu sinni orða það að sleppa Jóni nema hann sé algerlega viss um að ná áður í bakkann hinum megin með Samfylkingunni.
Það þarf mikinn klunnaskap Geirs til að missa frá sér ríkisstjórnarforystuna og það veit Geir, einnig að aðrir munu benda á það ef svo færi. Sem sannur íhaldsmaður mun Geir því fara þá leið að taka sem minnsta áhættu með sem minnstum breytingum -og ekki andartak að sleppa ríkisstjórnarforystunni.
Stjórnmál og samfélag | Miðvikudagur, 16. maí 2007 (breytt kl. 20:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ég geri fastlega ráð fyrir að þeir aðilar sem hafa verið að skapa eldmóð í sínu liði og eru í sókn græði á minni kjörsókn en þeir sem heima sitja séu þeir sem eru leiðir á öllu saman og því síður liðsmenn þeirra sem hafa verið að kveikja eldmóð síðustu dagana.- Formannaþátturinn í gærkvöldi gæti líka ráðið allnokkru um það hver er að græða og hver er að tapa á mismunandi kjörsókn. - En ef kjörsókn verður í raun markvert minni en síðast þá geri ég ráð fyrir að Sjálfstæðisflokkur tapi mestu á því og svo Framsókn.
Annars er að mínu viti ljóst að nú verða merk tímamót í íslenskum stjórnmálum og ný ríkisstjórn verður mynduð eftir kosningar. Aðeins á eftir að sjá hvor það verður Sjálfstæðisflokkur eða Framsóknarflokkur sem verður utan næstu ríkisstjórnar en annarhvor verður það örugglega. - Framsókn hefur ekki efni á áframhaldandi stjórnasamstarfi með Sjálfstæðisflokki því ekkert bendir til að Framsókn fái þau 15% sem ég held hann þurfi að lámarki til að vera áfram með Sjálfstæðisflokki í ríkisstjórn.
Minni kjörsókn í Reykjavík en í síðustu kosningum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Laugardagur, 12. maí 2007 (breytt kl. 21:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í raun kristallast í þessum tveimur aðferðum sem í gegnum tíðina hafa verið notaðar til að velja lögin í Evrópukeppninni munurinn á annarsvegar fulltrúalýðræði þ.e. með dómnefndum, og svo hinsvegar beinu lýðræði undanfarin ár með símakosningum.
Ísland er eins og lítið þorp í stóru kjördæmi í prófkjöri þar sem bæjarígurinn leiðir til þess að stóru sveitarfélögin fá alla fulltrúa. Ísland á engan séns í þessari keppni á meðan Austur-Evrópubúar og Tyrkir eru tugmilljónum saman í vinnu um öll lönd Vestur-Evrópu og setjast allir sem einn uppbólgnir af þjóðernisrembing við símann og kjósa sína landa -sama hvað. Líklega gerum við svo það sama þegar við búum erlendis en erum bara svo fá að það hefur engin áhrif.
Þrátt fyrir allt eru ákveðnar hættur sem fylgja báðum aðferðum beinu lýðræði og fulltrúalýðræði. Annarleg sjónarmið geta tekið völdin og ráðið ferð og hafa augljóslega gert það hér. Trúlega gæti verið ráð að láta dómnefndir ráða fyrri umferðini en símakosningu seinni.
Skýringakort stolið frá Erling af http://erling.blog.is/
Ísland komst ekki í úrslit Eurovision | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Föstudagur, 11. maí 2007 (breytt kl. 00:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Loksins er tækifæri til að kjósa almennilegan harmonikkuleikara á þing. Guðmundur Steingrímsson sem er í 5. sæti Samfylkingarinnar í Kraganum, harmonikkuleikari og sonur Steingríms Hermannssonar fv forsætisráðherra og afabarn Hermanns Jónassonar sem einnig var forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins hefur nú góða möguleika á að verða virkur varaþingmaður fjögurra þingmanna Samfylkingar í því kjördæmi ef Samfylkingin slagar upp í sama fylgi og síðast og gæti verið kosinn fullgildur þingmaður ef Samfylking næði sama og síðast eða rétt rúmlega það, þar sem nú fjölgar þingmönnum Kragans um einn.
Ekki er verra að stórsöngvarinn og lögfræðingurinn Árni Páll Árnason, bróðir Þórólfs Árnasonar fv borgarstjóra og sonur Árna Pálssonar fv prests í Kópavogskirkju er maðurinn sem skipar 4. sætið.
Reyndar fannst mér Guðmundur bera með sér glæsileika forsætisráðherra þegar hann talaði á prófkjörsfundunum í haust þó svo stíll hans væri yfirlætislaus og húmorískur , en ég þyrði ekki að veðja á hvenær það gæti gerst. -Hver veit nema þátttaka Guðmundar í Samfylkingunni leiði til þess að Samfylking og Framsóknarflokkur líti fremur hver til annars en þeir hafa gert.
- En ekki veitir af góðri nikku á þing.
Stjórnmál og samfélag | Fimmtudagur, 10. maí 2007 (breytt kl. 23:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar og þar sem refsidómar eru algengir fyrir hinar minnstu yfirsjónir hættir allur almenningur að óttast refsingar því álitshnekkur samfélagsins er oftast versti dómurinn. Þegar hann er farinn og hefur jafnvel snúist við vegna þess hve refsigleðin er rík og dómar algengir hverfa fælingaáhrif refsilaga. - Þannig virðist ástandið vera orðið í USA og ætti að vera öllum siðmenntuðum ríkjum víti til varnaðar.
í USA er ótrúlega hátt hlutfall íbúa í fangelsum á hverjum tíma - þó ég muni reyndar ekki fyrir víst hver prósentan er. Séu einstök samfélög þar skoðuð er ljóst að með stórum hópum þeirra er það álíka mikilvægt að lenda í fangelsi til að teljast meðal manna eins og okkur finnst að fermast.
Hugsanlegt að Hilton stoppi stutt við í steininum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Fimmtudagur, 10. maí 2007 (breytt 20.10.2011 kl. 03:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er ekkert sjálfsagt eða eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn sé 40% flokkur áratugum saman á Íslandi. Óstjórn hefur verið á efnahagsmálum með ofþenslu og linnulausum skattahækkunum alla stjórnartíð Sjálfstæðisflokks bæði almennt sem hlutfall af heildarkökunni og svo sérstaklega á öllum almenningi með venjulegar og lágar launatekjur og bætur. Þá hefur alvarlega hallað á velferðarkerið undanfarin 12-16 ar og nú verða þeir að komast að sem kunna að endurreysa það og endurbyggja. Til þess er Samfylkingin langbest fallin, öfagalaus og raunsæ með báða fætur á jörðunni og með janfarnstefnuna ad leiðarljosi.
Með fullri virðingu fyrir thvi mæta fólki sem skipar D-listaverður það nú að víkja frá völdum. Það er ekkert eðlilegt að íhaldsflokkur sé áratugum saman med 40% fylgi i fjölflokkakerfi, hvorki á Íslandi né annarstaðar. Það verður að breytast og helst ekki seinna en á laugardaginn 12. maí.
Samfylking og VG bæta við sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Fimmtudagur, 10. maí 2007 (breytt kl. 22:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mikið fagnaðarefni og léttir að Samfylkingin sem er sá flokkur sem best er til þess fallinn að endurreisa velferðarkerfið er nú á góðri siglingu uppávið. Gleður mig líka að sjá að VG er ekki að hrapa að sama skapi og að Íslandshreyfingin er að síga á. Það gæti nefnilega bjargað 3-4 þingmönnum ef Íslandshreyfingin kemst alla leið yfir 5% markið frekar en að taka 3-4% og fá engan.
Ég hef undanfarið verið erlendis á fundum og ráðstefnum um málefni heilabilaðra og mun því nú í fyrsta sinn á ævi minni ekki verða heima á kjördag. - Satt að segja svolítið skrítin tilfinning að geta ekki fylgst með í návígi og lagt góðum velferðarsinnum gott lið.
Fylgi Samfylkingar og Framsóknarflokks eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Þriðjudagur, 8. maí 2007 (breytt 10.5.2007 kl. 12:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vinnulag fólks og hugðarefni eru mismunandi. Manni hættir til að gæta vel að ákveðnum hlutum en gleyma líka og vanrækja alltaf sömu hlutina. Enginn gerir allt fullkomlega. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið samfellt með ríkisvald í 16 ár og lengst af haft sömu ráðuneyti og verkefni og Framsókn í 12 ár er víst að þau mál sem þessir flokkar hafa minnstan áhuga á eru illa vanrækt en þau sem þeir hafa mestan áhuga á sæta jafnvel ofstjórn þeirra. -Þá er ekki talin sú tilhneiging sem alltaf kemur fram eftir langa valdasetu að fara með ríkisvald sem sína eign eða eign flokksins.
Því er afar mikilvægt að reglulega séu skipti á flokkum við stjórn, - jafnvel þegar þeir standa sig almennt vel því samt verða að óbreyttu alltaf sömu mál útundan á meðan önnur sem viðkomandi hafa sérstakan áhuga á fá of mikla afskiptasemi þegar svo lengi er setið við völd.
Nú er svo sannanlega kominn tími til að Sjálfstæðisflokkur hvíli vaktina alveg sama hvað hann hefur staðið sig vel eða illa og rykið fái að sópast af vaktleið jafnaðarmanna eftir langa hvíld og að jafnaðarmenn gangi næstu vakt. Velferðarmálin hafa mætt afgangi í 12 löng ár og nú verður það að breytast. Það þarf uppstokkun á almannatryggingakerfinu og endurbætur á bóta og endurhæfingarkerfum sem engin leið er að treysta Sjálfstæðisflokknum fyrir.
Samfylkingin er loks að minna á rætur sínar jafnaðarstefnuna (ekki bara stytting úr jafnrétti kynjanna) og að enginn er betur til þess fallin að endurreisa velferðarkerfið eftir áralanga vanrækslu og niðurbrot þess í höndum íhaldsins en pólitískur erfingi jafnaðarmanna sem lögðu grunninn að velferðarkerfinu.
Stjórnmál og samfélag | Þriðjudagur, 8. maí 2007 (breytt kl. 12:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vorið er tvímælalaust besti tíminn til að skjóta farfugla með þokkalegum linsum á góðum myndavélum. Það er grunnt á veiðieðlið hjá íslendingum og fleiri og fleiri uppgötva að það getur verið afar spennandi og gaman að laumast að fuglum og ná flottu skoti með fyrirhöfn og flottum græjum þegar afraksturinn er góð ljósmynd sem lifir lengi og fuglinn lifir áfram ósnortinn sínu lífi, og jafnvel enn frekar en að skjóta í þá blýi. Með góða myndvél og linsu get ég farið á fuglaveiðar þegar ég vil allan ársins hring því hér eru alltaf einhverjir fulgar og oft margir óvenjulegir vetrargestir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Þá má náð skoti á hvaða fugl sem er þar sem engir fuglar eru friðaðir fyrir ljósmyndun.
Margir veiðimenn hafa örugglega að geyma afbragðs ljósmyndara ef þeir leyfðu sér gott tækifæri. Þeir ættu að reyna þetta, það er alveg jafn spennandi og enn meira gefandi en aðrar veiðar.
Fossvogskirkjugaður er afbragðs veiðilenda fyrir fuglajósmyndun, líklega ein sú besta innan höfðuborgarsvæðisins í það minnsa þegar leitað er spörfugla, þar eru t.d. svartþrestir búnir að hreiðra um sig og hafa verið þar í nokkur sumur, bara að þeir fái frið til að fjölga sér almennilega því hver ný tegund setur svip sinn á náttúruna okkar.
Stjórnmál og samfélag | Þriðjudagur, 17. apríl 2007 (breytt kl. 23:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fossvogskirkjugaður er afbragðs veiðilenda fyrir fuglaljósmyndun. En fleiri hafa uppgötvað þessa gjöfulu veiðilendu.
Þessi köttur hér sem myndirnar sýna hafði uppgötvað það líka. Hann lék sér að því að veiða fulga eins og þennan þröst og skemmti sér með hann um stund og skildi svo eftir helsærðan, og að því er virtist löngu dauðan. Þrösturinn hinsvegar virðist vera eins og hænsnin að því leiti að þegar hann er í sjokki og er lagur á bakið liggur hann grafkjurr og hreyfir sig ekki, svo báðir kötturinn og ég héldum hann steindauðan. Þegar hinsvegar kötturinn var farinn á brott fullviss um að ekki væri meiri leik að hafa frá þrestinum, stóð þrösturinn á fætur og hökti í skjól inn í gróðurinn.
Ég gat ekki áttað mig á því hve alvarlega særður hann var eða hvort kötturinn myndi koma aftur bráðlega til að leika sér meira með hann. - En ljóst er að ekki er vanþörf á að kattaeigendur í nágrenni svona vistsvæða hengi bjöllur um háls kattanna sinna.
Smellið á myndirnar til að stækka þær.
Stjórnmál og samfélag | Þriðjudagur, 17. apríl 2007 (breytt kl. 21:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þorgerður Katrín sérstaklega en Geir Haarde einnig virðast vera í sínu besta formi þessa dagana. Bæði eru þau glæsileg og flott og full af heibrigðri orku, bera sig af öryggi og stillingu og eru afar vel undirbúin um hvernig þau ætla að leggja fram sín mál. Ég leyfi mér að dáðst að þeim báðum.
Þegar hinsvegar vel undirbúinn spuninn sem sérstaklega Geir ber á borð með öfugum formerkjum á grundvallar upplýsingar eins og um skatta og skattbirði, efnahagsstjórnina og ástæður hagvaxtarins, misskiptingu og stöðu öryrkja er kominn í gang fer það þó nærri því að svipta mig þeirri ánægju að geta dáðst að þeim, þegar við bætist að einkahyggja á kostnað samstöðu og samkenndar í samfélaginu virðist nú enn harðna í stefnu Sjálfstæðisflokksins er enn mikilvægara en áður að við kjósum útfrá grundvallargildum, stefnuskrám og verkum manna í reynd en lítum fram hjá eligans þessara ágætu persóna, og kjósum nú loks mannúðarhugsjón jafnaðarstefnunnar til alvöru valda og áhrifa á ný.
Ég studdi Össur Skarphéðinsson opinberlega í formannsslagnum í Samfylkingunni sem stóð frá mínum sjónarhóli á milli tveggja öflugra foringja og mismunandi hugmynda um forsendur að áframhaldandi uppbygginu flokksins, ég hef líka lengi verið aðdáandi Jóns Baldvins en lít til hugmynda Vilmundar Gylfasonar heitins sem forsendur að lýðræðuslegum flokki og samfélagi og hef gert upp við mig nú að aldrei hefur verið mikilvægara að veita jafnaðarmannaflokknum þ.e. Samfylkingunni, formanni hans og þingmannsefnum stuðning en í komandi kosningum.
Ingibjörg Sólrún var glimrandi í Silfri Egils í dag, loksins afslöppuð á ný og naut þess greinilega hve öflugur og vel heppnaður landsfundurinn var. Það er stundum þannig með handboltalandsliðið þegar það er óvænt undir í leik sem það ætlaði að vinna að þegar tapið virðist blasa við og öllum augljóst, nær liðið loks að hrista af sér stressið og sýna sitt rétta andlit og vinna. Þannig fannst mér Ingibjörg vera í Silfri Egils í dag, það er engu að tapa lengur nema stressinu og hræðslunni við tapið, ég vona því að nú sé það farið og formið komið.
Áherslur norrænu forkvennanna á velferðarsamfélagið og jafnaðarstefnuna sem forsendu hagvaxtar en ekki dragbít voru afar mikilvægar og í sama anda og ég hef verið af veikum mætti að reyna koma á framfæri að ætti að vera megin upplegg Samfylkingarinnar, og einnig að konur þurfi ekki að látast hafnar yfir karla eða betri en þeir né að líkja eftir þeim til að gera tilkall til valda heldur séu þær einfaldlega helmingur mannkyns og beri áhrif eftir því, mér finnst þessar áherslur nú loks hafa náð í gegn með þeim Helle Thorning-Smith og Monu Sahlin.
Svona víðsýn, flæðandi og afslöppuð eins og Ingibjörg Sólrún var í Silfri Egils í dag slær hún öllum öðrum við.
Geir: Fer fram á endurnýjað umboð til að stýra næstu ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Sunnudagur, 15. apríl 2007 (breytt kl. 20:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Deilan á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, um skólaskylduna og að allt eins sé hægt að borga foreldrum fyrir að hafa börnin heima í stað þess að senda þau í skóla, birtir svörtustu klær peningahyggju kapitalismans. Í landsfundum Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks endurspeglast miklu skarpari og meiri hugmyndafræðilegur kontrast en ég hefði fyrirfram reiknað með og vonað, þ.e. ég hélt í alvöru að raunveruleg mannúðleg íhaldsstefna væri að ná yfirhöndinni hjá Sjálfstæðisflokknum. - En um leið verður mér á ný ljóst hve mikilvægt er að Samfylkingin nái vopnum sínum á ný og komi sterk til leiks.
Nú birtir Sjálfstæðisflokkurinn að þar hefur ekkert breyst þó Davíð sé farinn, flokkurinn er engu mannúðlegri eða mýkri heldur þvert á móti þar ræður sótsvartur og ómengaður kapitalsiminn enn á ný. Því verður Samfylkingin með hina alþjóðlegu jafnaðarstefnu að koma inn af afli hvert svo sem hlutfallslegt fylgi hennar verður, bara til að hér verði evrópskt mannúðarsamfélag en ekki bandariskt ofbeldissamfélag.
Það er réttur barnanna að þeim sé tryggð grunnmenntun á jafnréttisgrundvelli, einkaskólar sinna bara þeim auðveldu og arðbæru hinir verða flestir eftir í ríkisskólunum sem þá fyrst verða annarsflokks, og ef einkaskólanrnir munu geta tekið aukagjöld verða þeir bara fyrir þá efnuðu og fyrr þá aðrbæru sem ekki þurfa sérþjónustu. Ef svo í ofanálag á að bjóða foreldrum skólaféð fyrir að hafa börnin sín heima verða margir sem ekki geta annað hvort sem þeir eru færir um að uppfræða börnin eða ekki, loks þá er skóli ekki bara fræðsla hann er líka samfélag sem enginn fær í heimahúsi.
Miklar umræður um skólamál á landsfundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Laugardagur, 14. apríl 2007 (breytt 15.4.2007 kl. 15:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Þetta eru góð tíðind. Margir gera sér e.t.v. ekki grein fyrir að Rannveig kann flest afar vel sem óreyndara fólki hefur verið að mistakast. - Hún kann að leggja upp og byggja upp kosningabáráttu betur en flestir ef ekki allir, veit hvað hefur árhif, er flinkari að beita jákvæðri gagnrýni af festu og með skýrari markmið en flestir, er sérlega nákvæm, þekkir af alvöru gildi hinnar klassísku jafnaðarstefnu og er fær um að nota orðið "jafnrétti" sem annað en bara stytting úr "jafnrétti kynjanna". Ég veit hvað ég segi um þetta því ég hef unnið náið með svo mörgum í kosningabaráttu svo margra svo víða.
Mér veittist sá heiður að aðstoða Rannveigu í nokkur skipti í prófkjörsbaráttu hennar og svo auðvitað í ótalin skipti í kosningabaráttu Alþýðuflokks og Samfylkingar, svo ég veit fyrir víst að Rannveig er óvenju glögg um margt ef ekki flest sem ég hef verið að horfa á skynsamt en reynsluminna nýtt fólk innan Samfylkingarinar misfara með, og hefur nú besta mögulega tækifæri til að miðla þeim af reynslu sinn og þekkingu. Ég óska bæði Rannveigu og Samfylkingunni til hamingju.
(Kíkið líka á myndir frá báðum landsfundunum Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hér næst fyrir neðan.)
Rannveig sjálfkjörin formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Laugardagur, 14. apríl 2007 (breytt 15.4.2007 kl. 04:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
(Smellið á myndirnar og svo aftur til að stækk þær.) Ég kom við á landsfundi Sjálfstæðisflokksins á leið minni upp í Egilshöll til að vera við setningu Landsfundar Samfylkingarinnar, og tók myndir á báðum stöðum en þær má sjá hér í myndaalbúmi merktu fundunum. Báðir voru fundirnir flottir og vel sóttir. Margt var líkt með uppsetningu fundanna - líka margt ólíkt, sumt praktísk atriði sem þeir mættu læra hvor af öðrum en annað endurspeglar vafalaust hugarfar og fyrirheit.
Hjá Sjálfstæðismönnum var setið við fjölda mjórra langborða og plássið þannig gjörnýtt og skapast tilfinning fyrir skýrum línum, en hjá Samfylkingunni var setið við fjölda stórra hringborða sem virtust nýta rýmið illa, og skapa meiri glundroðatilfinningu þegar fjölmenni var.
Sviðið hjá Samfylkingunni var fyllt stórum lifandi rósum og táknmálstúlkar túlkuðu allt sem fram fór og þar á meðal söng með miklum eligans, en hjá Sjálfstæðismönnum var ekkert kvikt á sviðnu annað en fólkið sem þar var. Báðir flokkar voru með náttúrumyndir í bakgrunni og vörpuðu því sem fram fór á tvö stór tjöld sitt á hvora hlið sviðsins. Svið Samfylkingarinnar fannst mér flottara en Sjálfstæðismanna en samt gallað hvað varðar praktísk atriði t.d. varðandi lýsingu fyrir ljósmyndun sem ekki má horfa framhjá þegar í bland er verið að koma ímynd á framfæri við almenning. Þar á meðal bæði varðandi lýsingu og að það skuli hafa verið reykfyllt trúlegast af miskilinni löngunn til að skapa flotta kastaralýsingu.
Frá sjónarhóli ljósmyndunar var lýsing og aðgengi að sviði Sjálfstæðismanna hinsvegar nánast fullkomið í samanburði við svið Samfylkingarinnar. Hönnuðir sviðslýsingarinnar hjá Sjálfstæðismönnum virðast beinlínis hafa hannað lýsinguna með það í huga að hún hæfði ljósmyndun af andlitum og fólki, þegar aftur virðist sem ekkert hafi verið hugað að því hjá Samfylkingunni heldur eingöngu hvort sviðið sjálft væri flott tilsýndar. Þannig var lýsingin hjá Samfylkingunni almennt of veik og skörp (öfugt við mjúk) framan í þá sem koma fram á sviðinu en mikið bjartari og meiri ofana á og aftan á þá. Í heild með þeim hætti að dregur fram hrukkur og misfellur í andlitum og jafnvel afksræmir þau (sleppi þeim myndum hér) fyrir utan að stórauka líkur á mislýsingu, undirlýsingu og hreyfðum myndum, þ.e. jafnvægi og mýkt skorti í lýsingu. Í þeim samanburði var svið Sjálfstæðismanna eins og ljósmyndastofa. Það var líka athyglisvert hjá Sjálfstæðismönnum og trúlega ekki tilviljun að þrátt fyrir bjart svið voru skjávarpamyndirnar til hliðanna með nákvæmlega sama styrk á lýsingu og sviðið svo ef myndavél var rétt stillt á annað var hitt rétt líka, einnig var miklu minni litamunur á skjávarpamyndunum og sviðsljósinu en hjá Samfylkingunni. Atriði sem fáir veita eftirtekt en hjálpa mikið til við að skila boðlegum myndum frá fundunum, sem jú skipta máli.
Hugarfar og stefna Samfylkingarinnar kom fram í rauðu rósunum og leikrænu táknmálstúlkunum, ég veit hins vegar ekki hvað það átti að þýða að fylla salinn af reyk rétt fyrir fundasetningu líklega til að gera ljósin flottari, en skerti enn möguleika á góðum myndum bæði vegna þess að flass endurkastast frá reyknum og óskýrara verður til myndefnisins. (Auk þess sem það gefur færi á mistúlkunum þ.e. ráða ráðum sínum í reykfylltu herbergi eða sal). Þá er nú aftur notað frá síðasta landsfundi að hafa risastórt "Samfylkingin" upp á rönd eða öllu heldur niður á rönd því við lesum það frá vinstri til hægri þ.e. í þessu tilviki beint niður.
Allt hefur áhrif á vitund okkar eins og Darren Brown hefur marg sýnt frama á - og þá er algert klúður að láta nafnið "Samfylkingin" steypast niður til hægri. Miklu skárra væri að láta það klifra upp þ.e. snúa því á haus á hinn veginn. Þetta lítur samt flott út sem grafík en í því geta líka falist mistök og öfug skilaboð einmitt vegna þess að það er flott en skilur eftir sig öfug áhrif frá því sem ætlast er til.
Miðað við skoðanakannanir var fundur Samfylkingairinnar merkilega fjölsóttur og þær Helle Thorning-Smith, leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins í Danmörku og Mona Sahlin, nýkjörinn formaður Jafnaðarmannaflokksins í Svíþjóð, fluttu ótrúlega flottar, leiftrandi og skemmtilegar ræður sem rifjuðu svo sannanlega upp fyrir manni gildi jafnaðarstefnunnar ("jafnrétti" er nefnilega ekki bara stytting úr "jafnrétti kynjanna"). Þær flæddu fyrirhafnarlaust og leiftruðu af hugsjón og hugmyndauðgi um jafnðarstefnuna og velferðarsamfélagið sem við þyrftum að verja, -og tóku fram að konum bæri völd ekki vegna þess að þær væru neitt betri en karlar heldur vegna þess að þær væru helmingur mannkyns.
Ekki svo að Sjálfsstæðismenn eigi ekki líka flotta leiðtoga, það sem ég sá til þeirra Þorgerðar Kartrínar og Geirs Haarde vakti auðveldlega aðdáun á foringjahæfileikum þeirra og atgerfi þeirra öllu þó svo um leið fari í taugarnar á mér þegar Geir fer að spinna um skatta sem hann játar að hafi hækkað í krónum og hlutfalli af landsframleiðlsu en samt hafi þeir lækkað vegna þess að kaupmáttur hefur aukist; -um jafnréttisþrá kapitalista; - og um öflugustu, ríkustu og bestu lífeyrissjóði í heimi sem samt hafa ekki efni á að greiða öryrkjum lífeyri (samanber nefnd ráðherra þar um) - né öldruðum almennilega fyrr en nú eftir 12 ár að hans sögn.
Táknmálstúlkar túlka Hamraborgina úr óperu- og kórsöng.
Diddú er engri lík og var það líka við steninguna hjá Samfylkingunni - öllum ólík, og tók meðal annars Hamraborgina sem venjulegast er eingögnu flutt af karlsöngvörum. Við flutninginn naut Diddú liðsinnis Karlakórsins Fóstbræðra og táknmálstúlks sem ótrúlega gaman var að fylgjast með.
Smellið á myndirnar og svo aftur ef þið viljið skoða þær stærri, eins þá eru fleiri myndir hér í albúminu, - en gætið að höfundarrétti.
Stjórnmál og samfélag | Laugardagur, 14. apríl 2007 (breytt 15.4.2007 kl. 01:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Enginn er annar eins brellumeistari og Hannes Hólmsteinn Gissurarson, og Hannes veit að til að spinna brellur þarf skjól í reyk og að beina sökinni annað, yfirfæra glæpinn á óvininn.
Hannes er höfundur þess frá síðustu kosningum að þræta fram í rauðan dauðann um að aukinn skattbyrði merkti aukna skatta, reyndar með staðhæfingunni um hið gagnstæða að skattar hefðu lækkað þó svo hið opinbera tæki talsvert hærra hlutfall af heildarkökunni en áður því jú kakan hefði stækkað. Þvílík snilld! Skömmustulaust var það staðhæft aftur og aftur að skattar hefðu lækkað en ríkið gæti ekki gert að því að tekjur fólks hefðu hækkað meira og þess vegna borgaði fólk auðvitað stærri hlut en áður í skatt.
Með þessum rökum væri jafn blygðunarlaust hægt að staðhæfa þó ríkið tæki nú 95% skatt að skattar hefðu lækkað verulega frá t.d. heimastjórnarárinu 1904 því jú þrátt fyrir allt hefðu ráðstöfunartekjur fólks hækkað (þó svo ríkið tæki margfalt meira) því kaupmáttur 5% af landsframleiðslu á mann í dag er örugglega talsvert meiri en kaupmáttur 70% af landsframleiðslu á mann árið 1904.
Með rökum Hannesar sem Sjálfsæðisflokkur er að endurnýta nú geta skattar því hreinlega ekki annað en lækkað ef einhver hagvöxtur er.
Það sem þó á öllum öðrum tímum og öllum öðrum stöðum er átt við þegar talað er um skattahækkanir eða skattalækkanir er skattbyrðin, hlutfallið sem hið opinbera tekur af heildar kökunni. Ef hlutur okkar og hins opinbera breytist jafnt er skattbyrðin ekkert að breytast ef hinsvegar okkar hlutur vex minna en hins opinbera er skattbyrðin að aukast, - það er ekki flóknara en það.
Nú á þriðjudaginn var birti Mogginn grein eftir Hannes þar sem hann ber öðrum á brýn brellur og vill nú sannfæra þjóðina um að ekkert sé að marka tölur sem vísa á vaxandi ójöfnuð og slæm kjör tekjulausra í hópi aldraðra. Það er kannski kaldhæðnislegt að um leið og Hannesi er gert svo hátt undir höfði að setja grein hans við hlið leiðarans þá fjallar leiðari Morgunblaðsins þennan þriðjudag um það sem Hannesi er hugleiknast þessa dagana en með þveröfugri niðurstöðu.
Þar segir m.a í leiðara Morgunblaðsins.:
Skattamálin gætu orðið stjórnarflokkunum
erfið í kosningabaráttunni,
þótt málflutningur bæði Geirs
H. Haarde og Jóns Sigurðssonar hafi
verið sterkur. Það þýðir ekki fyrir
þá að halda því fram, að misskipting
hafi ekki aukizt á Íslandi undanfarin
ár og þeir eiga ekki að reyna að
halda því fram. Sú aukna misskipting
blasir við hverjum einasta Íslendingi.
Það er orðin til yfirstétt í
fjárhagslegum skilningi á Íslandi.
Það þýðir að það hefur orðið gjörbreyting
á íslenzku þjóðfélagi.
Stjórnmál og samfélag | Föstudagur, 13. apríl 2007 (breytt kl. 23:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)