ESB og evra er grunnur til að byggja á og grunnurinn er tekinn fyrst áður en byggt er. Þess vegna verða þjóðhollir Íslendingar nú að kjósa þá flokka sem skýrt styðja ESB-aðildarviðræður strax. Svo verðum við að ganga vasklega til ESB-aðildarviðræðna strax að kosningum loknum, til að geta byrjað að byggja upp að nýju. - Við byggjum hinsvegar aðeins sjálf það gerir það enginn fyrir okkur.
Við höfum ekkert að óttast hjá ESB frekar en aðrar þjóðir en allt að vinna. Öll verðmætasköpun á þessi landi byggir beint eða óbeint á viðskiptum við útlönd og sérstaklega við Evrópu. Allt sem við notum til að búa til verðmæti er að hluta eða fullu útlent. - Ekkert ríki er háðara viðskiptum við útlönd en við erum. Við komumst janfvel ekki sjálf til annarra landa til að sækja það sem okkur skortir án farartækja sem að mestu eða öllu eru útlensk, og nær allt sem við notum er útlenskt að fullu eða að hluta.
Utan ESB og án evru eigum við vart boðlega framtíð hér og innan ESB höfum við ekkert að óttast frekar en Danir, Finnar, Svíar, Lúxemborgarar og Maltverjar svo einhverjir 27 fullvalda og sjálfstæðra aðildarþjóða ESB séu nefndar. - Auk þess sem smáþjóðum er alltaf best borgið í bandalögum með mörgum öðrum þjóðum.
Sjálfur kenni ég mér um hrunið sem varð sem og öllum sem þekkja vel til ESB fyrir að hafa ekki nennt að leiðrétta lýgi-áróður innilokunarmanna og ESB-andstæðinga. Innan ESB með evru í stað krónu hefði eitt ríkasta land heims aldrei orðið fyrsta fórnarlambið og lent verst úti í kreppunni. Nú vitum við hvert það leiddi okkur að vera utan ESB með íslenska krónu og höfum enga afsökun fyrir að stefna fram af bjargbrúninni aftur.
Stjórnmál og samfélag | Fimmtudagur, 23. apríl 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Breskir íhaldsmenn, bæði þeir sem enn bara lát sig dreyma um breska heimsveldið sem og þeir sem sérstaklega fá greitt í sjóði sína fyrir að verja hagsmuni breskra auðvaldsfyrirtækja innan breskra samveldisns boða heimssýn í stað ESB en meina og segja beint að það merki aukin áhrif og vald Breta á þeim 60 ríkjum sem tilheyra breska samveldinu. Einn aðal postuli Heimssýnar Hannan nokkur sem Heimssýn hefur mikið vitnað til hefur formlega lagt til að Bretar gengju úr ESB og aftur í EFTA með þeim rökum að þá gætu þeir eflt áhrif sín í Breska samveldinu, - eflt heimsvaldadraum Bretlands. - Þau rök þ.e. rök bresku samveldissinnanna nota svo ESBandstæðingar á Íslandi. Það er ekki sæmandi.
Stjórnmál og samfélag | Fimmtudagur, 23. apríl 2009 (breytt kl. 15:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Allir alvöru stjórnmálaflokkarnir og þar með talinn Borgarahreyfingin sendi fulltrúa sína til pallborðsumræðna við opnun sýningarinnar Mannorð þjóðar um búsáhaldabyltinguna að Grandagraði 2 við hlið gömlu Erlingsen verslunarinnar. Sjá myndir hér
Stjórnmál og samfélag | Fimmtudagur, 23. apríl 2009 (breytt kl. 02:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þó allt annað hefði farið eins væri Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn IMF ekki að ráðskast með Ísland ef hér hefði ekki verið króna heldur evra. Hlutverk risalánsins og tengdra lána, afskipti gjaldeyrissjóðsins og skilyrðin sem fólk óttast svo mjög er eingöngu að bjarga íslensku krónunni. IMF er björgunarsjóður gjaldmiðla - gjaldeyrissjóður og rislánið þar sem við fullnýtum einnig lánamöguleika okkar hjá frænd- og vinaþjóðum er eingöngu til að vera björgunarhringur um íslensku krónuna. Án hennar ætti IMF ekkert erindi hingað. Þeir sem völdu að halda í krónuna í stað evru og ESB, þeir völdu líka IMF. Það verður bara að segja það eins og það er.
- Án krónu væru engin Jöklabréf sem myllusteinn um háls okkar
Án krónunnar með evru og aðild að ESB hefði heldur ekki skapast markaður fyrir jöklabréfin, þ.e. skuldabréf í íslenskum krónum seld útlendingum til að græða á íslensku krónuvöxtunum, sem nú eru sem myllusteinn um háls okkar þar sem þau byggja á vaxtamuninum sem var milli kónusvæðisins okkar og stærri myntsvæða heimsins. Þeir sem völdu að halda í krónuna í stað evru og ESB, þeir völdu jöklabréfin.
- Án krónu hefðu ekki verið forsendur fyrir ICESAVE og EDGE
Það hefðu heldur ekki verð forsendur fyrir markaðssókn hávaxtareikninga íslensku bankanna í Evrópu án krónunnar. ICESAVE bauð hæstu almennu innlánsvexti Evrópu og það skapaði hinn öra vöxt reikninganna og bjó þannig til enn einn myllusteininn um háls okkar og kallaði yfir okkur hryðjuverkalög Breta sem við sitjum enn undir. Þegar erlendir menn viðskiptavinir bankanna, eftirlitsaðilar og erlendir fjölmiðlamenn könnuðu hvort það væri raunhæft að ICESAVE reikningarnir gætu greitt svo háa vexti, hærri en allir aðrir, var vísað til vaxtastigsins á íslenska krónusvæðinu sem svo aftur grundvallaðist á að Seðlabanki Íslands hafðu hæstu stýrivexti í hinum vestræna heimi og þó víðar væri leitað. Svo ICESAVE var öðru fremur að markaðssetja vaxtamuninn sem krónan kostaði okkur. Þeir sem völdu að halda í krónuna í stað evru og ESB, þeir völdu ICESAVE
- Án krónu hefði ekki verið gerð regluleg áhlaup á krónuna
Bæði vogunarsjóðir útí heimi og spákaupmenn af ýmsum toga auk bankanna okkar reyndu vísvitandi að rugga litlu krónunni okkar til að selja krónur þegar hún fór niður og kostaði margar evrur og kaupa krónur þegar hún fór upp og kostaði fáar evrur í þeim sveiflum sem þeir sjálfir sköpuðu og græða þannig mikla peninga. En eins og alltaf er ekki hægt að græða á engu án þess að einhverjir tapi og þeir sem töpuðu voru auðvitað við, allur íslenskur almenningur. Þeir sem völdu að halda í krónuna í stað evru og ESB, þeir völdu gengismuninn og vald spákaupmennskunnar og vogunarsjóðanna.
- Verðtryggingin er fyrir krónuna - án krónu væri ekki verðtrygging.
Við fundum uppá því á mestu verðbólgutímunum að verðtryggja laun til að ekki væri hægt að taka af okkur launahækkanir jafnóðum með gengisfellingum. Það hinsvegar skapaði óðverðbólgu með víxlverkun hækkana launa og verðlags. Á sama tíma voru vextir föst lág prósenta - án verðlagstengingar, sem svo aftur gerði það að verkum að þeir sem fengu lán fyrir t.d. togara eða húsi greiddu upphæðina einfalda til baka á löngum tíma á sama tíma og húsið eða togarinn tuttugufaldaðist eða hundraðfaldaðist að verðgildi. Þá tóku menn að krefjast vísitölutengingu lána.
Þ.e. krónan varð þá þegar ónýtur gjaldmiðill sem kostaði þá sem áttu krónur ómældan skaða en færði þeim sem skulduðu krónur ómældan auð og gróða. Flestir sem eignuðust t.d. skuttogarana okkar sem síðar kvótinn var gefinn á þeim til eignar og sölu, þeir borguð aldrei meira en 1%-10% af verði sjálfra skipanna sem þeir þó eignuðust líka. Hitt borguðum við þjóðin og gáfum þeim, því sjóðir okkar útveguðu þeim lán sem við öfluðum erlendis og við urðum greiða að fullu.
Við sitjum hinsvegar enn uppi með vístölutengingu lánaskuldbindinga bara til að halda lífi í krónunni. Þeir sem völdu að halda í krónuna í stað evru og ESB, þeir völdu áframhaldandi vísitölutryggingu lánaskuldbindinga.
- Ísland var eitt ríkasta og best stæða land heims, hversvegna skyldi það hafa fallið fyrst og verst?
Hrunið eins og það gekk yfir Ísland sem var í hálfa öld ein ríkasta þjóð heims, en varð þrátt fyrir það fyrst, verst og alvarlegast fyrir heimskreppunni. Það var val þeirra stjórnmálaafla og auðvaldsafla sem hafa haldið uppi hræðsluáróðri gegn ESB, evru og Evrópu, til að verja sérhagsmuni sína, því við vissum að þetta var hættuspil.
ESB og evra er ekki töfralausn, en ESB og evra er traustur grunnur í stað kviksyndis krónnunnar. Við sjálf sjáum svo um að hanna og að byggja á þeim grunni. Við verðum að byggja á ESB og evru ef við ætlum ekki að endurtaka vitleysuna og trappa okkur niður til varanlegrar fátæktar. Samskiptin við umheiminn gerðu okkur rík og færðu okkur raunverulegt vald yfir okar málum, einangrun hélt okkur áður fátækum um aldir og valdalausum um allt sem okkur snerti. - Nú vitum við þetta og höfum enga afsökun.
Stjórnmál og samfélag | Miðvikudagur, 22. apríl 2009 (breytt kl. 16:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
- Og vel að merkja Björn Bjarnson og félagar get ekki haldið því fram í alvöru að hægt sé að semja við ESB um evru og hvað eina utan ESB en að ekkert sé hægt að semja við ESB með aðildarviðræðum gangandi í ESB.
- Til að endurreisa Ísland eftir hamfaraflóðið sem yfir okkur gekk verður nú að taka grunn að nýju bæjarstæði utan við farveg flóðsins uppi á bakkanum í þokkalegu skjóli og með trausta jörð undir fót. Árum saman höfðu menn reyndar bent á að ekkert vit væri að reisa efnahag landsins og ofvaxið bankakerfið á hvikulli og veikburða krónunni. Fyrr eða síðar hlaut illa að fara. Fráleitt er samt að enn skuli vera til fólk sem af misskyldu stærlæti vill ekki horfast í augu við þau hrapalegu mistök sem voru að færa okkur ekki á grunn evrunnar og skjól ESB en vilja nú helst endurreisa landið á kviksyndinu í miðjum farvegi hamfarflóðsins á sama stað og fyrr
Stjórnmál og samfélag | Miðvikudagur, 22. apríl 2009 (breytt kl. 13:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki eru allir auðugir menn ágjarnir og sérgóðir, en eigingjarnir, auðugir og sérgóðir menn og skeytingalausir um hag heildarinnar vilja ekki neinar breytingar sem gætu valdið þeim persónulegri óvissu. Á móti vilja aftur sannir hugsjónamenn fyrst og fremst samfélaginu vel og víkja til hliðar persónulegri óvissu um persónulega stöðu auðs síns og valda en líta til heildarhagsmuna þjóðarinnar.
Ljóst er af grein Benedikts Jóhannessonar að hann er slíkur hugsjónamaður sem lítur til hagsmuna þjóðarheildarinnar og öryggis okkar allra fremur en persónulegra sérhagsmuna. Hann fellur heldur ekki í þá þægilegu freistni að skora persónuleg prik hjá and-Evrópu-genginu sem frændi hans Björn Bjarnason ásamt Styrmi Gunnarssyni eru nú helstu talsmenn fyrir, Kristján Loftsson í Hval hf kostar og Davíð Oddsson límir saman og stýrir, en Ragnar Arnalds og Hjörleifur Guttormsson eru klappstýrur fyrir.
IMF ætti hingað ekkert erindi ef hér væri evra
Ljóst er að ef þessum hópi hefði ekki síðustu 15 ár tekist að hindra að ESB málið væri af alvöru tekið á dagskrá og við þess í stað gerst aðilar að ESB og tekið upp evru, ætti t.d. gjaldeyrissjóðurinn IMF, risalán hans og skilmálar þess og yfirstjórn hans á fjármálum okkar, ekkert erindi hingað þar sem þá væri hann ekki hér til að bjarga íslensku krónunni. IMF og rislánið er aðeins og eingöngu til að bjarga krónunni okkar og er því hreinn og beinn kostnaður af stefnu and-Evrópu-sérhagsmunagengisins.
Engir ISESAVE-reikningar hefðu verið stofnaðir ef hér væri evra
Ljóst er að hér hefðu ekki verið nein Jöklabréf og engir ICESAVE-hávaxtareikningar hefðu verið boðnir til að freista útlendingum ef ekki hefði verið krónan, vaxtamunurinn og ofurvextirnir sem voru til að halda krónunni lifandi.
Útrás bankanna og erlendir innlánsvextir þeirra sem buðu hæstu almennu innlánsvexti í Evrópu voru reknir á þeirri forsendu að íslensku krónunni var haldið uppi með hæstu stýrivöxtum í heimi að undaskyldu aðeins Zimbabwe.
Verðtryggingin er líka til að gera krónuna nothæfa
Verðtryggingin með vístölubótum á lánum auk breytilegra vaxta var og er líka aðeins til að gera krónuna nothæfan gjaldmiðil. Með evru án krónu væri hér heldur engin verðtrygging og auðvitað heldur ekki stórhækkun erlendra lána við gengishrun og reyndar ekki gengissveiflur eða hrun af þeim toga sem við höfum búið við í áratugi.
Íslenskir námsmenn þyrftu ekki að greiða milljónir í skólagjöld
Íslenskir námsmenn borga nú margföld skólagjöld við evrópska skóla og svo nemur milljónum króna hærri en áður voru, ekki síst við breska háskóla, vegna þess að við teljumst nú utan Evrópu-/ESB-þjóð.
Við gætu gætt hagsmuna okkar í stað áskriftar að reglum án áhrifa
Við erum áskrifendur af ESB-reglum en höfum engin áhrif á þær, við sitjum enga þá reglulegu ráðherrafundi sem ráðherrar Evrópuþjóða sitja saman í hverjum mánuði til að undirbúa mál og koma á framfæri sínum sjónarmiðum og hagsmunum.
- Og verst er þó það sem Benedikts Jóhannesson bendir á í ofangreindri grein sinni og Morgunblaðið tekur upp í leiðara að framundan er næsta örugglega enn alvarlegra hrun Íslands ef við göngum ekki til fullrar þátttöku og samstarfs við Evrópu strax og til samninga á næstu mánuðum svo við getum notið þar forystu Svía, og orðið á ný gjaldgeng þjóð og fullvalda ríki sem við erum ekki nú eins og Sjálfstæðisflokkur hefur spilað úr málum okkar.
Það er mjög alvarlegt að Samfylking hafi látið það yfir sig ganga nú að ekki væru gerðar þær lágmarksbreytingar á stjórnarskrá að hægt væri að ganga til ESB-viðræðna án nýrra þingkosninga áður.
Hvað notum við sem ekki er útlenskt?
Við erum ekkert ein, enginn hlutur sem við notum dagsdaglega er al-íslenskur, jafnvel fiskurinn er veiddur og flakaður með útlendum tækjum og áhöldum, útlendu snæri í netin, útlendu girni og útlendum önglum, jafnvel hnífarnir til að flaka hann svo ekki sé talað um málmana í vélar báta og áhöld, og jafnvel timbrið og smíðaáhöldin eru útlensk, - og svo seljum við fiskinn til útlanda í útlenskum umbúðapappír og notum útlenskar tölvur, prentum reikningana á útlenskan prent-pappír í útlenskum prenturum, flytjum fiskinn í útlenskum kæligámum og á útlenskum skipum.
Það er hámark sjálfsblekkingarinnar að láta sem við Íslendingar séum merkilegri en aðrar þjóðir og getum frekar en aðrar þjóðir verið án náinna samskipta við umheiminn.
Versta illvirki Sjálfstæðisflokksins er að standa í vegi ESB aðildar okkar, það illvirki olli því hve hrun okkar var alvarlegt og ógnar nú alverlega framtíð okkar.
Stjórnmál og samfélag | Föstudagur, 17. apríl 2009 (breytt kl. 23:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Mótmæltu meðferð á hælisleitendum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Sunnudagur, 29. mars 2009 (breytt kl. 21:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ljóst er að við höfum orðið fyrir afar miklu fjárhagslegu áfalli og miklum skaða. Með einhverjum hætti verður í senn að draga úr tekjutapi ríkisins og afla fjár fyrir tjóninu og afborgunum lána. Ljóst er einnig að óhjákvæmilegur er niðurskurður í útgjöldum ríkisins. Eftir sem áður til að halda uppi velferðarsamfélagi við þessar erfiðu aðstæður verður að sækja einhverstaðar fé. - Ljóst er að þeir sem voru fyrir á mörkum þess að geta framfleytt sér þurftu ekki mikið til að lenda undir þeim mörkum - þar sem þeir eru nú, einnig að þeir eiga nú síður til annarra að sækja sem sjálfir hafa minna en áður.
Sjálfstæðismenn fagna gengishruni krónunnar og lýsa því sem mikilvægu skrefi til bjargar atvinnulífinu sem evran hefði ekki leyft. Gengishrunið merkir þó aðeins að (raun-)laun eru lækkuð og kostnaður heimilanna aukinn. Álagið var flutt frá atvinnugreinum yfir á allan almenning án neinna samninga eða sáttar þar um.
- Sjálfstæðisflokkur vill ekki að skattar séu auknir á þá tekjuhæstu og þá sem lifðu á fjarmagnstekjum og þurftu nær enga skatta að borga undir þeirra stjórn, og þá sem eru nú og á hverjum tíma að fá mestar tekjur í sinn hlut. Það merkir aðeins að Sjálfstæðisflokkurinn vill enn að allur almenningur og þeir sem ekkert eiga beri óskipt tekjutap ríkisins og skuldir þess.
Stóra spurningin nú er því sú hvort við, íslenska þjóðin, viljum að þeir sem mest eiga leggi aukalega að mörkum vegna þess mikla tjóns sem þeir og Sjálfstæðisflokkurinn hefur skapað okkur eða hvort enn eigi að hlífa þeim en allur almenningur að bera byrðarnar óskiptar.
Stjórnmál og samfélag | Föstudagur, 27. mars 2009 (breytt kl. 15:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Samson var eini hópurinn sem lagði mikla áherslu á útrás og vöxt í sínu tilboði, [...]. Fyrir vikið skoraði hópurinn hátt varðandi framtíðarsýn... segir á blaðsíðu 16 í Morgunblaðinu sl sunnudag.
Í prýðilega unnum fréttaskýringum Morgunblaðsins um söluna á Landsbanka og Búnaðarbanka sl. sunnudag og mánudag, kemur það skýrt fram að Samson var fært það til þeirra tekna sem réðu úrslitum við mat á tilboðum í Landsbankann að hafa mikinn hug til útrásar og vaxtar bankans og að sú stefna hafi fallið best að hugmyndum og vilja ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar sem að sölunni stóð. Fyrir vikið fékk Samson að kaupa ráðandi hlut í Landsbankanum fyrir aðeins um 12 milljarða króna. - Hvað ætli ríkið þurfi nú að leggja í bankann bara fyrir endurstofnun íslenska hluta hans að glötuðu öllu lánstrausti og öllu erlendum eignum?
í þessu mati á tilboðsgjöfum í Landsbankann fólust skýr skilaboð og krafa ríkisvaldsins og Sjálfstæðisflokksins til kaupendanna að þeir myndu ráðast í harða útrás og öran vöxt. Einnig að við eftirfylgjandi sölu á Búnaðarbankanum væri tilboðsgjöfum vissast að hafa áþekkar hugmyndir ef þeir ættu að eiga möguleika til að hreppa hnossið.
Geir þarf því að biðjast afsökunar á fleiru en bara hugmyndinni um kjölfestufjárfesti í stað dreifðar eignaraðildar. Það var líka þeirra stefna, Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnar hans, samkvæmt þessu að sá fengi bankana sem hefði stórbrotnastar hugmyndir um útrás þeirra og öran vöxt.
Stjórnmál og samfélag | Föstudagur, 27. mars 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Það hefur verið óvenju rólegt í gosmálum á Íslandi það sem af er þessari öld. Að jafnaði má reikna með gosi á 3ja ára fresti en enn hefur ekkert eldgos orðið á þessu árþúsundi, þó mörg svæði og eldfjöll séu komin á tíma.
Í nokkur ár eða allt frá 2001 hefur farið hægt vaxandi virkni í og útfrá Bárðarbungu. Það kæmi mér ekki á óvart að hún myndi láta til sín taka á þessu ári eða því næsta. Í raun er liðinn langur tími frá síðustu goshrinu í Bárðarbungukerfinu jafnvel yfir 220 ár, þegar aftur lengst af gaus í Bárðarbungukerfinu á um 40 ára fresti. Á 18. öld gaus þar 10 sinnum svo vitað sé.
Frá gossprungum Bárðarbungukerfisins hafa flætt mikil hraun á stundum þar á meðal Þjórsárhraunin miklu alla leið í sjó fram í Ölfusi. Þá er Veiðivatnasvæðið og hraun þaðan er öll mynduð af umbrotum frá Bárðarbungu. Þá hafa allmikil vatnsflóð vegna jökulhlaupa farið í Jökulsá á fjöllum sem og í Tungná, Þjórsá og Skjálfandafljót vegna umbrota í Bárðarbungu.
Kannski þarf að huga að þessu?
Stjórnmál og samfélag | Mánudagur, 16. mars 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Prófkjör eins og við framkvæmum þau hér á Íslandi eru ekki góð leið til að velja á lista.
Árni Páll Árnason er þó vissulega vel að sigri sínum kominn, hann er hreinskiptinn og heiðarlegur stjórnmálmaður, með góða menntun og víðtæka reynslu. Það er heldur ekki valið í efsta sætið sem prófkjörin ráða ekki við heldur miklu fremur það fyrirkomulag að gera kjósendum að númera 6-10 frambjóðendur til að velja í sætin fyrir neðan fyrsta sætið. Flestir sem kjósa í prófkjöri gera það til stuðnings einhvers eins eða tveggja og mest þriggja, en svo verða þeir að fylla uppí töluna og velja þá viðkunnanleg þekkt nöfn til að fylla uppí. Í mínu kjördæmi átti að númera 6-8. Lýðræðislegra væri í raun af hver kjósandi í prófkjöri hefði bara 2-3 atkvæði í stað 6-8, þar sem stærsti kjósendahópurinn gæti þá ekki einn dekkað öll sætin eins og nú er hægt.
Samkvæmt prófkjörsreglum var svo bannað að auglýsa og á móti því banni stóð flokkurinn ekki fyrir sameiginlegri blaðaútgáfu eða neinu þessháttar. Ef flokkurinn hefur ekki efni á slíku og vill samtímis hindra að fjármagn ráði hve vel frambjóðendur geta kynnt sig, verður hann að standa öðruvísi að valinu - nýtt fólk verður að fá að kynna sig með myndarlegum hætti. Ein leiðin væri að við netkosningu yrði að fara í gegnum síður með kynningu á frambjóðendum til að geta kosið, önnur að til að fá leyniorðið þyrfti að mæta á framboðsfundi og svo sem margt fleira.
Aðalatriðið er að ef Samfylkingin vill takmarka hvað auglýsingar og fé ræður miklu um niðurstöðu prófkjörs verður Samfylkingin að finna lýðræðislegar útfærslur sem gefa nýjum frambjóðendum verðug tækifæri til að kynna sig. Við sjálft kjörið ætti svo ekki að fela hverjum kjósanda að merkja nema við helming þeirra sem prófkjörið á að velja. T.d. 2 ef prófkjör á að velja 4 frambjóðendur og 3 ef velja á 6. Það kemur í veg fyrir að stærsti kjósendahópur geti í raun ráðið öllum eða flestum sætum sem kosið er um.
En það er ágætt að prófkjörin eru yfirstaðin og pólitíkin getur tekið við en menn ættu að draga meiri lærdóm en þeir gera af prófkjörunum.
Víglínan markast í Kraganum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Sunnudagur, 15. mars 2009 (breytt kl. 00:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Íslendingar líta almennt þannig á að fólkið sem bendir á hvað er að og vill af alvöru taka á ógnum og vandamálum áður en við hnjótum um þau sé fólk með vesen og Íslendingar vilja ekki fólk með vesen á framboðslista.
Það er reyndar megin ástæða þess hvernig komið er fyrir okkur ásamt því hvernig aðferðir við höfum notað um langt skeið til að velja fólk á framboðslista. Fólk með vesen á ekki nokkra möguleika á að komast í þokkaleg sæti á framboðslistum. Við viljum ekki að neinn ruggi bátnum og ef við mætum vandamáli viljum við að tekist sé á við það með minnstu mögulegu aðgerð og ekki fyrr en við beinlínis rekumst á vandamálið sem beina hindrun. Við erum þannig hinir fullkomnu fulltrúar smáskrefaákvarðana sem í raun láta vandamálin leiða sig með því að marka aldrei eigin stefnu nema þá að skipta um kúrs við beina hindrun, í raun jafn gáfulega og gáfaða ryksugan. Þess vegna skjótum við sendiboðana sem segja okkur slæm tíðindi, svo ekki sé talað um þá sem reka framan í okkur spegil í viðleitni til að neyða okkur til að horfa framan í okkur sjálf.
Þeir sem því veljast til forystu eru þeir sem þögðu og gættu þess best að brosa framan í alla og vera ekki með neitt vesen.
Prófkjörin eins og við höfum þau þar sem hver kjósandi á að velja marga frambjóðendur hvort sem hann mætir til leiks til stuðnings aðeins einum eða fleirum, tryggja það svo að fólk með vesen á enga möguleika. Þeir sem þátttakendur númera í annað sæti og neðar eru fyrst og fremst þeir sem fólk kannast við, þ.e. þekkt nöfn og hefur ekki verið með neitt vesen - þægilegt þekkt fólk. - Íslendingar velja því fólk í prófkjörum sem er þægilegt og þekkt en ekki með neitt vesen.
Það veljast ekki leiðtogaefni eða hreinskilnir skörungar með þessum aðferðum heldur aðeins þægileg þekkt andlit sem eru ekki með neitt vesen.
Stjórnmál og samfélag | Laugardagur, 7. mars 2009 (breytt kl. 14:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Núna verður að leggja á borðið öll gögn, skýrslur minnisblöð og fundagerðir þar sem ríkisstjórn eða einstakir ráðherrar, hafa verið varaðir við bankahruninu. Við verðum að fá að vita það áður en frambjóðendur verða valdir og áður en gengið verður til kosninga, hver vissi hvað hvenær og hvað þeir gerðu sem vissu.
Davíð ásakar í reynd Sjálfstæðismenn um að hafa ekki brugðist við mjög alvarlegum viðvörunum hans ef rétt er; Geir Haarde um að hafa ekki gripið til eðlilegra varúðarráðstafanna, neyðaráætlana og ráðstafanna þegar Davíð lét Geir hafa viðbragðsáætlunarskýrslu í febrúar sem gerði ráð fyrir að bankahrunið yrði í október, og Björn Bjarnason um að skera niður hjá efnahagsbrotadeild lögreglunnar þó Davíð segði honum að full ástæða væri til að þrefalda eða fjórfalda mannafla hennar eftir að Davíð hafi varað hann við hvað í vændum var.
Og Kaupþing um að hafa flutt milljarða punda frá London og Breta um að hafa sett hryðjuverkalög á Landsbankann, ríkisstjórn Íslands og Seðlabankann vegna þeirra verka Kaupþings.
Öll gögn um þetta verða nú að koma uppá borðið, - strax fyrir kosningar og sama á við um gang rannsókna á málum tengdum bankahruninu, hvaða ábendingum hefur verið fylgt og hvort rétt sé að eina rannsóknin sem sé í gangi sé vegna ábendingar Davíðs, og að um öll önnur alvarleg mál hafi hann þó ekki sjálfur sent upplýsingar áfram, heldur sagt heimildarmönnum sínum að bera þau sjálfir áfram en að enginn þeirra mála hafi skilað sér inní kerfið til rannsóknar.
SÍ varaði í febrúar við hruni í október | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Miðvikudagur, 25. febrúar 2009 (breytt kl. 05:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Hvernig í ósköpunum stendur á því, ef þessi frétt er rétt, að loks þegar vinstriflokkar stjórna landinu komist þeir ekki útfyrir hring innvígðra og innmúraðra innstu koppa fráfarandi dómsmálaráðherra þegar þeir leita að nýjum? - Velja settan ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins til að verða dómsmálaráðherra.
Þetta er hreint fráleitt. Við höfum fyrst nú nýlega dregið fram einhverjar upplýsingar um ólöglegar njósnir og hleranir lögreglu með einstaklingum af pólitískum ástæðum um miðja síðustu öld þegar nú hafa enn komið fram vel rökstuddar staðhæfingar um að símar séu hleraðir af pólitískum ástæðum í dag og fylgst sé með og skráðar persónulegar upplýsingar um fólk vegna þess að það tjáir skoðanir sínar í mótmælum og með ýmsum hætti og hefur í frami gagnrýni og skoðanir í blóra við fráfarandi lögregluráðherra. - Og þá kemst Steingrímur J Sigfússon sem fær víst að ráða þessu ráðneyti ekki útfyrir þennan þrengsta hring innvígðra og innmúraðra helstu gerenda þessa málaflokks í langri misnotkunarsögu Sjálfstæðisflokks með málaflokknum. Fyrst bárust fréttir af því að fv. innvígður og innmúraður stjórnandi lögreglumála Björg Thorarensen hefði verið beðin um að taka málaflokkinn að sér en nú er bætt um betur og settur innvígður og innmúraður sjálfur ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytis Björns Bjarnsonar, Ragna Árnadóttir. - Maður skilur nú bara ekkert í svona löguðu.
- Ekki að ég hafi neitt persónulega uppá þessar mætu konur að klaga, en þetta er óskiljanlegt að ekki sé hægt að fara útfyrir innsta hring Björns Bjarnsonar við val á dómsmálaráðherra.
Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Sunnudagur, 1. febrúar 2009 (breytt kl. 17:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (37)
Framsóknarflokkurinn er nátengdur og rígbundinn stærstu eigendum Kaupþings og fjölmargra spillingartækifæra einkavæðingar síðustu ára þar á meðal vegna Kögunar sem var einkavæðing ratsjárkerfis hersins sem einn framsóknarþingmaður fékk upp í hendurnar.
Það er því deginum ljósara að nú þegar Framsókn vill völd eins og þeir sætu í stjórn í stað þess að standa við sitt eigið tilboð um að að styðja minnihlutastjórn Samfylkingar og VG þá er það aðeins og eingöngu til að verja hagsmuni þessa gerspilta flokkspólitíska Framsóknarauðvalds. Það skyldi engan undra þó Framsóknarþingmenn kaupi sér helgina nú til að kanna hvernig hagsmunum Framsóknarauðvaldsins verður best borgið og hvort því sé betur borgið með samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn frekar en að standa við tilboð sitt tl S og VG. - Þegar upp er staðið er það það eina sem Framsóknarflokkurinn hefur staðið fyrir í yfir 13 ár það er útdeiling þjóðarauðsins og SÍS auðsins til sín og flokksgæðinga sinna.
Þeir geta þó ekki enn ímyndað sér hvernig þjóðin mun bregðast við ef þeir svíkja nú og þó ekki væri nema ef þeir tefja og þvælast fyrir.
Telur forsendur fyrir stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Föstudagur, 30. janúar 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Ég hef sem ljósmyndari verið viðstaddur allmarga atburði síðustu mánuði og vægast sagt undrast hvernig tekið hefur verið á málum við suma atburðina. Munurinn á því hvernig lögregla tekur á málum milli atburða er reyndar svo mikill að er eins og dagur og nótt. Þegar skynsamlega er tekið á málum og friður helst finnst mér ég alltaf sjá Geir Jón fara fyrir en þegar allt fer í handaskolum og óþörfu lögregluofbeldi er beitt sé ég önnur andlit stjórna sveitunum, þau sömu og ég sá fyrst uppá Norðlingaholti andspænis vörubílsstjórum.
Kvöldið í kvöld er skýrt dæmi um það seinna.
Fólkið var mjög stillt en bjó til saklausan hávaða minni en áður því enginn var t.d. með trommur eða neina verulega hávaðagjafa, - aðeins potta skálar og ausur, þ.e. með sín eldhúsáhöld og framleiddi hávaða. - Fyrst framan við húsið handan gulu borða lögreglunnar, þá var ákveðið að marsera kringum húsið en við það var eins og lögreglan hefði ekki haft hugmyndflug eða fyrirhyggju til að ímynda sér að fólkið væri ekki bara kyrrt á einum bletti svo allt fór í panik hjá lögreglunni þar sem engir borðar voru strekktir til að afmarka öryggissvæði aftan við húsið.
Þó lögregluþjónar væru líklega tvöfalt fleiri en mótmælendur fóru þeir á taugum við þetta. - Ótrúlega hræddir, annað getur ekki skýrt hegðun þeirra en hræðsla, það beitir enginn fólki meisi, ógnar með kylfum og neitir yfirburða aflsmunar til að handtaka um 20% friðsamra mótmælenda sem eftir voru nema vera virkilega hræddur.
Lögreglan strengdi nú snarlega borða þvers og kruss um bílastæðið en af svo miklum flumbrugangi að einhver hópur lokaðist inni og komst ekki neitt án þess að fara undir eða yfir borðann. Ég varð þó ekki var við að neinn bryti viljandi fyrirmæli lögreglunnar - sem voru reyndar óskiljanleg.
Það þurfti afar einbeittan ofbeldisvilja lögreglu til þessarar hegðunar að handtaka 6 manns af kannski 30 mótmælendum sem þá voru eftir. - Mér er virkilega ofboðin framkoma lögreglu.
- Ótti hennar við svo fátt fólk með eldhúsáhöld, hroki hennar og yfirlæti er yfirgengilegur. Lögreglan kallar janfvel fólk öllum illum nöfnum og virkilega ljótum orðum og ógnar því yfir gulu línurnar sínar að engu tilefni - nema finnst kannski einhver óþolandi, og handtekur fólk með þeim skýringum að það sé vegna þess að það sé óþolandi.
Siðað samfélg tók pískinn af kennurum fyrir 100 árum - líkamleg refsing er bönnuð til að aga börn eða fólk.
Við tókum pískinn af kennurum fyrir 100 árum nú verður að taka réttin til að beita kylfum og meis af lögreglu - nema þegar um augljósa sjálfsvörn sé að ræða. Lögregla notar hinsvegar kylfur og meis sem písk til tyftunar fyrir óhlýðni og stundum bara pirring en enn hef ég ekki séð þessum tólum beitt til raunverulegrar varnar. Í raun er þá í besta falli um kvalarfulla refsingu að ræða fyrir meinta óhlýðni án dóms og laga - en oft ekki einu sinni fyrir óhlýðni.
Við erum öll sammála um að ekki eigi að flengja börn, og langt síðan pískurinn var tekinn af kennurum og við erum öll ásátt um að beita engan líkamlegum refsingu sem agaviðurlögum og beita aldrei hvert annað ofbeldi, - en afhverju eru þá svona margir sáttir við að lögregla ógni og berji með kylfum og piparúða og beiti aflsmunar við handtökur fólks sem aðeins tjáir skoðanir sínar með mótmælum?
Ég myndi giska á að löggur hafi alls verið um 100 vel búnar kylfum, vöðvum og piparúða en mótmælendur um 50 með trésleifar og dollulok.
Sex voru handteknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Fimmtudagur, 29. janúar 2009 (breytt kl. 06:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Hverjir hafa gleymt flóttamönnunum og hælisleitendunum sem lögreglan réðst inná í haust og gerði upptæka aleiguna hjá? - Fólkið var grunað um að hafa unnið viðvik í láglaunavinnu fyrir nokkrum þúsundköllunum. Ljóst er að allir fjármunir sem fundust voru teknir og kyrrsettir. - Allt frá nokkrum þúsundundum króna til 200 þúsund sem í öllum tilvikum var aleiga fólksins og var tekin af þeim á meðan málið yrði rannsakað. Leitin náði til um 50 manns en aðeins nokkrir þeirra höfðu handbært fé.
Örvæntingafullur hælisleitandi settist fyrir framan lögreglustöðina í Keflavík og sat þar í slagviðri yfir nótt og fram á næsta kvöld. Dómsmálaráðherra upplýsti okkur um að svona alvarleg mál yrðu bara að fara sína leið enda mjög tortryggilegt þegar fólk sem hér hefði þurft að bíða svara yfirvalda í mörg ár ætti nokkra þúsundkalla og allt uppí 200. Það gæti bent til þess að einhverjir hefðu unnið einhver viðvik og þegið laun fyrir í bið sinni, einsemd og einangrun í Njarðvík. - En féð skyldi kyrrsett þar til tilvist þess yrði upplýst.
Slíkir glæpir eru náttúrlega mikið alvarlegri en að setja Ísland á hausinn og kröfðust því úrræða sem dómsmálaráðaherra og flokksbræður hans segja stjórnarskrá ekki leyfa gagnvart minniháttar brotum eins og þeim að breytta Íslandi í spilavíti og moka hundruðum eða þúsundum milljarða króna af þjóðarauðnum úr landi og á leynireikninga á leynieyjum.
Ef við nú virkjuðum sem hlutfall af fjármunum sem í húfi eru aðeins hundraðasta part af þeim mannafla sem beitt var á hælisleitendur fyrir meinta vinnusemi til að endurheimta þjóðarauðinn ætli við værum ekki farin að sjá svolítinn árangur jafnvel að eitt og annað hefði endurheimst og rannsókn mála hefði eitthvað miðað?
Mér segir svo hugur að í besta falli séu jafn margir menn á vegum lögreglunnar að rannsaka öll mál vegna bankahrunsins og þeir sem settir voru til að rannsaka þá svívirðu að hælisleitendur hefðu án leyfis en með annars fullkomlega heiðarlegri láglaunavinna mögulega unnið sér inn nokkrar krónur.
Fyrst hægt var að kyrrsetja og gera upptæka aleigu þeirra sem grunaðir voru um láglaunavinnu án annarra sannana en þeirra að þeir áttu nokkra þúsundkalla við húsleit, þá er mér óskiljanlegt hversvegna ekki ætti að mega kyrrsetja eigur auðmanna á meðan rannsakað er hvort þeir hafa tekið þátt í ólöglegum gerningum og peningaflutningum úr landi á leynireikninga og áttu þannig hlut að því að setja okkur öll á hausinn..
Fundað um stjórnarmyndun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Miðvikudagur, 28. janúar 2009 (breytt kl. 17:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (45)
Nýjustu myndir hér, hér og hér.
Mér er algerlega hulið hvernig ráðherrar og þingmenn Samfylkingarinnar hafa gersamlega dottið úr takti við raunveruleikann. Hvernig datt þeim í hug fyrir jól að það mætti fresta breytingum þangað til þær hentuðu af persónulegum ástæðum eins ráðherranna eftir jól, - þegar 13.000 manns voru þegar atvinnulausir og 10 þúsund útlendingar farnir úr landi, 4 milljarðar voru teknir beint af bótum lífeyrisþega en ekki má setja á hátekjuskatt, - og enn sést ekkert til aðgerða til að sækja fé og auð þeirra sem tæmdu sjóði spilavítisins Ísland né þeirra sem breyttu íslandi í spilavíti.
Þess virði ef dómsmálaráðuneyti skipti um flokk
Það væri þó til einhvers ef Samfylkingin tæki við Dómsmálaráðuneytinu og léti hefja heildarrannsókn á aðferðum lögreglu gagnvart mótmælendum og fólki annarra skoðana en Björn Bjarnason. Bæði rannsókn á lögregluofbeldi sem hann hefur fyrirskipað og rannsókn á því hvernig lögregla safnar upplýsingum um mótmælendur sem ekkert hafa til sakar unnið annað en að tjá skoðun sína.
Nú verjið þið dómsmálaráðherra sem sigaði lögreglu á eignalausa hælisleitendur til að haldleggja hverja krónu sem hjá hælisleitendum fannst en getur ekki nú kyrrsett eða snert við auði þeirra sem grunaðir eru um að hafa sett Ísland á hausinn og nú síðast grunaðir um gervisölur á hlutabréfum banka fyrir tugi milljarða og annað eftir því.
- Og þið berið alla ábyrgð á aðferðum lögreglunnar gangvart mótmælendum við þinghúsið á meðan dómsmálaráðherra situr í skjóli ykkar. Yfirlýstur tilgangur mótmælanna sem tilkynnt voru löngu fyrirfram var að skapa hávaða. En dómsmálaráðherra/þið fóruð á taugum af hávaðanum og sögðuð óeirðalögreglunni að koma og beita nú fullri hörku gegn hávaðaseggjunum með eldhúsáhöldin.
Ég kynntist því á eigin skrokk á leið sveitar óeirðalögreglunnar frá bílastæðinu norðan við Skálann yfir í Alþingisgarðinn á auðu svæði norðan við Skálann, kl um 13:30 rétt eftir að mótmælin hófust, áður en sveitin sá einu sinni vettvang en þá hrinti einn þeirra mér mjög harkalega fyrir það eitt að ég mundaði myndavélina mína og fylgdi þeim fremstu eftir með myndvélaauganu. - Skyndilega var eins og keyrt hefði á mig vörubíll en þá lagði einn lögreglumaðurinn sem á eftir fylgdi lykkju á leið sína til þess eins að hrinda mér. Með því hugarfari mætti sú sveit á vettvang - og gerði strax allt vitlaust. - Hvernig annars átti hún að geta sýnt meiri hörku eins og pantað var nema af handahófi gagnvart hverjum sem fyrir varð þar sem hún hafði þegar beitt meira en réttlætanlegri hörku við óverjandi aðstæður og án réttætnalegs tilefnis við Hótel Borg.
- Við Alþingishúsið var ekkert ofbeldi fyrr en lögreglan hafði gengið fram af óverjandi offorsi að kröfu ríkisstjórnar ykkar - þið verðið að taka ábyrgð á þessu og krefjast rannsóknar hæfra erlendra mannréttindasamtaka á aðförum og framgöngu lögreglu. - Við erum ekki enn búin að bíta úr nálinni með bakslagið sem reiðin af ofbeldi lögreglu og rangur og villandi fréttaflutningur í garð mótmælenda orsakar. - Dómsmálaráðherra ykkar keyrir upp reiðina með lögregluofbeldi og skiptinum um meira lögregluofbeldi.
Hér er ekkert tilefni til að taka á málum öðruvísi en þegar verkfallsaðgerðir standa yfir, ef ekki væri fyrir vopnavæðingu og Floridaþjálfun og innrætingu herja Björns Bjarnasonar.
- Flestir upplifa það vera hámark alls óréttlætis heimsins þegar lögreglan sem á að verja þjóð sína beitir það sjálft tilefnislausu ofbeldi, - og það er tilefnislaust ofbeldi að meisa það, gasa eða berja með kylfum við annars friðsamar mótmælaaðgerðir. - Fréttir og upplýsingar frá lögreglu eru stórkallega rangar frá því sem maður sjálfur verður vitni að, og nú horfa margir á það líka eigin augum.
- Munið það að lýðræðið sjálft er heilagra en alþingi og alþingi er einskisvert án táningafrelsisins og frelsis til að mótmæla. Ef fólkið fær ekki að eiga orðastað við þingið jafnvel þó fólkið geri það með hávaða einum er alþingi ekki lengur hluti af hinu heilaga lýðræði heldur þvert á móti stendur því fyrir þrifum.
Vilja taka að sér verkstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Mánudagur, 26. janúar 2009 (breytt kl. 09:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Vitandi það að eiginlegt táragas veldur DNA skemmdum og mörgu öðru sprengdu þeir táragas á ungafólkið okkar áðan á Austurvelli - þeir ruddu völlinn en fólkið sækir inn aftur - það vill ekki láta kúga sig - sama hvað - hér verður ekki haldið uppi fasistastjórn herja Björns Bjarnsonar - sama hvað.
- Ég skora á fullorðið fólk sem er við góða heilsu og treystir sér til að halda stillingu og ró að fara nú á vettvang til að vera vitni og vottar að því sem gerist nú og eftirleiðis - allir sem eiga myndvélar og upptökuvélar að hafa þær með sér þó þeir haldi sér í hæfilegri fjarlægð.
-Löggurnar okkar eru búnar að bera á sér gasgrímur í grænum töskum á mjöðm síðan þeir mættu um hádegi í gær. Af einhverjum ástæðum hafa þær verið útbúnar til að nota á okkur þjóðina sína eiturvopn í formi gas sem dreifir sér stjórnlaust þegar því er sleppt með litlum sprengjum.
Ég spurði lögreglumann í nótt afhverju þeir biðu ekki bara rólegir þar til fólk þreyttist, þeir væru í miklu betri þjálfun og líkamlegu atgervi en allur almenningur auk þess sem það reyndi miklu minna á þá að bíða en eltast við mótmælendur.
- Þrautsegja og fyrihyggja var allt sem þurfti í gær (20.jan), eða hversvegna lokaði löggan ekki Alþingisgarðinum með lögreglumönnum áður en mótmælin hófust í gær í stað þess að ryðja hann almenningi eftirá.
Táragasi beitt á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Fimmtudagur, 22. janúar 2009 (breytt kl. 06:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (90)
Hvernig í ósköpunum getur Geir H Haarde leyft sér að leggja það á Ingibjörgu Sólrúnu alvarlega veika í Svíþjóð að svara sér að stjórnarsamstarfið standi traustum fótum?
Vissulega kaupir hann sér nokkurra klukkutíma jafnvel nokkurra daga frest þar sem Samfylkingin af djúpri virðingu fyrir Ingibjörgu á mjög erfitt með að ganga hiklaust gegn því sem Geir segir Ingibjörgu hafa svarað á sjúkrahúsi í Svíþjóð. - Þó er það ekki Ingibjörg sem ræður því heldur þingmenn Samfylkingarinnar og samviska þeirra sem þeir hafa lofað þjóðinni að fylgja.
Núna, eins og þegar Ingibjörg var veik í New York hreinlega notar Geir sér og misnotar veikindi Ingibjargar til að draga vald til sín og Sjálfstæðisflokks, - það er þó skammvinnt því hér mun ekki vera haldið uppi ríkisstjórn sem nýtur aðeins stuðnings Sjálfstæðisflokks og sérsveita Björns Bjarnasonar, - þó þær séu vel græjaðar með bæði gas og gasgrímur og allt og allt ...
Slatti af myndum frá í gær ATH! -tvísmella á mynd í albúmi til að stækka
Stjórnmál og samfélag | Miðvikudagur, 21. janúar 2009 (breytt kl. 23:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)