Lögreglan hefur í heild staðið sig vel - en gerði slæm mistök

[Myndir frá lögreglustöðinni] Mynd  2008 11 22 16 54 20+Þrátt fyrir slæm mistök varðandi Bónusfánamanninn hefur lögreglan staðið sig í heild vel í samskiptum við mótmælendur síðustu vikur. Þeir sem stjórnað hafa aðgerðum lögreglu á vettvangi mótmælanna virðast mjög vel meðvitaðir um forgangsröðun, og að stigmagna ekki reiði og æsing með ögrandi viðbúnaði

eða niðurlægjandi framkomu í garð mótmælenda.

 Kreppa 2008 11 08 15 49 10++ Kreppa 2008 11 08 15 49 13++Það var því verulegt stílbrot þessara yfirveguðu og skynsamlegu vinnubragða lögreglu að handataka Bónusfánamanninn sl. föstudag. Því er líkast sem einhver annar en þeir sem stjórnað hafa viðbúnaði undanfarnar vikur hafi gripið inní með þessum hætti og án samrás við þá yfirveguðu úrvals menn sem fram til þessa hafa stýrt störfum lögreglu gagnvart mótmælendum. Það fer enginn að segja mér að þarna sé um tilviljanir að ræða - sérstaklega þegar það er sagt að kennsl hafi verið borin á hann í heimsókn heimspekinema til Alþingis- Þar með vita menn alveg hvað þeir eru að gera þegar þeir ákveð að handtaka hann.

Starf embættis lögreglunnar og lögreglumannanna á vettvangi er afar vandasamt við þessar aðstæður. Einn vandaðisti yfirmaður lögreglunnar sagði við mig við fyrir rúmri viku „á meðan líf og limir fólks eru ekki í hættu forðumst við að gera neitt sem gæti sett líf og limi í hættu“  Þetta er það skynsamlegasta sem ég heyrt embættismann segja frá upphafi kreppunnar.

Mynd  2008 11 22 16 48 24+Mynd  2008 11 22 16 49 04++Mynd  2008 11 22 16 49 06Mynd  2008 11 22 16 49 10+Mynd  2008 11 22 16 54 34++Mynd  2008 11 22 16 50 50+Mynd  2008 11 22 16 57 02Ég var við lögreglustöðina við Hverfisgötu í gær og tók myndir. Staða lögreglunnar hefur ekki orðið vandasamari en þar. Þegar einhverjum tókst að opna útidyr lögreglustöðvarinnar og reiðir mótmælendur fylltu forstofu stöðvarinnar, og einhverjir reyndu að brjóta upp forstofudyrnar, brugðust óttaslegnir lögreglumenn innan við dyrnar við fyrirvara laust og án aðvörunar með of kröftugum og langvarandi og tilviljunarkenndri piparúðaárás. Án þess að sjá hverjir urðu fyrir henni eða sjá hver árangur yrði og hætta strax og fólkið hörfaði.  Strax og piparúðans varð vart snéri fólkið frá en fékk linnulitla kröfutuga gusu í góða stund yfir sig í lokuðu rými og komst ekki svo greitt í burtu vegna mannfjöldans að baki þeim.

Ef ég set mig í spor lögreglumannanna fyrir innan dyrnar get ég vel skilið ótta þeirra og að nota piparúða til viðvörunar, en set stórt spurningamerki við magn, kraft og tíma úðunar á fólkið sem var í lokuðu rými í forstofunni og að engin aðvörun skyldi gefin.

Lögreglumennirnir sem þá komu í kjölfarið og tóku sér stöðu á tröppum lögreglustöðvarinnar stóðu sig síðan afbragðs vel og létu ekki eðlilega reiði fólksins reiti sig til stjórnlausrar reiði eða hræðslu eða til frekari gagnaðgerða. Þeir lögreglumenn sem þarna voru eiga lof skilið fyrir það, - staða þessara lögreglumanna sem stóðu vaktina á tröppunum var ekki öfundsverð.

Munur á „gerning“ og ofbeldi
Fyrir framhaldið er mjög mikilvægt að lögreglan, stjórnvöld  og mótmælendur geri skýran greinarmun á „gerningum“ og „uppákomum“,  og svo raunverulegu ofbeldi. Sumir æðstu ráðmenn lögreglumála hafa heyrst í fjölmiðlum vera jafn argir yfir eggjakasti og ef um alvöru ofbeldi væri að ræða. Mótmælendur/aktívistar hafa gert skrýran greinar mun á þessu tvennu.

Bónusfánamaðurinn á heiður skilinn fyrir að hafa fram til þess kappkostað að tjá skoðanir sínar með ofbeldislausum „gerningum“ og uppákomum sem vissulega geta angrað og pirrað yfirvöld og þá sem málið snertir og jafnvel tafið menn við vinnu, en ógna ekki né stofna öðru fólki í hættu og lagt áherslu á að láta ekki espa sig til ofbeldiskenndra viðbragða þrátt fyrir að hafa þurft að sæta órétti.

Á þessu tvennu  „gerning“ og ofbeldi er mikilvægur grundvallarmunur sem lögreglan á vettvangi gerir sér grein fyrir og vanir mótmælendur gera sér skýra grein fyrir.

Sjá mikilvæga linka um þetta mál:

Nei. - Dagblað í ríki sjoppunnar

Eva Hauksdóttir móðir Bónusfánamannsins

„Ég get ekki séð, augun og andlitið brenna“ - Móðir 16 ára stúlku

 


 Kreppa 2008 11 08 16 03 49++

 

 

 

 

 

 

 

 

Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn, hefur staðið sig afbragðs vel og ekki látið ögranir storka sér eða lögregluliði sem undir hann heyrir.

 


mbl.is Var ekki látinn vita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmælamyndir - Verður kapítalisminn bara settur á „restart“?

Mynd  2008 11 15 16 33 11B[Nýjasta myndaalbúmið er hér]
Þrátt fyrir strekking og frost nóttina og morguninn fyrir mótmælafundinn voru um 10 þúsund manns sem mættu á Austurvöll. Ótrúlega stór hluti mótmælenda er miðaldra fólk og jafnvel eldra. Fólk sem á minningar um hve áhrifamikil almenn þátttaka í friðsömum mótmælafundum er. Þetta fólk mætti örugglega margt sjálft til mótmæla á Austurvelli í BSRB verkfallinu haustið 1984 þegar Austurvöllur fylltist af fólki og Albert Guðmundsson þáverandi fjármálaráðherra lýsti yfir við erlenda fjölmiðla áhyggjum af hættu á valdaráni og byltingu.

Hannes stal byltingunni 1984 og getur gert það aftur nú

Það var þá sem útvarpið þagnaði og Hannes Hólmsteinn stofnaði ólöglega útvarpsstöð í Valhöll, húsnæði Sjálfstæðisflokksins sem fór með forsæti ríkisstjórnar. Hannes Hólmsteinn á þjóðkirkjuhorninuÍ raun markaði sá atburður upphaf valdatöku nýfrjálshyggjunnar og hreintrúarkapítalisma á Íslandi.

Það tímabil sem nú er að ljúka með ósköpum og þjóðargjaldþroti sem nú er mætt af þjóðinni með miklum fjöldafundi við Alþingi á Austurvelli hófst í raun á sama stað haustið 1984. - Það varð hugmyndafræðileg valdataka haustið 1984 - bylting nýfrjálshyggjunnar. Hannes stal byltingunni - og getur gert það aftur nú ef meirihluti fólks á Íslandi er áfram veikari fyrir eigin skjótfengna gróða en mannúð og samkennd, - Mynd  2008 11 15 15 26 13Bvið gætum sett kerfið á „restart“ - einkavætt bankana sem fyrst og endurtekið leikinn um ofurlaunin og græðgina ef einstaklingar samfélagsins leggja ekki sérstaklega á sig nú að rækta með sér samúð, samkennd og samstöðu. Við verðum að skilja hvað klikkaði, og það sem klikkaði var kerfið sjálft, kapítalisminn klikkaði - við getum ekki byggt á kerfi sem gerir ráð fyrir að allt efnahagskerfið hrynji með reglulegu millibili og kallar það „bara nauðsynlega hreingerningu“.

Í raun er það rétt sem Geir og Hannes og Davíð og Björgvin segja að ekki sé við neinn einstakling að sakast um hrunið - því það var kerfið „Kapítalismi“ sem klikkaði . Þó einstklingar hafi spilað „leikinn“ af mis mikilli virðingu fyrir skyldum sínum og reglum og þeir sem áttu að fylgjast með þeim hafi sofið á verðinum - þá mun það alltaf verða þannig aftur ef við setjum kapitalismann bara á „restart“.

Við verðum nú að setja fólk og öryggi þess og líf í fyrsta sæti til frambúðar, en eignir og peninga þar fyrir aftan. Við verðum að byrja á tryggja að allir lifi kreppuna af, að allir hafi heimil, fæði og klæði og njóti aðhlynningar, hjúkrunar, lyfja og læknishjálpar ef þörf er á, einnig að allir hafi raunverulega jafnan rétt til náms óháð efnahag, sem tenist sterklega orðum og efndum ríkis og stjórnmálamanna um „jafnan rétt óháð efnahag.

Lánastofnanir taka ekkert mark á „tilmælum“ ráðherra

Mynd  2008 11 15 16 27 08- Eða vita menn ekki að síðast þegar Alþingi gaf fjármálastofnunum eindregin tilmæli, var það fyrir rúmum 10 árum um að styrkja stöðu ábyrgðamanna, leitast við að hætta nota ábyrgðamenn og ganga ekki að þeim við innheimtu.  Umræðan lognaðsit útaf með þeim yfirlýsingum en án þess að Alþingi setti lög, bankarnir kváðust ekki þurfa lög „til að breyta rétt“ - en efndir voru nær engar. Mynd  2008 11 15 15 15 37T.d. á sama tíma hélt Lánasjóður ísl. námsmanna (LÍN) áfram undir stjórn ríkisins að krefjast fullgildra ábyrgðamanna fyrir námslán og enn synjar LÍN ungmennum um að fá lán með foreldri fyrir ábyrgðamann ef foreldrið er t.d. með afnotagjald RÚV á vanskilaskrá. Mynd  2008 11 15 15 39 02Ábyrgðareglur LÍN bitna af mörgum ástæðum sérstaklega á ungmennum sem koma frá efnaminni heimilum, þrátt fyrir að tilgangur sjóðsins sé að tryggja jafnan aðgang að námi óháð efnahag. - Sjóðurinn ályktaði hinsvegar sjálfur að við túlkun á þeirri grein kæmi efnhagur foreldra og fjölskyldu málinu ekki við, - enda ekki í þágu peninga og peingafólks.  - Mynd  2008 11 15 15 20 49Peningar og ekkert nema peningar eru alltaf í fyrsta sæti jafnvel í lánasjóði hjá ríkinu með samfélagsleg markmið.

Yfirlýsingar og tilmæli þingmanna, ráðherra og ríkisins til lánastofananna Eru því einar og sér einskis virði. Jafnvel LÍN tók ekkert mark á slíkum yfirlýsingum þings og ráðherra fyrir rúmum 10 árum. Allar þessar stofnanir tryggja hag peninganna fyrst og fólksins og tilgangs laganna sem þeir starfa eftir svo. Alþingi hefur enda oft sett lög til að gera innheimtu „skilvirkari“ þ.e. afnema réttindi skuldara en vart eða aldrei til að styrkja réttarstöðu skuldara og ábyrgðamann enda andstætt hagmsunum peninga og banka.

Hagur og heilsa peninganna alltaf í fyrsta sæti

Mynd  2008 11 15 15 44 12Vandamál Íslendinga er að hagur og heilsa peninganna hefur alltaf verið miklu hærra skrifuð á Íslandi en hagur og heilsa fólksins.- Eða hversvegna ætli hafi enn í lok góðærisins íslenskir þegnar þurft að búa árum saman í tjöldum í öllum veðrum á vetrum og sumrum og að hreiðra um sig í holum í Öskjuhlíðinni. Eða hvernig stóð á því þegar allir þessir peningar streymdu í landið að fólki með hamlanir vegna veikinda eða fötlunar var í vaxandi mæli úthýst af vinnumarkaði og gert erfiðara um vik að vera virkir og gildir þátttakendur?

Eina lausnin sem við eigum er ný útgáfa af stefnu lýðræðisjafnaðarmanna - þ.e. kratanna, með miklu þyngri áherslur á manninn, velferð og öryggi allra þegnanna í fyrsta sæti en öryggi peninga og gróða þar á eftir.

Samfélagsleg viðfangsefni krefjst samfélagslegra lausna


Myndir frá mótmælunum - Það á að segja satt!

 Kreppa 2008 11 08 15 42 19++[Myndaalbúmið smella hér]

Ég held að fátt fari eins illa fyrir brjóstið á okkur Íslendingum síðustu vikur og skrök, blekkingar og feluleikir.

Ég fór nú í annað sinn á mótmælin á Austurvelli. Í hitt skiptið varð ég vitni að því að fjölmiðlar og lögreglan sögðu bersýnilega ósatt um fjölda mótmælenda. - Ég var með mínar eigin myndir sem sýndu að a.m.k tvöfalt til fjórfalt fleiri voru viðstaddir mótmælin en sagt var.

 Kreppa 2008 11 08 15 33 50++Blöðin höfðu beinlínis fyrir því að velja myndir frá annars ágætum ljósmyndurum sínum sem sýndu sem mest gras en sem fæst fólk. Það er gert með því að nota myndir frá því þegar fólk er enn að safnast saman og áður en það færir sig nær sviðnu og nóg af grasi framan við sviðið.

Þessar blekkingar sem ætlað er að gera sem minnst úr mótmælunum gera líka mjög lítið úr því þeim einstaklingum sem mæta þar til að tjá hug sinn.  Kreppa 2008 11 08 16 03 49++Að því er virðist vísvitandi blekkingar fjölmiðla, lögreglu og yfirvalda sem fólk verður þannig sjálft vitni að felur í sér lítilsviðringu á lýðræðsilegri tjáningu og mótmælandinn upplifir persónuleg að vera ekki virtur viðlits og að látið sé sem hann hafi ekki verið þarna.

Fólk verður aðeins reiðara við þetta og sumir bregðast við með ýktari aðgerðum.
Ungt fólk sem upplifir þannig hvernig allar valdastofnanir og fjölmiðlar sameinast um að gera lítið úr því og lýðræðislegri tjáningu þeirra bregst við með ýktari aðgerðum næst, - aðgerðum sem ólíklegra er að hægt sé að þegja yfir. Yfirvöld lögregla og fjölmiðlar gera því illt verra við þessar aðstæður með því að skrökva um fjölda og þunga mótmæla, og ekki bætir úr að seðlabankastjóri hæðist að fólkinu. - Fólkið verður reiðara og grípur til róttækari aðgerða til að eftir því sé tekið.

Við og við hef ég unnið sem fréttaljósmyndari í 30 ár. Þær myndir sem sýna mestan fjölda fólks eru alltaf sannastar því þær eru teknar þegar flestir eru mættir og eyða ekki myndrými í gras eða annað sem ekki kemur fréttinni við. Ljósmyndari skáldar ekki hausum inná myndina þó hann nýti myndflötinn vel og sleppi grasinu.  Kreppa 2008 11 08 15 46 40++Ég veit fyrir víst að ljósmyndarar Mogga og Fréttablaðsins eru ekki svo lélegir fréttaljósmyndarar sem birtar myndir blaðanna og vefmiðlanna af fyrri mótmælafundum gætu gefið til kynna, mótmælum sem aðrir ljósmyndarar mynduðu einnig og sýna mikið meiri fjölda og sýna meiri þunga í mótmælunum en fréttamyndirnar sem birtar voru gera.


mbl.is Greint frá mótmælunum erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju heimur - Obama kjörinn forseti

_44715109_obhug_getty466Það gleður mig ósegjanlega að hafa haft rangt fyrir mér um að Obama hefði misst af sigri með því að hafa ekki Hillary Clinton sér við hlið sem varaforsetaefni.
Nú rétt í þessu lýsti CNN Obama næsta forseta USA og að hann hefði tryggt sér 297 af  270 kjörmönnum sem hann þarf. McCane hefur aðeins 139 á þessari stundu. Þetta small inn með vesturströndinni sem kom öll fyrir Obama um leið kjörstöðum var lokað þar nú kl 04 að okkar tíma.  Þegar samkeyrðar eru tölur frá útgöngukönnunum og fyrstu tölur einstakra kjördæma fylkjanna telur CNN óhætt að lýsa sigri Obama með því að hann hafi tryggt sér 297 kjörmenn.
Ég ætla rétt að vona að talningin taki ekki einhverja lykkju eða skrítna beygju eftir þetta eins og í Flórída fyrir 8 árum. Ég get ekki ímyndað mér hvað myndi gerast - það yrði uppreisn.
Þessi sögulega kosning markar vonandi gerbreytta stefnu frá tímabili Bush til betri framtíðar allrar veraldarinnar.

Framundan er mikil vinstri sveifla í heimunum þar sem sýnt er að lýðræðisjafnaðarstefnan og hið blandaða hagkerfi stendur eitt eftir sem vegvísir til framtíðar.


mbl.is Obama kjörinn forseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur notar skynsemina til að finna upp hindranir í stað lausna

SteingrímurJSteingrímur J Sigfússon ber ekki minni ábyrgð á vanda okkar nú en en margir aðrir stjórnmálamenn þó augljóslega helstu stuðningsmenn stefnu valdherrans Davíðs Oddssonar og hugmyndafræðings hans Hannesar Hólmsteins beri langtum mesta ábyrgð.

Björgun krónunnar kostar okkur nú allan pakkann frá IMF, allt sem Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn er að gera á íslandi er bara til að koma krónunni á flot að nýju og styrkja hana svo hún verði (kannski) nothæf. Stýrivextirnir og öll skilyrðin sem þeir setja, risalánið og vextirnir af því og þær fórnir sem þetta kostar okkur eru aðeins til að koma krónunni á flot, - sem svo er ekki víst að takist. Ef við værum ekki með krónu heldur evru væri engin króna til að bjarga og það allt því óþarft hvernig svo sem allt annað hefði farið. Svigrúm okkar og bjargir gætum við því notað beint í uppbyggingu.

HPIM0901_bÁbyrgð Steingríms er mest fyrir að hafa árum saman beitt hugmyndaflugi sínu og skynsemi til að finna sífellt upp nýjar hindranir gegn því að Íslendingar kanni hvað þeim byðist hjá Evrópusambandinu og hvað aðild myndi kosta okkur með aðildarviðræðum í stað þess að leita lausna og samninga, bera á fyrirhyggjusamt fólk ávirðingar um óþjóðhollustu og jafnvel landráð og hæðast að rökum upplýstra og vel menntaðra einstaklinga um að illa gæti farið fyrir okkur ef við gengjum ekki til þessa samstarfs fullvalda Evrópuþjóða og hræða þannig aðra frá að tjá hug sinn um efnið.

Steingrímur beitir enn öllu sínu hugmyndaflugi í sama tilgangi og tapar alltaf öllum okkar aðildarviðræðum við ESB fyrirfram.

Nú hafa viðvarnir þeirra sem vildu að við tryggðum efnahagslegt öryggi okkar og stöðugleika með ESB-aðild og evru allar sannast réttar - og vel það. Samt heldur Steingrímur áfram að finna tylliástæður til að ganga ekki til samstarfs Evrópuþjóða, sem við yrðum þó beinir aðilar að, en vill nú fela norska konungsríkinu, sem við eigum enga aðild að, stjórn peningamála á Íslandi.

HPIM0720Vitnað er til Maastricht-skilyrðanna fyrir upptöku evru um að hún yrði ekki möguleg hér í mörg ár. Það má vera að það reynist rétt en er alls ekki sjálfgefið. Skilyrðin hafa markmið og tilgang og ef hægt er að sýna fram á að tilganginum sé náð með öðrum hætti opnast alltaf möguleiki til að ræða hlutina.  Maastricht-skilyrðin um stöðugleika þeirra landa sem ganga til liðs við evruna eru sett til að óstöðugleiki eins efnahagssvæðis eða ríkis ruggi ekki öllu evrusvæðinu með aðild sinni. Þar sem Ísland er jafn lítið og raun ber vitni er fyrirfram engin hætta á því að Ísland setji evrusvæðið á hvolf.  Tilgangi markmiðanna er því náð fyrirfram. Það merkir þó ekki að víst sé að sú glufa dygði til að opna okkur dyr en beiti menn hugmyndaflugi sínu og skynsemi til að finna upp lausnir en ekki hindranir er aldrei fyrirfram vitað hvað „ekki er hægt“.

Ég sagði stundum við börnin mín þegar þau voru í þeim gírnum eins og börn gera að sjá ekkert nema hindranir fyrir að gera eitt eða annað: 

„Notaðu nú skynsemina til að finna lausnir en ekki til að upphugsa hindranir. Skynsamt fólk sem notar gáfur sínar til að finna hindranir finnur risa-hindranir en ef það notar gáfur sínar til að leysa vandmál sér það bara lausnir og viðfangsefni“.

Steingrímur, notaðu nú þína miklu skynsemi til að finna lausnir og bestu leiðir fyrr okkur að samstarfi fullvalda Evrópuþjóða - ESB og evru eins fljótt og hægt er og til að tryggja hagsmuni okkar þar. - Hættu að nota skynsemi þína til að upphugsa hindranir, þú ert svo skynsamur að það eru þá heldur engar smáræðis hindranir sem þú finnur upp á. - Ábyrgð þín er mikil því það er hlustað á þig.


700 milljaðrar fyrir krónuna en Félagsþjónustan ber fólk út v skulda

Landsfundur Samfylkingarinnar 22Það verður óbærileg skömm fyrir þetta samfélag ef fyrstu viðbrögð við kreppunni eru að bera út fjölskyldur, atvinnulausa og lífeyrisþega, skammarlegast er þegar Félagsþjónustan stendur að því.

Allur IMF-pakkinn er kostnaður vegna krónunnar

Það þarf að koma krónunni á flot á ný ef það er á annað borð hægt. Kostnaðurinn ef því og fórnirnar vegna krónunnar okkar eru gríðlegar. Allt IMF dæmið, 18% stýrivextir og öll önnur skilyrði sjóðsins sem kunna að koma í ljós og svo risalánið sjálft með tugum miljarða króna í vexti á ári er aðeins og eingöng til að koma krónunni á flot aftur, sem auðvitað þyrfti ekki ef við hefðum ekki haft krónu heldur evru.

Og þá er allt annað eftir vegna bankahrunsins, t.d. hundruð milljarða kostnaður ríkissjóðs til að halda helstu stoðum atvinnulífsins gangandi og byggja upp bankakerfi á ný því ríkissjóður tekur við þeim á núlli og þarf að leggja þeim til nýtt eigið fé, - og svo Icesave.

mynd_2008-05-21_14-19-44_714937.jpgAð allir geti lifað kreppuna af

Eitt viðfangsefni er þó að mínu mati öllum öðrum mikilvægara þ.e. að ríkið tryggi að allir geti lifað þessa kreppu af. Árum saman hefur ríkið komið sér undan að skilgreina hvað Íslendingur þarf  til að geta séð sér fyrir grunnþörfum - þ.e. hvað kostar að lifa, hver grunnframfærslukostnaður er. Þó hefur umboðsmaður Alþingis bent á að ógerningur sé fyrir ríkið að taka upplýsta ákvörðun um lífeyri öryrkja og aldraðra og tekjutryggingu lífeyrisþega ef ríkið veit ekki hvað fólk þarf til að lifa.

Við þær aðstæður sem nú ríkja eru þeir sem búa við einhverja vanheilsu eða skerðingu þeir sem helst missa vinnu og eru sístir til að fá vinnu á ný.  Samkeppnissamfélagið hefur í vaxandi mæli hafnað þeim sem búa við skerta heilsu eða skert atgervi. Það mun ekki batna nú.
-  Vandi þerra sem töpuðu milljónum eða milljörðum á hlutabréfamörkuðum er enginn vandi við hlið þeirra sem áttu ekkert  - ekki einu sinni heilsu til að tapa. Það er sá vandi sem verður að hafa forgang nú því þeim fjölgar hratt og bjargir þeirra hverfa fyrst.

Við verðum að tryggja fyrst af  öllu að allir geti lifað og bjargað sér eins og unnt er sjálfir, það verður að tryggja öllum lágmarksframfærslu og til þess þurfum við að vita hvað kostar að lifa.

Fréttir berast af 7 útburðarmálum sem Félagsbústaðir þingfestu í vikunni. Framkvæmdastjóri Félagsbústaða kvaðst búast við að hröð fjölgun yrði í slíkum málum hjá þeim á næstunni vegna kreppunnar. - Og enginn hefur gert athugsemdir við þessi orð. Þetta er skuggaleg afstaða og vinnubrögð Félagsþjónustunnar í Reykjavík og sýnir vel hve grimmt  og miskunnarlaust samfélagið er orðið. Hér heggur sá er hlífa skyldi. - Útburður af hendi félagsþjónustu sveitfélaganna var til skamms tíma nánast óþekktur - en nú er sem ekkert sé sjálfsagðara.

Bönnum að lögum að fólk sé borið út vegna skulda

Við verðum því að fá það sett í lög að banna sé að bera fólk út úr venjulegu íbúðarhúsnæði vegna skulda hvort sem er vegna leigu eða afborganna ef skuldari greiðir eitthvert tiltekið sanngjarnt hlutfall af tekjum sínum eftir skatta, hvort sem það eru tekjur lífeyrisþega eða launþega. - Það verður óbærileg skömm fyrir þetta samfélag ef fyrstu viðbrögð við kreppunni eru að bera út fjölskyldur, atvinnulausa og lífeyrisþega í hrönnum á götuna af heimilum sínum, skammarlegast er þegar Félagsþjónustan stendur að því.


Nú sagt: „Efnahagur myndi hrynja“, en áður: „eignir duga“

Mynd 2008 10 10 11 56 57BHér bregður við nýjan tón þegar sagt er að Icesave-krafa Breta gæti riðið okkur að fullu, þar sem viðskiptaráðherra fullvissaði okkur um það í upphafi þessa máls að eignir Landsbankans í London myndu vel duga eða duga að mestu fyrir skuldum Icesave. Það sama réttlætti undirritun samninga við Hollendinga um 350 milljarða króna lán þeirra til okkar til að standa straum að Icesave í Hollandi, -hvar stendur sú skuldbinding nú?

Það er eitthvað sem enn á eftir að gera okkur grein fyrir ef ljóst er orðið nú að litlar eða engar eignir komi uppí þessa hrikalegu skuld Icesave-reikninganna.

Bretar mega ekki reka reikninga fyrir fólk búsett utan UK

Einnig er mikilvægt að hafa í huga þegar forsætisráðherra segir að breyta verði evrópskum reglum um banka svo þetta geti ekki endurtekið sig, að breskum bönkum er bannað að reka reikninga eins og við leyfðum Landsbankanum, þ.e. fyrir fólk búsett utan landsins í gegnum útibú bankanna, á þeim forsendum að Bretar hefðu ekki bolmagn til að tryggja innistæður íbúa annarra landa en þeirra sem eru heimilisfastir á Bretlandi. Hversu miklu fremur hefðum við ekki getað gert það sama því Bretar eins og við eru líka í EES.


mbl.is Efnahagur myndi hrynja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan er okkur dýr og á eftir að verða dýrari

Mynd 2008 10 10 12 41 25+Vísitölutrygging í áratugi er einn fórnarkostnaður þjóðarinnar af gjaldmiðli sem hún treysti aldrei sjálf. Nú verður gerð tilraun til að gera krónuna aftur nothæfa, eftir hrun, með helmings hækkun stýrivaxta. Það er gert til að þjóðin flýi ekki með peningana sína yfir í evrur. Alls óvíst er að það takist en ljóst er að það er enn ein fórnin sem þjóðin færir til að halda krónunni sinni. Fórnin gæti samt reynst til einskis og fórnarkostnaðurinn orðið geigvænlegur. Ef það hinsvegar tekst nú að bjarga krónunni er eftir sem áður langur vegur til þess að hún nái alvöru trausti eftir undangengin áföll svo næsta víst mun fé leka í burtu yfir í aðra traustari gjaldmiðla, það er bara spurning um hve hratt.

Það sem er samt ólíkt með afleiðingum af háum stýrivöxtum nú og stöðunni undangengin ár er að afar ólíklegt er að aftur streymi gjaldeyrir erlendra lánveitenda og kaupenda jöklabréfa inn til landsins, svo þessi hækkun ætti næsta örugglega ekki að leiða til offjárfestinga í íslensku efnahagskerfi og ofstreymis fjár til landsins.


mbl.is Erfitt fyrir fólk og fyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seðlabankastjóri óskast!

Rakst á þessa í atvinnuauglýsingum í Fréttablaðinu í morgun:

„Seðlabankastjóri óskast! Seðlabanki
Alþýðunnar leitar að hagfræðimenntuðum,
óflokksbundnum aðila sem á
auðvelt með mannleg samskipti, sýnir
yfirvegun í starfi, hefur almannahagsmuni
að leiðarljósi og axlar ábyrgð
af miklu æðruleysi. Áhugasamir sendi
umsóknir á sedlabankinn@gmail.com“


Séð fyrir hrun Lehman Brothers og áhrif á ísl. bankana

Úr Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins þann 23. mars 2008.

„Í einum virtasta fjármáladálki heims, dálki Lex í Financial Times var fyrir nokkrum dögum fjallað um fall eins stærsta fjármálafyrirtækis Bandaríkjanna, Bear Stern, og ástæður þess falls en fyrirtækið var selt fyrir nánast ekki neitt um síðustu helgi. Lex útskýrði ástæðurnar fyrir falli Bear Stern og bætti því við að af sömu ástæðum væru Lehman Brothers og íslenzku bankarnir „undir þrýstingi“. Það er erfitt að sjá samhengið á milli þessara stóru bandarísku fjármálafyrirtækja og litlu íslenzku bankanna en svona er skrifað. “

Svo nú þegar ráðherrar okkar og fv bankastjórar segja í kór „enginn gat séð fyrir fall Lehman Brothers bankans“ þá er það beinlínis rangt og hætta á falli hans hafði meira að segja í umfjöllun verið tengd „falli“ íslensku bankanna, og verið sagt frá þeirri umfjöllun í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins fyrir sléttum 7 mánuðum síðan.


mbl.is Baksvið: Að fljóta sofandi að feigðarósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem menn hafa þó verið að gera rétt

Lekinn

Mynd 2008 10 18 Það var rétt að leka samtali Árna Matt og Darling í fjölmiðla. Að mínu mati bera orð Árna með sér að hann var að reyna eftir föngum að vera heiðarlegur og hreinskilinn við Darling og að lofa ekki upp í ermina á sér án þess á neinn hátt að afneita skyldum Íslands. Samtalið réttlætir því á engan hátt viðbrögð Breta.
Á móti má þó segja að samtalið sýni að íslensk stjórnvöld voru illa undirbúin og vissu vart sitt rjúkandi ráð. Vísa ég þá aftur til undrunar minnar í eldra bloggi um að ekki hafi verið til staðar þróuð og prófuð krísuáætlun vegna bankakreppu hjá Seðlabankanum og eftir atvikum ríkisstjórninni þar sem vitað hafði verið lengi að það gat gerst að íslenskur banki lenti í áhlaupi eða annarri krísu.
- En Árni kemur miklu betur útúr þessu samtali en ég óttaðist, og það var rétt að leka samtalinu. Darling hafði vitnað í það við hörð viðbrögð Breta og því sjálfsagt að það væri birt í heild.

Alþjóða gjaldeyrissjóðinn (IMF)

IMFStjórnvöld hafa varið hagsmuni okkar gagnvart bæði Bretum og IMF - og á þeim grunni sótt um aðstoð og samstarf við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn (IMF). Það er náttúrulega alrangt hjá Steingrími J Sigfússyni að IMF sé „peningalögga“.
Við Íslendingar erum stofnaðilar að þessum sjóði sem er einmitt samkvæmt stofnskrá ekki síður „Rauði-krossinn“ á sviði gjaldeyrisviðskipta en lögga. En hann þarf að sækja til sín gríðlega mikla peninga til að gegna hlutverki sínu og þeir sem leggja þá til hafa tilhneigingu til að reyna að krækja á þá eigin peningalegum hagsmunum og horfa yfir öxl sjóðsins við notkun þeirra svo sjóðurinn er vissulega togaður í báðar áttir. Hér reynir því enn á að við þekkjum vel til og beitum forsendum og rökum sjóðsins sjálfs í þágu okkar hagsmuna og minnum hann á hlutverk sitt. Það virðist hafa verið gert hér og dugað vel. Enginn vafi er að störf mætra íslendinga við sjóðinn og þekking þeirra á honum hafa hér komið okkur að miklum notum.

 


VG bjóði Samfylkingu og Framsókn raunhæft samstarf um ESB

Einar og HafdísÞað er ekkert sem gerir Vinstri græna að náttúrlegum andstæðingum aðildar Íslands að samstarfi fullvalda Evrópuríkja í ESB. Þvert á móti.

Ef við lítum til hinnar sögulegu arfleiðar og hugmyndalegs grunns þá var t.d. Karl Marx afar mótfallinn þjóðríkjamódelinu og hans draumsýn var um landamæralausa Evrópu.

Norrænir flokkar sem eru líkastir VG hafa flestir, að fenginni reynslu, snúist til stuðnings við ESB.

VG og forverar hans hafa verið stuðningsmenn æðri menntunar. Það að við erum utan ESB kostar okkur nú að íslensk ungmenni hafa orðið miklu takmarkaðri aðgang að háskólanámi í Evrópu en var áður þrátt fyrir stóraukið skiptinám vegna EES. Nú þurfa íslendingar að greiða full skólagjöld t.d. í Bretlandi og sæta inngöngukvótum með íbúum fjarlægra og ótengdra þjóða þegar aðrir þegnar Evrópu eiga þar forgang.

ESB hefur reynst öflugasti vettvangur umhverfismála í heiminum og forystuafl á því sviði. Ótal margt fleira má telja þar sem ESB aðild lyftir undir önnur stefnumál VG það breytir þó ekki því að ESB er langt í frá draumríkið og þar þarf sífellt að leggjast á sveif með samherjum til að hnika málum í rétta átt og halda góðum málum í horfinu en jafnvel það eru rök fyrir aðild en ekki því að halda sig einangruðum í burtu frá umheiminum.

VG verður að endurskoða hug sinn til ESB og bjóða Samfylkingu og Framsóknarflokki uppá raunhæft samstarf sem leiði til aðildarviðræðna svo mögulegt verði að senda Sjálfstæðisflokk í langþráð frí.

 


Segið okkur satt - og við stöndum með ykkur

Haukur MárGeir, Ingibjörg og þið hin í ríkisstjórninni þið verðið að segja okkur satt og hreinskilnislega frá og sannið til að við erum tilbúin að leggja ýmislegt á okkur.


Um það bil þegar ég stofnaði heimili og eignaðist elsta barnið okkar fyrir mörgum árum var hjónaband foreldra minna að leysast upp. Við þær aðstæður gaf karl faðir minn mér heilræði: „Helgi minn, mundu að hafa konuna þína alltaf með í ráðum um allt sambandi við peningamálin ykkar, ekki leyna hana neinu.“    

Mynd 2008 10 12 13 28 23Seinna urðum við Heiða konan mín fyrir miklu fjárhagslegu áfalli, misstum íbúðina okkar og ótrúlegir erfiðleikar fylgdu - en hjónabandið hélt.
Og ég er ekki í vafa um að það má ég þakka þessu heilræði föður míns sem sat í mér og ég fylgdi. Þrátt fyrir allt fór ekki traustið okkar í milli og með það og börnin okkar fyrir okkar einu eign gátum við látið ýmislegt yfir okkur ganga.

Ríkisstjórnin má ekki hegða sér nú gagnvart þjóðinni eins og karl sem fer með peningamál fjölskyldunnar eins og sitt einkamál í laumi fyrir eiginkonunni. Ef ríkisstjórnin sýnir okkur traust og trúnað, segir okkur satt og talar við okkur eins og fullgilda þátttakendur en ekki eins og börn þá mun hún finna að við stöndum með henni og erum tilbúin að láta ýmislegt yfir okkur ganga til að komast í gegnum erfiðleikana með ríkisstjórninni. Hafdís og Jórunn í RómEf hún er að reyna leyna okkur sannleikanum og er óhreinskilin þá mun hratt skilja leiðir með þjóðinni og ríkisstjórninni og við þær aðstæður verður á litlu að byggja til framtíðar.

Þið öll í ríkisstjórninni þið verðið að segið okkur jafnóðum satt og hreinskilnislega frá og við verðum tilbúin að leggja ýmislegt á okkur. Ef þið hinsvegar leynið okkur sannleikanum og blekkið okkur og felið raunverulega stöðu mála og reynið að „redda“ hlutum í laumi þá skilja leiðir með okkur og ykkur. 

 


Þetta eru nú gott betur en 500 manns

Ég tók nokkrar myndir af kröfufundinum um afsögn Davíðs Oddssonar. Hér gerist það sama og þegar fjölmiðlafrumvarpinu var mótmælt á Austurvelli á sínum tíma að yfirvöld töldu sig þurfa skrökva niður fjölda mótmælenda. Sjónvarpsáhorfendur beggja stöðva sáu náttúrulega vel að miklu fleiri en „á fimmta hundrað“ voru á Austurvelli en hér má vel sjá það líka.

Sjá myndaalbúmið hér (semlla).

Mynd 2008 10 18 16 00 23BMynd 2008 10 18 15 25 28B

Mynd 2008 10 18 16 00 10B


mbl.is Mótmæla Davíð Oddssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjartur sólargeisli - fyrsta barnabarnið

Mynd 2008 10 12 12 44 09Í dag fæddist yndisleg lítil stúlka, - en samt svo stór og skýr og lifandi, heilar 17 merkur að þyngd og 53 sentímetrar að lengd. Þetta er fyrst barnabarnið okkar Heiðu, dóttir Einars Axels þriðja barnsins okkar og Erlu unnustu hans. Mynd 2008 10 12 13 20 40Dásamlegur sólargeisli sem sópar í einni svipan í burtu öllu svartnættinu sem grúft hefur yfir fréttum. Svo heilbrigð og lifandi og virtist strax forvitin um tilveruna sem birtist henni. Ótrúlega þæg og róleg í fangi pabba síns sem var að rifna úr stolti og hamingju. Fæðingin var strembin en allt fór vel og undursamlegt hvernig erfiði fæðingarinnar víkur þegar barnið er komið í heiminnMynd 2008 10 12 13 21 32.


Hver, ef einhver, reyndi að koma peningum úr ICESAVE?

Björgólfur1Var reynt að koma peningum undan úr ICESAVE kerfi Landsbankans breska og flytja þá til Íslands? Gordon Brown skýrir beitingu hryðjuverkalaganna á Landsbankann og yfirtöku stöndugra og ótengdra dótturfyrirtækja Kaupþings með þeim orðum að miklir peningar hafi verið fluttir til Íslands síðustu dagana áður en hryðjuverkalögunum var beitt til að stöðva það.

Sjálfum finnst mér afar ósennilegt að nokkur hafi reynt að kaupa krónur og flytja mikla peninga til Íslands á þeim tímapunkti þegar gengið var á hraðferð niðurávið og allir reyndu augljóslega einmitt að flytja peninga í hina áttina úr krónum í pund, evrur og dollara þ.e. að verða sér úti um gjaldeyri og losa sig við krónur. Bankarnir voru augljóslega í óða önn að kaupa gjaldeyri til að standa við erlendar skuldbindingar sínar og flytja peninga frá Íslandi.

Jafn ósennilegt og það er að nokkur nema ríkið teldi sig hafa hag af því að flytja pening heim frá Bretlandi á þessum tímapunkti verður einmitt að upplýsa hvort þetta sé rétt hjá Gordon Brown að þetta hafi verið gert, en einnig hver reyndi að flytja peninga heim? Hvort það var fyrir eða eftir yfirtöku fjármálaeftirlitsins á Landsbankanum og hvort það var einkaaðili eða ríkið?

Slökkviliðsmaðurinn dældi olíu á eldinn - Kaupþing fallið

Davíð í KastljósiÍ frægu Kastljósviðtali við Davíð Oddsson seðlabankastjóra líkti hann sér við slökkvilið sem kæmi á brunavettvang og „vanþakklát“ viðbrögð fv eigenda Glitnis væru vegna gufunnar sem myndaðist við slökkvistarfið. 

Að mínu mati var þetta viðtal við Davíð skelfilegt í alla staði. Hann sýndi okkur viðtekið virðingarleysi sitt í tali sínu með orðum eins og „óreiðumenn“ um tugi þúsunda hluthafa bankanna og „ástarbréf“ um venjuleg skuldabréf almennings. 

Í raun þarf að skrifa það niður og fara yfir orð hans og spyrja við hverja setningu hvað hún merkir til að átta sig á hve skelfilegt þetta viðtal var. Afdrifaríkust var sú staðhæfing Davíðs að nú yrði Ísland skuldlaust því við myndum einfaldlega ekki borga skuldir bankanna, - og þegar matsfyrirtækin áttuðu sig á því kæmi lánshæfismatið okkar strax til baka???. 

Í einu vettvangi felldi Davíð þannig allt sem eftir stóð af erlendum hluta bankakerfisins okkar og hefur vafalaust kippt stoðum undan margháttuðum íslenskum rekstri erlendis. - Strax og ég heyrði hann segja þetta varð mér að orði að nú ættu hinir sönnu snillingar og fagmenn íslenska bankakerfisins í Kaupþing ekki nokkurn einasta séns að lifa næsta dag.

Algengasta spurningin frá erlendum fréttamönnum til fréttastofu Rúv í gær var „hvað er með þennan seðlabankastjóra?“

Davíð Oddsson mætti á vettvang íklæddur í gervi slökkviliðsmanns en dældi aðeins olíu á eldana.


mbl.is Atburðir í Bretlandi felldu Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorgerður höndlar krísuástand vel - en ekki allir

Landsfundur Sjálfstæðisflokks 09Við krísuástand birtist oft algerlega ný hlið á fólki. Sumir lyppast niður og vita ekki sitt rjúkandi ráð þegar ósköp dynja yfir. - Ingibjörg Sólrún er dæmi um hið gangstæða og hefur oft staðið sig best þegar mest á reynir og er því mikill missir af því að hún er ekki heil heilsu og til staðar núna.

- En á móti birtist nú Þorgerður Katrín í sínu besta formi og sýnir að hún er þeirrar gerðar sem nýtir allt sitt besta þegar mest á reynir. Svör hennar undanfarið og skýrt sjálfstæði og sjálfsöryggi vitna um að hún fókusi extra vel í krísu og greini aðalatriði frá aukaatriðum og þori að vita hvenær þarf að taka ákvörðun og hvenær ekki. - Það er helsta huggunin í augnablikinu.


mbl.is Biðlað til helstu vinaþjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna: Bankar og Ríki verji líka heimilin og þá sem minnst hafa

Mikilvægustu skilaboðin í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra fólust í ræðu félgsmálaráðherra um að staða þeirra sem höllumstum fæti stæðu yrði varin. Einnig um íbúðalanasjóð og svo að ef ríkið kæmi bönkunum til varnar bæri bönkunum  því ríkari skylda til að taka þátt í að verja heimilin í landinu alvarlegum áföllum. - Það er mikilvægur punktur sem ber að halda á lofti þegar okur dýrar  innheimutaðgerðir og nauðungasölur byrja.
mbl.is Kallar á endurskoðun á leikreglum fjármálakerfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vill Steingrímur banna umræðu um krónu og evru?

SteingrímurJSteingrímur J Sigfússon getur vissulega vitnað til þess að hann eins og margir aðrir tortryggðu góðæri byggt á spilaborgum.  Ef einhver talaði af efasemdum um fjármálastöðuna var það hrópað niður sem óábyrgt tal sem auðveldlega gæti eitt og sér fellt stoðir efnahagslífsins - svo flestir þögðu eða í besta falli bara hvísluðu um það - þannig þurfti heldur enginn að hlusta.

En nú ræðst Steingrímur á þá sem vefengja mátt krónunnar okkar til að standa stöðug undir þessu öllu eins og áður var ráðist á hann og þá sem vöruðu við skýja- og spilaborgunum og segir okkur tala niður krónuna.

Ef við höfum eitthvað lært á því sem hefur gerst þá er það kannski það helst að við verðum að mega tjá sannfæringu okkar og skoðanir á stoðum efnahagslífsins hvort sem um er að ræða einkavæðingu og gengi verðbréfa eða krónur og Evrur. Allar skoðanir verða að fá að koma svo skýrt fram sem efni standa til. Steingrímur ætti síst að banna mönnum það og reyna segja það efasemdamönnunum að kenna nú að krónan svigni nú og láti undan byrði sinni. - Við höfum margir lengi varað við því að hún gæti ekki risið undir því sem á hana væri lagt og eigum fullan rétt á að bera fram þá skoðun okkar eins og Steingrímur sínar.

Því fer fjarri að allt væri í himnasælu ef við værum með evru, jafnvel kreppu-stormurinn úti væri sá sami og nú geisar -en jörðin væri þó kyrr undir okkur á meðan hann gengi yfir.


mbl.is Það á að boða okkur til fundar og læsa okkur inni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband